Dagrenning - 01.04.1946, Page 47

Dagrenning - 01.04.1946, Page 47
tímabils, endaði Potsdam-ráðstefnan og birti þá fyrir heiminum ákvörðun sína viðvíkj- andi Þýzkalandi, og var hún í aðalatriðum þessi: í. Allir möguleikar Þýzkalands til þess að stofna til ófriðar á ný skulu eyðilagðir. 2. Öll hergagnaframleiðsla í Þýzkalandi skal bönnuð. 3. Algjör útrýming allra tegunda hernaðar, svo og alls félagsskapar eða „hreyfinga", sem liafa að markmiði að vekja á ný hern- aðaranda í Þýzkalandi. Var nú hægt að hugsa sér, að nokkur spá- dómur gæti rættst betur en þetta? Hinni al- gjöru útrýmingu og fullkomna niðurbroti hinna þýzku árásarafla lauk nákvæmlega á þeim degi, sem spádómar Pýramidans mikla liöfðu til tekið. Það var einnig þessi sama loka-ráðstefna, sem sendi áskorunina til Jap- an, urn að gefast upp skilyrðislaust, sem og Japan gerði fám dögum síðar, og í sörnu vikunni sem ráðstefnu þessari lauk var atóm- sprengjan tekin í notkun, en hún gjörbreytir allri stefnu veraldarsögunnar. ' Sannarlega geta engir aðrir en þeir, sem allra andstæð- astir eru, og þeir, sem loka augum sínum og ekki vilja sjá, komist hjá að veita því athygli á hve áhrifamikinn hátt hér hefur komið dásamlega heim táknmál Pýramidans mikla og tímatalsspádómar þeir rættst ná- kvæmlega, sem lesnir hafa verið út úr mæl- ingum neðanjarðarhvolfsins mikla, í sam- bandi við heimsstyrjaldartímabilið frá 1914 -r94j. Þessar dásamlegu efndir eða uppfylling spádóma Pýramidans mikla, viðvíkjandi lieimsítyrjalddar-tímabilinu frá júlí 1914 til ágúst 1945, hefur að sjálfsögðu haft mikil áhrif á skoðanir margra rnanna. Pýramidinn sýnir seinni heimsstyrjöldina (1939—1945) sem afleiðingu og áframhald af fyrri heims- styrjöldinni (1914—1918). Allt tímabilið er þannig sýnt sem ein óslitin stvrjöld, er byrj- ar 1914 og endar 1945. Það er athyglisvert, að nú orðið láta ýmsir merkir stjórnmála- leiðtogar sama álit í ljós, og telja báðar heimsstyrjaldirnar eina og sömu stvrjöldina í raun og veru, aðeins með óeirðasömu vopnahléi frá 1918 til 1939. Þessi er líka orsökin til þess, að neðan- jarðarhvolfið mikla í pýramidanum er látið sýna greinilega upphaf hinnar fyrri heims- styrjaldar (í júlí 1914) og hinar flóknu lokadagsetningar þessarar styrjaldar sem endir einnar og sömu styrjaldarinnar. Þess vegna sést þar hvorki endir fyrri heims- stvrjaldarinnar (1918), né upphaf þeirrar síðari (1939). En í „efri göngunum“, sem tilheyra stallaganginum mikla, eru sýnd bæði byrjunardagurinn í þátttöku Breta í hinni fyrri heimsstyrjöld (4. ágúst 1914) og frelsun Bretlands úr henni (11. nóv. 1918). Fullkomin skrá vfir dagsetningarnar, sem sýndar eru í Pýramidanum mikla og snerta báðar heímsstyrjaldirnar, er þannig: 28. júlí 1914, 4. ágúst 1914, 9. des. 1917; 11. nóv- ember 1918, 25. janúar 1941, 25. júní 1941, 7. júní 1944, 5. nóvember 1944, 5. marz J945 °g 2- ágúst 1945. Aðrar dagsetningar eru einnig sýndar á þessu tímabili, en þær snerta ekki styrjaldirnar sjálfar, heldur aðra atburði. Dagsetningar, sem snerta stvrjaldirnar í sambandi við fjárhagsvandræði eða ókyrrð (byltingar) er vanalega aðeins að finna í kalksteinshleðslunni í neðanjarðarsalnum mikla og kalksteinshleðshmni í fyrstu lágu göngunum hinum megin við stallaganginn mikla. Dagsetningar, sem sýndar eru í granít- hleðslunni í pýramidanum og vísa til þessa eða annars tímabils, standa ekki í neinu sam- bandi við styrjaldir eða veraldlega árekstra, heldur tákna Jiær aðeins liina æðri köllun þeirra þjóða, sem í nafni Jesú Krists eiga að vísa veginn og marka stefnu hinnar DAGRENNING 37

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.