Dagrenning - 01.04.1946, Page 57

Dagrenning - 01.04.1946, Page 57
Er þetta satt? (Undir þessari fyrirsögn mun „Dagrenn- ing“ flytja stuttar frásagnir um ýmsa atburði, sem ótrúlegir þykja.) Vitrun ábótans. í frásögninni um vitrun þá, er hér getur, er stuðst við frásögn enskrar bókar, sem lreitir: „Great Prophecies about The War“. Sagan gerist í Póllandi og er á þessa leið: Andrés Bobola var af göfugum pólskum ætt- um. Hann var fæddur árið 1594 og dó píslar- vættisdauða í Kósakkauppreisninni í Pól- landi árið 1657. Andrés Bobola er talinn sérstaklega merki- legur dýrlingur og er hans einkum getið í sambandi við merkilega fyrirburði og krafta- verk. Það var árið 1819, eða 101 ári áður en fyrri heimsstyrjöldinni lauk, að Bobola birt- ist ábótanum í klaustrinu í Vilna, sem þá var pólsk borg. Þessi ábóti hét Korzeniecki og var að sjálfsögðu alltaf nefndur „Faðir Korzeniecki" eins og kaþólskra manna er siður. Sagan segir, að faðir Korzeniecki hafi farið á fætur nótt eina til þess að biðjast f\'rir. Hann bað lengi og innilega fyrir hinu hrjáða og sundurtætta föðurlandi sínu, og beindi bænurn sínum sérstaklega til vernd- ardýrlingsins Bobola. Er hann hafði lokið bæninni, gekk hann út að glugganum í lier- berginu, þar sem liann hafði beðist fyrir, og opnaði gluggann og horfði út um hann stundarkorn. Hann lokaði svo glugganum aftur. En þegar hann snéri sér frá gluggan- urn, til þess að ganga inn í svefnherbergi sitt, sá hann sér til mikillar undrunar mann sitja við borð innar í herberginu. Maður þessi var í Jesúítabúningi, og er faðir Korz- eniecki kemur nær honum, segir ókunni maðurinn: „Hér er ég, faðir Korzeniecki! Ég er sá, sem þú beindir bæn þinni til. Opnaðu gluggann aftur og þú skalt sjá hluti, sem þú hefur aldrei séð fyrr.“ Titrandi af hræðslu opnaði ábótinn glugg- ann aftur og er hann leit út var litli klaustur- garðurinn með múrveggjunum horfinn, en í hans stað sá ábótinn út yfir sléttu, sem honum virtist endalaus. Þá mælti Bobola: „Þessi slétta, sem þú sérð breiðast út fyrir framan þig, er sléttan hjá Pinzk, þar sem ég hlaut þann heiður að vera líflátinn fyrir trú mína á Jesúm Krist.“ Þegar Bobola fór að tala, hafði ábótinn litið við og horfði á hann nreðan hann tal- aði. Bobola liélt áfram: „En líttu nú aftur út um glugg- ann, og þá munt þú fá að sjá það, sem þig nú langar mest til að vita.“ Faðir Korzeniecki leit nú aftur út um gluggann og undrun hans verður ekki með orðum lýst, er hann sér að öll hin mikla slétta er alþakin óteljandi hersveitum. Hann sér þar rússneskar, tyrkneskar, franskar, ensk- ar, austurríkskar og þýzkar hersveitir og auk þess hersveitir frá mörgum öðrum þjóðurn, og var háð þama hin grimmilegasta orusta. Bobola hélt enn áfrarn: „Þegar ófriðurinn, sem þú sérð Jrarna, endar, og friður verður saminn, mun Pólland verða endurreist og þá mun ég verða viðurkenndur sem einn af fremstu verndardýrhngum Póllands.“ Faðir Korzeniecki, sem nú var farinn nokk- uð að jafna sig eftir hina miklu geðshrær- ingu, sem hann hafði komizt í, sá strax, að þótt hann segði frá þessum merkilega at- DAG.RENN I NG 47

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.