Dagrenning - 01.02.1948, Qupperneq 33
landskonungs og vænta þess, að með hans
fulltingi megi e. t. v. takast að ná landinu
aftur úr höndum Babýlonar.
En það er skjótast af að segja, að endirinn
varð þessi:
„Jóhanan Kareason og allir hershöfð-
ingjarnir“ tóku „allar Júda-leifar — —
rnenn og konur og börn og konungs-
dæturnar og allar þær sálir, sem Nebú-
saradan lífvarðarforingi hafði skilið eftir
hjá Gedalja (landstjóra Babel konungs)
-----svo og Jeremía spámann og Barúk
Neriason og íóru til Egyptalands, því að
þeir hlýddu ekki skipun Drottins.“
Áður er það sagt, að synir Zedekia kon-
ungs voru allir líflátnir að honum ásjáandi,
en þar er ekki minnzt á dætur lians. Hér
eru þær aftur nefndar. Þær hafa því komizt
lífs af og voru fluttar til Egyptalands ásarnt
þeim Jeremía og Barúk, sem fluttir voru
þangað nauðugir.
#
Meira segir ekki í Jeremíabók af þessum
konungsdætrum né dvöl þeirra í Egypta-
landi. En þess má nærri geta, að Jeremía
og Barúk hafa ekki kært sig um að vera leng-
ur í Egyptalandi en Jreir máttu til, þar sem
þeir voru fluttir nauðugir, og ekki er heldur
að efa það, að þeir hafa ekki kært sig um
að konungsdæturnar, sem nú voru réttir
erfingjar að ríki ísraels og Júda, yrðu heldur
lengur í Egyptalandi en nauðsynlegt var.
Jeremía hefir auðvitað vitað það, að þegar
Nebúkadnesar Babýloníukonungur kæmist
að því, að dætur Zedekia væru jafn löglegir
ríkiserfingjar eins og svnir hans, nrundi hann
fljótt leita eftir lífi þeirra. Það liggur því í
augum uppi, að þeir Barúk og Jeremía
reyndu að flýja frá Egyptalandi, þegar færi
gæfist.
En hvert skyldi flýja? Babýlonía var þá
orðin stórveldi og vökl og áhrif Nebúkad-
nesar voru mikil og fóru vaxandi urn öll
nálæg lönd.
Það er og sannast sagna, að engar skráðar
heimildir austrænar eru til um frekari sögu
dætra Zedekia konungs. Enginn veit með
vissu, hvað af þeim varð og enginn veit held-
ur með vissu, hvað um Jeremía varð. Jeremía
er talinn hafa verið uppi frá 627—585 f. Kr.,
en vísast er, að hann liafi lifað lengur, þó að
ekki verði það sagnfræðilega sannað.
#
Fornar írskar sagnir og annálar herrna, að
löngu fyrir Krists daga hafi komið til írlands
austan úr löndum skip, sem á var gamalí
spámaður, skrifari hans og konungsdóttir.
Nefndist spámaður þessi Allamh Fodlha, en
það þýðir: merkilegur sjáandi (þ. e. spárnað-
ur), skrifarinn er nefndur Bruch (Baruk), en
konungsdóttirin er nefnd Tamar Tephi, sem
merkir: pálminn fagri. Urn Jretta segir svo
í ritgerð Árna Óla urn Forlagasteininn (Dag-
renning, 3. hefti):
„í fornum írskum þjóðsögunr og Jrjóð-
kvæðum er það beinlínis sagt, að Allamh
Fodlha hafi verið Jeremía spámaður og
'lamar Tephi hafi verið dóttir Zedekia
konungs. I þessum þjóðkvæðum er henni
mjög hrósað fyrir fegurð og ættgöfgi; þar
er sagt frá þcim hættum, sem hún lenti
í í Jerúsalem, dvöl hennar í Taphanhes í
Eg\'ptalandi og ferðalagi liennar Jraðan
til Spánar (þar sem svstir hennar hafði
giftzt) og svo þaðan til írlands. Á eynni
Dcvcnish í liinu fagra vatni Loch Erne
er gröf höggvin í harðan klett, og hún
er enn í dag nefnd „gröf Jeremía“.
Skömmu eftir komu þeirra Jeremía til
írlands giftist Tarnar Tephi konunginum
þar. Hann hét Heremon og var líka af
ísraelsætt. Og til þeirra er rakin ætt nú-
verandi Bretakonunga.“
#
DAGRENN I NG 27