Dagrenning - 01.02.1948, Qupperneq 31
arra þjóða en ísraelsþjóðanna, eru úr sög-
unni sem konungsríki. Flest þeirra eru orðin
konungslaus einræðisríki með miklu meiri
kúgun og harðstjóm en nokkurn tíma átti
sér stað hjá konungunum, meðan þeir voru
einvaldir.
Spádómur Haggai virðist vera fram kom-
inn.
En á sama tíma, sem þessi konungsríki
hnnja, gerist það merkilega, að hjá þeim
ríkjum, sem nútíma uppgötvanir á sviði
þjóða-ættfræðinnar eru að leiða í ljós, að séu
afkomendur ísraelsmanna hinna . fornu,
stendur konungdæmið jafnvel fastari fótum
en nokkru sinni fyrr í sögu þeirra.
#
í Biblíunni eru ýmis athyglisverð ummæli
um konungsætt ísraels. Þar segir víða, að
konungar ísraels muni verða af Júdaættkvísl.
í 1. Mósebók (49., 10.) segir:
„Ekki mun veldissprotinn víkja frá
Júda, né ríkisvöndurinn frá fótum hans,
unz hann kemur til Silo og þjóðirnar
ganga honum á hönd.“
Þetta er spádómur og blessunarorð Jakobs
við Júda son sinn. Saga ísraels sannar, að
þessi ummæli reyndust rétt. Davíð, hinn
mikla konungur og herforingi ísraels, var af
Júdaættkvísl, sem hófst til valda í Ísraelsríki
nreð honum, og afkomendur hans sátu síðan
á hans stóli.
í 89. sálminum (4.—5.) eru þessi ummæli:
„Ég liefi gjört sáttmála við minn út-
valda, unnið Davíð þjóni mínum svolát-
andi eið: Ég vil staðfesta afspring þinn
að eilífu, reisa hásæti þitt frá kyni til
kyns.“
Þess skulu menn nú minnast, að Davíð
var ekki konungur Júda-húss eða Júda-ríkis
eingöngu, þótt hann væri af Júda-ættkvísl,
því að Júda-ríki var þá ekki til. Hann var
konungur ísraels-húss eða Ísraels-ríkis, þ. e.
hins sameinaða ríkis allra ættkvísla ísraels.
Eftir daga sonar hans, Salomons, klofnaði
ríkið í tvennt og þá varð ætt Davíðs kon-
ungsætt Júdaríkis, en konungar í Ísraelsríki
voru af ýmsum ættum og stundum erlendir.
Hvað eftir annað var reynt að útrýma með
öllu ætt Davíðs, konungsætt Ísraelsríkis, því
að hinar fornu, heilögu ritningar sögðu það
svo ákveðið fyrir, að af Davíðs ætt mundi
konungur hins endurreista Ísraelsríkis verða.
Þannig segir t. d. í Jeremía spádómsbók
(33- ll-)-
„Davíð skal aldrei vanta eftirmann, er
sitji í hásæti ísraels.“
Fleiri ummæli mætti nefna, og sum þeirra
verða síðar tilfærð, en þetta verður að nægja
um sinn, enda augljóst af þessu, að hin
helgu rit láta hér mikið um mælt.
*
Nú er saga ísraels-húss í stuttu máli sú,
að ríkið klofnaði í tvennt eftir daga Salo-
mons og virðist skattaáþján Salomons hafa
átt mestan þátt í því að svo fór. Hætti þá
ætt Davíðs að vera konungsætt í Ísraelsríki,
en varð áfram konungsætt í Júdaríki. ísraels-
ríki leið undir lok, er Assyríukonungar lögðu
það undir sig kringum 717 f. Kr. og her-
leiddu allan Israelslýð, sem ferðafær var,
austur undir Kaspíahaf. Þar týndust hinar
tíu ættkvislir ísraels, svo sem kunnugt er, og
hefir sú saga oft verið rakin hér í Dagrenn-
ingu, hvernig þær flýðu til Rússlands og
síðan á Norðurlönd og til Bretlandseyja,
Vestur-Þýzkalands og Hollands, og nú búa
afkomendur Jæirra í jDessum löndum undir
nöfnum hinna norrænu og engilsaxnesku
þjóða og þjóðabrota.
En „hús Davíðs“ — þ. e. konungsætt
ísraels — varð þá eftir í Júdaríki. Þar gekk
á ýmsu, en ættin var svo sterk, að hún hélzt
við völd allt til þess, er það ríki var eyðilagt
af Nebukadnesar Babyloníukonungi kring-
um árið 585 f. Kr. Zedekia var síðasti kon-
DAGRENN I NG 25