Dagrenning - 01.04.1946, Síða 44
til þess að þeim gæfist kostur á að hrekja
þá tilgátu, sem hér er haldið fram, er það
vildu reyna.
Sjálfum finnst mér augljóst, að rnilli land-
vættatrúar hinna fornu íslendinga og vernd-
arvættartrúar hinna fornu ísraelsmanna, sem
sagt er frá í Gamlatestamentinu, sé greini-
legt samband. Það er óhugsandi að hér valdi
tilviljun ein, bæði hvað snertir líking-
una milli vera þeirra, sem um er að ræða,
bæði hjá ísraelsmönnum og íslendingum,
niðurskipun þeirra eftir áttum og hlutverk
þeirra í þjóðtrú og sögnum beggja þessara
þjóða. í huga mínum er enginn efi á því
að hinir fornu íslendingar, er hingað flýðu
undan kúgurum þeirra tíma, hafi verið ein
greinin af hinurn forna stofni ísraelsmanna
og þess vegna hafi bæði þessar og ýmsar
aðrar venjur, siðir og trúarhugmyndir þcirra
borizt liingað og varðveittst hér. Margt fleira
mætti benda á en landvættasöguna og verð-
ur það síðar gert, er tírni og tækifæri verður
til. Frá mínu sjónarmiði er landvættasagan
hjá Snorra, eins og hún hefur verið skýrð
og rakin hér, ein merkasta sönnunin, sem
enn hefur verið færð fram, fyrir því að milli
hinna norrænu og engilsaxnesku þjóða nú-
tímans og hinna týndu ættkvísla liins forna
ísraels séu greinileg og óhrekjandi ættar-
tengsl, sem ciga þó eftir að skýrast enn bet-
ur, er stundir líða.
EFTIRMÁLI.
Um það bil sem ég var að ganga til fulls frá sið-
ustu próförk af ritgerðinni hér á undan, barst mér
í hendur ný bók, „Heiðinn siður“, eftir Ólaf Briem.
í neðanmálsgrein á bls. 75 í bók þessari, í kafla
þeim, sem fjallar um landvættir til forna, vekur höf.
athygli á því, að Matthías Þórðarson fornminja-
vörður hafi bent á það í leiðarvísi fyrir Þjóðminja-
safnið (útg. 1914), að „hinar fjórar táknmyndir
landvættanna: dreki, fugl, griðungur og bergrisi, séu
bein afkvæmi kerúbanna, eins og þeim er lýst í
spádómsbók Esekiels og Opinberunarbókinni". Þessi
athyglisverða athugasemd M. Þ. hafði alveg farið
framhjá mér, þar til ég las „Heiðin sið“. Þykir mér
það leitt, því að annars hefði ég minnzt hennar á
þeim stað er bezt átti við í ritgerð minni. M. Þ.
bendir og á það í smágrein sinni, að kerúbarnir eigi
að likindum „kyn sitt að rekja til hinna forn-assyrisku
dýramynda, sem eru með mannshöfði, ljónsbúk, uxa-
fótum og arnarvængjum“. Þykir mér vænt um að
M. Þ. hefur komizt hér að nokkru að sömu niður-
stöðu og ég um uppruna landvættanna. Ilins vegar
finnst mér ákaflega ólikleg sú tilgáta höf. „Heiðins
siðar“, að ekki sé ólíklegt „að Snorri hafi einhvers
staðar séð slíkar helgimyndir i kirkjum og sé þaðan
runnin lýsing hans á uppruna landvættanna“. A slik-
um helgimyndum í kirkjum hefði Snorri hvergi séð
dreka eða orm eins og liann lýsir í sögu sinni. Hann
hefði þá auðvitað haldið ljónsmyndinni. Skiptin á
drekanum (orminum) og ljóninu ern eitt hið allra
athyglisverðasta við landvættasögu Snorra og í mín-
um augum fullkomin sönnun þess, að saga Snorra
er eldri en áhrif kirkjunnar. Þar að auki bendir niður-
röðun hermerkja ísraelsmanna og niðurröðun Snorra
á landvættunum alvcg*- ótvirætt til þess, að þar á
milli sé náið samband. Eins hefði Snorri cnga
ástæðu til þess haft að fara að setja hina fjóra stór-
höfðingja á söguöld í samband við landvætti, scm
Snorri hcfði sjálfur búið til eftir kirkjumyndum, sem
hann liefði einhvers staðar séð á ferðalögum sínum.
Landvættatrúin var trúarbrögð þess þjóðarbrots, sem
hingað kom í öndverðu og sú trú átti auðvitað sínar
sérstöku verur eða vættir, sem vernduðu þá, likt
og kristnir menn nú trúa því, að „Guðs hönd“ leiði
þá og hjálpi þeim.
Mér þótti ekki rétt að lengja þessa ritgerð með
því að reyna að rekja uppruna landvættanna enn
lengra aftur en til ísraelsmanna, þótt ég sé sömu
skoðunar og M. Þ. urn það, að þessar verur eða
merki séu enn eldri. Ég er þeirrar skoðunar, að þæi
séu eldrí en sú menning, sem nú er á /örðinni, séu,
eins og t. d. Pýramidinn mikli og síinxinn mikli,
leifar þeirrar menningar, sem var á /örðunni fyrir
Nóafióð, en Jeið að mestu undii lok í þeim stór-
felldu náttúruumbrotum. Griskir og egypzkir sfinxar
eru ekki annað en ýmis konar samsetning þessara
tákna. Við íslendingar eru nú eina þjóð í heimi, sem
hefur þessi ævafornu merki í ríkistákni sínu, og á það
ekki illa við, að einmitt „söguþjóðin" — eins og við
heitum einir allra þjóða — geymi þessi fornhclgu
merki og varðveiti þau, sögu þeirra og átrúnað frá
glötun í hinu mikla umróti komandi tíma.
34 DAGRENNING