Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 15

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 15
II. í grein minni í síðasta hefti Dagrenning ar — n. nóvember 1948 — komst ég m. a. svo að orði: „Það má hiklaust segja það nú, að dagsetningin 10.—11. nóvember 1948 verður á einhvem stórfenglegan hátt sameiningardagsetning fyrir ísraelsþjóð- irnar, þar á meðal Ísraelsríki hið nýja.“ Svo sem menn muna, benti ég á það í áminnstri grein minni, að dagsetningamar fjórar, sem saman eiga, þ. e. 25. júní og 21. des. 1941 og 16. maí og 11. nóvember 1948, ættu eingöngu við ísraelsþjóðirnar — þ. e. engilsaxneskar og norrænar þjóðir og aðrar þeim skyldar — og samtök þeirra. Benti ég á að þetta mætti glögglega sjá af þeim dag- setningum, sem liðnar væru. Ég sýndi fram á, hvað gerzt hafði hvem hinna þriggja spá- dómsdaga, sem þá voru liðnir, og taldi að fjórða og síðasta dagsetningin hlyti að marka tímamót í sögu samstarfs þessara þjóða, er væru merkilegri en áður hefði þekkzt, einmitt að því leyti að um enn öflugri samtök og samstarf þeirra í milli yrði að ræða upp frá því. Segir svo um þetta í síðasta þætti grein- ar minnar: „Það virðist augljóst, að um merki- legan atburð verði að ræða á sviði sam- starfs Vestur- og Norður-Evrópu þjóð- anna — ísraelsþjóðanna —. Ýmsir létu sér áður til hugar koma, að 11. nóv. 1948 væri lokadagur allra hernaðarátaka í heiminum, en sú spá er því miður ekki rétt. Frá 11. nóv. 1948 mun samstarf ísraelsþjóðanna verða enn nánara en áður hefir verið, svo virðist sem þær muni þá sameinast í bandalag, sem gerir þær síðar að einni þjóðaheild. Rétt er að benda á, að atburðurinn getur alveg eins orðið 9. eða 10. nóv. eins og 11. nóvember. Má í því sam- bandi rninna á, að atburðirnir, sem sýndir voru 25. júní 1941, gerðust 22.— 23. júní 1941 og stofnun Ísraelsríkis fór að mestu fram 15. maí eða einum degi fyrr en mælingin sýndi.“ Eins og augljóst er af þessum tilvitnun- um, var það mín skoðun, að ekki markaði þessi dagur, eða dagamir næstu í kringum hann, nein djúp spor í átökunum milli „austurs“ og „vesturs". Það varð heldur ekki a. m. k. á yfirborðinu, og því er nú bezt að víkja að því, hvort eiginlega „nokkuð hafi gerzt“, og ef svo er, hvað það þá er. III. öruggasta leiðin til þess að vita „hvað gerist“ er að öllum jafnaði sú, að leita til blaða og útvarps um fréttir af merkisatburð- um og því er bezt að byrja þar. Eins og fram er tekið áður, mátti búast við þeim atburðurrt, sem spádómurinn ætti við alveg eins 9. eða 10. nóvember eins og 11. nóv., því að fyrri mælingar höfðu sýnt, að atburð- imir gerðust yfirleitt einum til tveim dög- um á undan þeim útreikningum, sem ég hefi aðallega stuðst við. Ef vér nú lítum í blöðin og byrjum 9. nóvember, verður fyrir oss á fyrstu síðu í Morgunblaðinu svohljóðandi frétt, prentuð með feitu letri: „Ráðsteína í Washington um stofnun Atlantshafsbandalags." í greininni, sem fylgir fyrirsögn þessari, segir: „Talið er nú víst í Washington, að haldin verði þar í borg snemma á næsta ári ráðstefna um stofnun bandalags fyrir Norður-Atlantshaf. Verða þátttökulönd- in væntanlega sjö: Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland, Belgía, Holland og Luxemburg. DAGRENNING 13

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.