Dagrenning - 01.02.1948, Page 11
fræddur, að hann mun geta byrjað að upp-
lýsa allar aðrar þjóðir ísraels (Brezka heinrs-
veklið, Bandaríkin, Norðurlönd, Holland o.
s. frv.) um skyldleika þeirra, hlutverk og
hinn mikla heiður að vera af Guði kjörnar
til að framkvæma hið dýrðlega hlutverk, að
hefja á æðra stig allar þjóðir jarðarinnar
undir stjórn hins upprisna Krists, sem tákn-
aður er með hinu opna skríni konungssalar-
ins. — »
Þessi vitneskja, sem fengin er frá tíma-
mæli (chronograph) Pýramidans, er í ná-
kvæmu samræmi við tímatalsspádóma Biblí-
unnar, því að eins og sýnt hefir verið fram
á, eru hinar miklu „sjö tíðir“ endanlega
liðnar á árinu 1941, að því er til Benjamíns
tekur, og þá mun Benjamín koma fyrir fullt
og allt fram úr myrkri aldanna og taka við
hinu ákvarðaða hlutverki sínu sem Ijósberi
fyrir hinum engilsaxnesku og norrænu þjóð-
um, og sem boðberi nýrri og betri tíma, er
korna munu, að hinurn mikla „heimsbruna“
loknum.
Eins og kunnugt er, táknar lengd skrín-
isins sjö ára tímabil, sem byrjar á tíma-
bilinu 26. júní til 21. des. 1941 og endar á
tímabilinu 17. maí til 11. nóv. 1948. Þetta
bendir á, að eftir að ísland hefir náð að
uppfræðast, mun hefjast uppfræðsla annarra
ísraelsþjóða urn hin dásamlegu sérréttindi
þeirra og arfleifð, og endar sá undirbún-
ingstimi árið 1948. Bilið frá þeim enda
skrínisins, sem fjær er innganginum og að
suðurveggnum á konungssalnum, táknar,
samkvæmt mælikvarðanum, sem þarna á við,
tímabil, sem er um það bil 5 ár, eða nær
yfir tímann frá 11. nóv. 1948 til 20. ágúst
1953. Eins og það mun sannast, að tíma-
markið 1953 táknar upphafið á hinu mikla
verki, sem Guð hefir fyrirhugað hinum sam-
einuðu ísraelsþjóðum að vinna í sameiningu,
en það er að leiða bJessun yfir alíar þjóðir
heimsins, þá mun það og ljóst verða, að á
5 ára tímabilinu frá 1948—1953 mun fara
fram endurskipan heimsmálefnanna undir
forustu hins upplýsta ísraels, því að allar
ísraelsþjóðirnar — þ. e. Brezka lieimsveldið,
Bandaríkin, ísland, Noregur, Svíþjóð, Dan-
mörk, Holland, — og Finnland og Estland,
sem að nokkrum hluta eru ísraelsþjóðir, —
munu (á þeim tíma) ganga saman í voldugt,
samstillt ríkjabandalag frjálsra þjóða og verða
þannig að voldugri og mikilli (en blandaðri)
„þjóð“, sem Guð ætlar það lilutverk að leiða
blessun yfir allt mannkyn. Þannig mun 41
árs tímabilið frá 21. ágúst 1953 til 21. sept-
ember 1994 verða undirbúningstími þúsund-
áraríkisins, og þá munu almennt liefjast
þær framkvæmdir undir stjórn ísraelsþjóð-
anna, sem leiddar eru af Kristi, og þær fram-
kvæmdir munu ná liámarki við komu þús-
undáraríkisins árið 1994.
Árið 1933—34 er miðpunktur eða mið-
dagsetning í hinum hundrað og tuttugu ára
langa Jokaþætti þessa tímabils. Árin 1873/
74 til 1993/94 eru undirbúningstími þúsund-
áraríkisins. Þessa tímabils var minnst lijá
hinum fornu Egyptum með hátíðaliöldum,
sem nefnd voru hátíð endalokanna (Festival
of the End) eða liátíð endurnýunarinnar
(Festival of the Renewal). Þá var lialdin
hin svonefnda Sep-tep-sed-hátíð, og var hún
120. livert ár (stundum 121. livert ár vegna
innskotsára). Þessu Sep-tep-sed tímabili var
skipt í 4 undirtímabil (Sed-periods), sem
hvert var 30 ár. Það er athyglisvert, að ef
yfirstandandi 120 ára tímabili (þ. e. tíma-
bilinu frá 1873/74 til 1993/94) er skipt í
samræmi við undirtímabil liins forna tíma-
tals, kemur í ljós, að þau ártöl, sem út koma,
falla saman við mest áberandi ártöl í endur-
reisnarsögu íslands allt til þessa (1938). —
Byrjunarártöl þessa 120 ára tímabils er 1873/
1874 (þ. e. 120 árum fyrir 1993/1994), en
það ártal er einmitt merkilegast í sögu ís-
lands fyrir liina stjórnarfarslegu endurreisn,
DAGRHNNING 5