Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 41

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 41
NÆSTA ÁM Síðan Dagrenning hóf göngu sína hefi ég fylgt þeirri reglu að gera í árslokin stutt yfir- lit yfir það, hvemig gengið hefir á árinu og hvað ég hyggst fyrir á hinu komandi ári, í sambandi við útgáfu Dagrenningar, og þykir rétt að gera það einnig í þetta sinn. Kaupendum Dagrenningar hefir fjölgað nokkuð, sérstaklega úti urn land á árinu 1948, en í Revkjavík er lítil fjölgun fastra kaupenda. Hins vegar hefir lausasala aukizt nokkuð í Reykjavík og vegna hennar varð að auka upplagið töluvert strax í ársbyrjun. En lausasala er ótrvgg og hefir því farið svo, að sum heftin hafa selzt nærri upp, en af öðrum minna. Má því gera ráð fyrir því að erfitt verði, er til lengdar lætur, að útvega nýjum kaupendum árganginn 1948, en það mun þó reynt, meðan kostur er. Á árinu 1948 var pappírsskammtur Dag- renningar minnkaður til muna og þess'vegna m. a. varð ekki unnt að fjölga ritunum, sem þó var ætlunin. Hins vegar tókst að ná í pappír í „jólabókina", sem að þessu sinni var „Forlagaspár Kírós“, og seldist hún nokk- uð í Reykjavík fyrir jólin. Þar sem haldið mun verða fast við pappírsskömmtunina á árinu 1949 og skammturinn frekar minnk- aður en aukinn, mun ekki rétt að gera ráð fyrir fleiri heftum en 6 á árinu 1949. # Meðal greina þeirra, sem fyrirhugað er að birtast muni á næsta ári í Dagrenm'ngu, má nefna þessar: „Þrið/a heimsstyrjöldin“, „Ár- ið 1949“ og „fsland og árið 1948“, allar eftir ritstjórann og koma þær allar í 1. hefti 1949. Enn fremur má gera ráð fyrir að nú komist að greinin „Spádómstáknin hamar og sigð“, sem lengi hefir beðið birtingar, og enn fremur grein um „Spádómstímabilið frá 1948 til 1953“, sem ritstjórinn hefir einnig tekið sam- an eftir ýmsum heimildum. Svo sem menn geta séð af greininni hér á undan um Norður-Atlantshafs bandalagið, var árið 1948 lokaár á ákveðnum áfanga. Árið 1949 verður því byrjunarár nýrrar þró- unar og fyrir þær sakir hið merkasta á marga lund, þótt þar séu ekki margar né miklar eða greinilegar spádómsdagsetningar. Ennfremur eru nú í undirbúningi þýðing- ar á hinurn nýju bókum A. J. Ferris: Deliver- ance from Russia (Frelsun undan oki Rússa) og The Two /erusalems (Hinar tvær Jerú- salem borgir), en báðar þessar bækur fjalla um atburði yfirstandandi tíma í ljósi spá- dóma Biblíunnar. Auðvitað koma margar greinar aðrar í ritinu en þær, sem hér eru taldar, og engin leið er að segja um nú. Þessa er aðeins getið vegna þess, að það er nú ákveðið. # Dagrenning mun hafa sama hátt á og að undanförnu, að krefja árgjaldið, 50 krónur, með x. hefti ritsins, sem kemur út í febrúar- mánuði 1949. Þeir, sem vil/a hætta að kaupa ritið, endursenda þá póstkröfuna og þarf ekki aðra uppsögn þess. Þeim, sem ekki inn- leysa póstkröfuna, verður ekki sent ritið áíram. Mjög er nauðsynlegt að þeir, sem ætla að halda áfrarn að kaupa ritið, innleysi póst- kröfuna sem allra fyist, eftir að hún berst þeim. DAGRENNING 39

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.