Dagrenning - 01.04.1946, Side 46

Dagrenning - 01.04.1946, Side 46
,,Því þá mun verða svo mikil þrenging, að engin hefur þvílík verið frá uppliafi heirns allt til þessa, né heldur mun verða. Og ef dagar þessir yrðu ekki sty ttir, kæmist eng- inn maður af; en sakir hinna útvöldu munu þessir dagar verða stvttir.“ Svo stórfengleg mun verða framkoma eða birting hins guð- lega máttar, að þjóðir jarðarinnar munu verða forviða og skilja að í sannleika er það máttur hins almáttka, sem gegnum lausn og frelsun ísraels er að framkvæma frelsun sjálfra þcirra, cins og sagt er fyrir í spádóms- bók Ezekiels 39. kap. 21.—22.: „Og ég vil auglýsa dýrð mína meðal þjóðanna og allar þjóðir skulu sjá refsidóm minn, þann er ég hef framkvæmt, og hönd mína, er ég hef á þá lagt. En ísraelsmenn skulu viðurkenna að ég, Jahve, er Guð þeirra, upp frá þeirn degi og framvegis." Ummæli Ezekiels spámanns: „Þá munt þú (Góg) brjótast fram sem þrumuveður, koma sem óveðursský til þess að hylja land- ið,“ benda ótvírætt til þess að reynd verði stórkostleg loftárás, vafalaust með atom- sprengjum, en senr Guð mun brjóta gersam- lega á bak aftur með því að leysa náttúru- öflin úr læðingi enn frekar en orðið er. „Og ég vil ganga í dóm við hann (þ. e. Góg) með drepsótt og blóðsúthelling, með dynjandi stevpiregni og haglsteinum; eldi og brenni- steini vil ég rigna láta yfir hann og yfir margar þjóðir, sem með honum eru. Og ég vil auglýsa mig dýrlegan og heilagan og gjöra mig kunnan í augsýn margra þjóða, til þess að þær viðurkenni að ég er Jahve." Þannig mun tilraunin til þess að koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni verða ónýtt og árásarþjóðirnar brotnar á bak aftur. Saga yfirstandandi tínra hefur þannig sannað áþreifanlega, að sú tilgáta hefur reynzt rétt, að tímatals merkingar Neðanjarðarhvolfsins mikla í pýramidanum táknuðu samfellt heimsstyrjaldartímabil frá 1914 til 1945. Ég hef sýnt fram á það í bók minni: „Boð- skapur Pýramidans mikla“, að tímabilið, sem gjöreyðing alls hernaðarmáttar Þýzka- lands fer fram á, er sýnt að vera frá 5. rnarz 1945 til 2. ágúst 1945.* Þetta rættist líka upp á dag, eins og tímabilið frá 6. júní til 5. nóvember 1944 varð tímabil hinnar hröðu innrásar og frelsunar Evrópu undan nazism- anum. Fjóra mánuðina næstu eftir 5. nóv- ember varð, alveg óvænt, nær því kyrrstaða á vesturvígstöðvunum allt til 5. marz 1945, en þá liófst skyndilega lokaþáttur hins síð- asta niðurbrots með áberandi hernaðarað- gerðum. Á þeim degi ruddust Bandamenn fram á ný. Daginn eftir (6. rnarz) féll Köln og þar næsta dag (7. rnarz) brutumst vér yfir llín, og upp frá því varð ekkert lát á sókn- inni þar til þýzka ríkið hrundi og gafst upp í maímánuði (1945). • TjrlNN 2. ágúst 1945, daginn sem Pýra- midinn mikli bendir á sem lokadag- sctningu þessa niðurbrots- eða tortímingar- * Boðskapur Pýramidans mikla, bls. 76. Þar seg- ir: „Þessir 5 mánuðir, frá 25. jan. 1941 til 25. júní 1941, eru þannig nákvæmlega samkvæmt spámáli pýramidans, sá tími, er öfl þau taka að starfa, sem valda straumhvörfum í lieimsstyrjöldinni, og nú eru að ráða niðurlögum öxulríkjanna. Hve lengi varir þetta hrun? Eins og vér höfum séð, er lækkunin niður að útgangi neðanjarðarsalsins mikla 41 þumh, sem þýðir 41 mánuð, þrítugnættan, sem sé 1230 daga, sem, taldir frá 5 mánaða tímabilinu, 25. janúar til 2;. júní 1941, flytja oss að 5 mánaða tímabilinu, 7. júní til 5. nóvember 1944, sem táknar mjög vel útgöngu og frelsun Evrópu úr gröf nazista harð- stjórnarinnar, og að nazistarnir voru síðan hraktir aftur inn í bæli sitt (Þýzkaland). Auk þess liggur gólf salarins á þessum stað 9 þumlungum neðar en útgangurinn og komum vér þá að lokum að tíma- bili 9 mánuðum síðar, þ. e. frá 4. eða 5. marz til 1. eða 2. ágúst 1945, en vér verðum að ætla, að hið mikla nazistaveidi verði í síðasta lagi þá úr sögunni." (Leturbr. mín. J. G.) 36 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.