Dagrenning - 01.04.1946, Side 52
Soviet-Rússland, eins og ríki þessi heita á
nútíðar máli.
Merkur lærdómsmaður í þessurn fræðum
lrefur, í einni af bókum sínum, sagt:
„Þýðingarmesti þáttur þessa „tímabils
liinna síðustu úrslita" mun byr/a, þegar
mönnum virðist svo sem nazisminn hafi
verið sigraður.
Það er nú orðið kunnara en frá þurfi að
segja, að þegar á þeirri ráðstefnu, sem gerði
út um örlög nazismans og Þýzkalands —
Potsdam ráðstefnunni, sem lauk 2. ágúst
1945, kom til fyrsta alvarlega ágreiningsins
milli Sovietríkjanna og Engilsaxa. Kröfur
Rússa voru svo óheyrilegar, að ekkert viðlit
var að ganga að þeim fyrir Breta og Banda-
ríkjamenn og eina leiðin til þess að hindra
að Rússar glevptu í einu bæði alla Asíu og
alla Evrópu var að opinbera það leyndar-
mál, að engilsaxnesku þjóðirnar hefðu leyst
kjarnorkuna úr læðingi og gert sér slíkt vopn,
að ckkert fengi við því staðist.
Þegar Stalin var tilkynnt þetta, varð liann
„lasinn“ urn skeið og dró sig í hlé frá störf-
um þar til í desembermánuði s.l. Potsdam-
ráðstefnan var síðasta ráðstefna „hinna
þriggja stóru“ og engin ráðstefna þeirra mun
framar haldin verða.
Utanríkisráðherramir hafa verið látnir
korna sarnan til málamynda tvisvar, en allt
þeirra samstarf hefur farið í hund og kött.
Á þingi „Hinna sameinuðu þjóða“ varð ekki
samkomulag um neitt, sem rnáli skiptir, og
á fundum í „Örvggisráðinu“ í London gekk
allt með ósköpum. Rússar kærðu Breta opin-
berlega, bæði út af Grikklandsmálunum og
Indónesíu. Blöð kommúnista út um heim
hafa síðan birt ákæruræðu sovietfulltrúans,
Manuilskis, á hendur Bretum, undir fyrir-
sögninni: „Stríð Breta gegn Indónesíu." Og
að lokum notaði svo aðalfulltrúi Rússa,'Vish-
insky, neitunarvald Rússa í Öryggisráðinu
til þess að koma í veg fyrir samþykkt ráðs-
ins varðandi Libanon og Sýrland.
Nú er Öryggisráðið enn komið á fund í
New York. Þar mætir hvorki utanríkisráð-
herra Breta né Rússa, heldur staðgenglar
þeirra. Strax á fyrsta fundinum kom til alvar-
legra árekstra út af íran, sem vonlegt var.
Og nú hefur fulltrúi Rússa „gengið af fundi“
og neitar að taka þátt í fundum ráðsins. En
íransdeilan verður ekki á þessu stigi tilefni
ófriðar. Rússar munu slá undan um sinn og
bíða betri tírna. Indland er nógu eldfimt,
þegar að því keniur að í þarf að kveikja.
III.
AÐ er nú orðið greindegt, að Rússar ætl-
uðu að snúa síðustu heimsstyrjöld upp
í kommúnistabyltingu, sem þá yrði fyrst og
fremst beint gegn Bretum, sem alls staðar
eiga einhverra „hagsmuna að gæta“. Rússar
stóðu vel að vígi. Þeir höfðu tugi milljóna
manna undir vopnum og þjóðirnar, sem naz-
istar höfðu kúgað, litu á þá sem eins konar
„frelsara". Þeir heimtuðu því á Potsdam-
ráðstefnunni miklu meiri áhrif en samrýmzt
gat hagsmunum Breta og Bandaríkjamanna,
og hótuðu að fylgja þeim kröfum sínum
fram með vopnavaldi. En þá gripu hinir til
atómsprengjunnar eins og fyrr er sagt.
En mótleikur Rússa er nú að koma í ljós.
Meðan Rússar ráða ekki yfir atómorkunni
til hernaðar nota þeir tímann til þess að
blása að byltingarglæðunum um alla Asíu.
Þeir standa á bak við kínversku kommúnist-
ana, sem hafa um helming alls Kína á valdi
sínu. Þeir magna andstöðuna í Indónesíu
eins og greinilega hefur komið fram síðan
þeir kærðu Breta fyrir Ötyggisráðinu. Rúss-
neskir kafbátar munu flytja vopn til Indónesa.
Þeir hafa minnkað mjög stuðning sinn við
kommúnista í Indlandi, en sri'ðja í þess stað
af alefli Nehru, annan aðalleiðtoga Kongress-
flokksins, en hann er sá, allra indverskra
42 DAGRENNING
S