Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 4

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 4
Allt frá fyrstu dögum kristninnar hefir það þráfaldlega komið fyrir, að hin brezka þjóð hefir, þegar i óefni var komið, griþið til sérstakra stjórnmála- aðgerða til þess að nauðsynlegar þjóðfélagsumbœtur yrðu framkvæmdar á kristilegum grundvelli. Einu sinni enn býðst henni tcekifœrið. Vér erum þess fullvissir, að afturhvarf til þraktisks kristindóms bceði af hálfu stjórnarvaldanna og almennings mundi gera það rnögulegt cið ná þeim fjár- hagslegu markmiðum, sem óskað er eftir, og mundi megna að kalla heilan her að fólki til framleiðslustarfa. Ein höfuðdyggð sannkristins manns er sú, að hann lilýðir lögunum. Krist- inn maður þarf þess vegna hvorki skömmtunarbók né skömmtunarseðla, eyðu- blað i þririti, rauða eða gresna seðla eða neitt þess háttar. Þegar honum hefir verið sagt, hver er hans deildi verður, mun hann hvorki krefjast meira né fá öðrum meira en honum ber. Raunhcef trúvalming hér i landi mimdi gera óþarfar þúsundir manna, sem nú starfa í opinberri þjónustu, er ekki gera annað en fást við pappirsfjöll þau, sem alveg er ónauðsynlegt og óceskilegt að moka út til kristinna manna. Sé þvi haldið fram, að núverandi skipulag sé nauðsynlegt til þess að vernda góða menn fyrir hinum illu, getum vér einungis svarað þvi, að kristið samfélag er miklu liklegra til þess að dccma lögbrjótinn réttlátlega, en það samfélag, sem vér nú búum við. Með tilliti til þess ástands, sem nú rikir i heiminum, er skömmtun nauð- synleg og réttlát. En skömmtunarbœkur, afgreiðsluseðlar og eyðublöð eru ein- faldlega tortryggnismerki, sem klind eru á brezku þjóðina til þess að sýna að henni sé ekki treystandi til þess að lifa heiðarlega. Það er kominn timi til þess að slikur smánarblettur verði þveginn af þjóð- inni, livort setn t’l þessa var stofnað i upphafi með réttu eða röngu. Hafi með réttu verið til skömmtunarinnar stofnað, er kotninn timi til þess að hin lang- þráða trúamakning hefjist, en hafi með röngu verið til stofnað, er kominn timi til þess að vér fáum kristna rikisstjórn. Frá voru sjónarmiði er sökin beggja, þjóðar og stjórnar. Þeir, sem hyggjast geta skapað velmegun án þess að fylgja hinni kristnu lifsstefnu, munu hljóta sömu reynslu og Baalsþrestarnir á dögum Elia, þegar þurfti þriggja ára hallceri til þess að fá prestastéttina — forráðamenn þjóðar- innar — til að viðurkenna villu sina. Þá fyrst, er þeim höfðu veittst öll hugsanleg tcekifceri til afturhvarfs, en ekkert þeirra hafði verið notað, tókst Elia að 'sýna i verki, að þar sem hinn rétti andi rikir, þar vikur sérhver jarðnesk hindrun fyrir valdi Guðs.“ DAGRENNING telur vel til fallið að menn hugleiði þessa athyglisverðu grein um jólin og i byrjun hins nýja árs. — Gleðileg jól! Farscelt nýár! JÓNAS GUÐMUNDSSON. 2 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.