Dagrenning - 01.02.1948, Side 21
í frétt frá 4. janúar, þar sem skýrt er frá
ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að senda
landgöngulið til Miðjarðarhafs, segir:
„í fregn frá London í gær var svo frá
skýrt, að almennt væri litið á þessa lið-
flutninga sem m/'ög aívarJega aðvörun
Bandarík/anna til nágrannaríkja Grikk-
lands við því að viðurkenna hina ný-
mynduðu uppreisnamiannastjórn á
Grikklandi eða veita henni nokkurn
stuðning. • Varaði og Lovett, aðstoðar-
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Balkan-
ríkin við þessu strax eftir að uppreisnar-
mannastjórnin var mynduð.----------Hef-
ir þótt augljóst, síðan þeir mynduðu
stjórn gegn hinni löglegu stjóm Grikk-
lands, að áframhald á slíkum stuðningi
gæti haft hinar alvarlegustu afJeiðingar.“
(Lbr. hér.)
En fáum dögurn eftir að hin nýja upp-
reisnarmannastjórn var sett á stofn fyrir til-
stilli Rússa og leppríkja þeirra gerðist ann-
ar atburður, sem ekki talar síður skýrt því
máli, að Rússar hcrða nú rnjög sóknina til
Grikklands. Sá atburður er valdaafsal Mika-
els Rúmeníukonungs.
Blað Rússa hérlendis segir svo frá þessari
fregn 31. desember 1947:
„Miekael Rúmeníukonungur lagði nið-
ur völd í gær. Hefir Rúmenía verið lýst
lýðveldi og ríkisráð kosið af þinginu til
að fara með æðstu völ.d landsins, þar til
forseti hefir verið kosinn.
Stjóm Groza liefir beðizt lausnar,
þingið var kvatt saman í gær og sam-
þykkti það valdaafsal konungsins og af-
réð að gera landið að lýðveldi. í yfirlýs-
ingu konungsins, er lesin var í rúmenska
útvarpið síðdegis í gær, segir m. a. að
„Jconungsst/orn samræmist ekki Jengur
þörfum rúmenska ríkisins og sé aívarJeg
tálmun á vegi þróunarínnar.“
Það var vitað, að hermálaráðherra Rúm-
eníu hafði verið austur í Moskva, og það
var þrem dögurn eftir að hann kom heim,
sem konungurinn var neyddur til að segja
af sér. Má af því sjá, að enn er það Moskva,
sem á bak við stendur.
En liver var orsökin fyrir því, að Mikael
konungur lét af völdum? Hann er nú kom-
inn til Sviss, en liefir neitað að láta uppi
ástæðuna fyrir þvíp að hann lét af völdum.
Það er aðeins vitað. að hann var neyddur
til þess. En smátt og smátt skýrist þetta
einnig, og menn er nú þegar farið að renna
grun í hina sönnu ástæðu. Hún er nú talin
vera sú, að konungurinn fékkst ekki til að
undirrita hernaðarbandlag það, sem Rússar
hafa verið að koma á fót að undanförnu,
og fyrst og fremst er stefnt gegn Grikklandi
og þeirn þjóðum. sem nú styrkja hina lög-
legu stjórn Grikklands, Bretlandi og Banda-
ríkjunum. — Rúmeníukonungur hlaut að
neita allri þátttöku í slíku bandalagi, og
þess vegna varð hann að víkja — að boði
Rússa.
Um allt þetta og ótalmargt fleira af svip-
uðu tagi, sem nú er að gerast í löndunum
á Balkanskaga, veit utanríkisþjónusta Banda-
ríkjanna betur en flestir aðrir. Vopnuð
skyndi-innrás í Grikkland, studd af grann-
ríkjum þess, vofir nú yfir og aðeins er beðið
hentugs tækifæris. Það eru Rússar, sem á
bak við standa. Þeir eru að brjóta sér leið
suður að Miðjarðarliafi. Ekki er ólíklegt, að
þeir hyggi á heljarmikla tangarsókn í fyrstu
atrennu, með því að beina sameinuðum her-
afla Balkanþjóðanna til Grikklands og Ítalíu,
en Soviethemum suður yfir Tyrkland og
Persíu og allt til Egyptalands.
Þeir einu, sem nokkurt viðnám gátu veitt
Rússum við botn Miðjarðarhafsins, voru Bret-
ar, meðan þeir höfðu öflugar setuliðsstöðvar
þar víðs vegar. Nú eru þeir óðum að flytja
sig þaðan. Þeir liafa þegar farið frá íran,
DAGRENN I NG 25