Dagrenning - 01.04.1946, Page 39
íoinu Sigtúnii, ok geiði þai mikit hoí at
siðvenju Ásanna; hann eignaðist þar lönd
svo vítt, sern hann lét heita Sigtúnir. Hann
gaf bústaði hofgoðunum. Njörður bjó at
Nóatúnum, en Freyr at Uppsölum, Heim-
dallr at Himnabjörgum, Þórr á Þrúðvangi,
Baldr á Breiðabliki; öllum fékk hann þeim
goða blótstaði." Það er engum blöðum um
það að fletta, að Snorri Sturluson er hér að
segja frá raunverulegri för stórs hóps manna
austan úr Rússlandi og til Danmerkur og
Suður-Svíþjóðar. Merkilegt er að veita því
athygli, að það er ekki þessi hópur, sem þó
er talinn fyrstur koma til' Danmerkur, sem
gefur henni það nafn, er síðar festist við
landið. Ilins vegar ber stærsti bærinn á Fjóni
ennþá nafnið Óðinsvé og sennilegt er, að
Fjón hafi í fyrstu verið nefnt Óðinsey eftir
Óðni. Danmerkur-nafríið kemur ekki fyrr en
all-lörígu síðar, eða með Dans-ættkvíslinni,
eins og bent er á hér að framan.
Menn mega á engan hátt láta það rugla
sig, þó að Óðinn og helztu höfðingjar hans
yrðu síðar að guðum í hugum fólksins. Slíkt
er algengt með þjóðum, er trúa aðallega á
anda framliðinna feðra sinna. Allt til þessa
dags á það sér t. d. stað í kaþólsku kirkjunni,
að menn séu „teknir í dýrlingatölu“ og er
það í rauninni sama og að gera þá að eins
konar guðum.
Óðinn og Æsir eru alveg áreiðanlega sann-
sögulegar persónur, sem á fyrstu eða annarri
öld e. Kr. brutust alla leið austan frá Svarta-
hafi og til Norðurlanda. Þeir hafa vafalaust
verið ein greinin af hinum mikla ísraels-
þjóðaflokki, sem þá bjó í Suður-Rússlandi,
á Ar-Sareth-svæðinu, og síðar fluttist allur að
kalla vestur að sjó og út á Bretlandseyjar.
Snorri segir hiklaust, að Óðinn hafi átt „eign-
ir stórar" í Tyrklandi. Staðfestir það og þá
skoðun, að Óðinn hafi verið af Skýþa þjóð-
flokki þeim, er kom sunnan úr Litlu-Asíu.
Að Snorri Sturluson er ekki einn um þessa
skoðun, hinna fornu sagnritara, sýnir m. a.
ágætlega ættartala Ara fróða, skráð af honum
sjálfum aftast í íslendingabók. Ef nokkur
ættartala í öllum íslendingasögum ætti að
vera rétt, þá er það ættartala Ara fróða.
Hann hefur skráð hana sjálfur eftir þeim
beztu heimildum, sem þá hafa verið til, og
vafalaust hafa gevmzt skrifaðar með rúna-
letri á skinn eða steintöflur hjá ættarhöfð-
ingjunum kynslóð eftir kynslóð.
Ari fróði skammar sín sýnilega ekkert fyrir
ætt sína, og það hygg ég, að ef hann mætti
upp rísa úr gröf sinni, að hann mundi reka
á stampinn þá „vísindamenn“ í þessum fræð-
um, sem mest hafa revnt að rangsnúa ættar-
tölu hans, sem hanri hefur vafalaust haft
hinar beztu heimildir fyrir, og vitað að var
hár-rétt.
Þar sem einmitt þessi merkilega ættartala
Ara fróða er eitt órækasta vitnið um það,
að margar stærstu og merkustu ættir á Is-
landi til forna voru kornnar austan frá Sví-
jrjóð og Danmörku og þangað aftur austan
úr Skýþíu eða Suður-Rússlandi og Litlu-
Asíu, tel ég rétt að setja ættartölu hans hér
eins og hún er í íslendingabók.
Þar segir:
„Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og
Breiðfirðinga:
í. Yngví Tyrkjakonungur.
2. Njörður Svíakonungur.
3. Freyr.
4. Fjölnir, sá er dó að Friðfróða.
5. Sveigðir.
6. Vanlandi.
7. Visburr.
8. Dómaldur.
g. Dómarr.
10. Dyggvi.
11. Dagur.
12. Alrekur.
13. Agni.
14. Yngvi.
DAGRENNING 29