Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 29
að neitt markvert hafi gerzt, fyrr en nú, að þeim er á það bent. Menn „mega ekki vera að því“ að taka eftir svona hlutum, og af- leiðingin verður blindni á stórkostleg og þýð- ingarmikil sannindi. Vafalaust eru þeir lang flestir, sem athuga kenningar Dagrenningar ennþá aðeins sér til dægradvalar og er það út af fyrir sig gott, því að í því getur legið byrjun á gleggri sýn og betra skilningi síðar. En fyrir mér og öðrum þeim, sem hafa þreifað á þessum sannindum, er hér ekki lengur urn neina dægradvöl að ræða, heldur enn eina fulln- aðarsönnun á því, að hinn merkilegi pýra- midi á Egiptalandi er ekki nein konungs- gröf, eins og fornleifafræðingar þessarar aldar halda, heldur spádómsbók í steini, merkilegri opinberun en nokkuð annað þein- ar tegundar, sem enn hefir fundizt hér á jörð. Ég verð stundum var við það, að alrnenn- ingur væntir þess, að svokallaðir lærðir menn, — sem margir eru raunar alls ólærðir, nema e. t. v. í einhvcrri svokallaðri sérgrein, þótt á sér hafi eins konar stimpil, líkt og settur er á vöm, sem ætluð er til sölu og útflutnings, — muni hljóta að sjá og skilja þau sannandi, sem flutt hafa verið, bæði hér í Dagrenningu og víðar um þessi efni. En það er hinn mesti misskilningur að ætl- ast til nokkurs skilnings eða hjálpar úr þeirri átt. Ef eitthvað kernur frá slíkum mönnum, má helzt búast við að það verði fjandskapur, því „vizka heimsins" fær ekki skilið jafn ein- faldan og óbrotinn sannleika og þennan. Frá „lærðum“ mönnum er tæpast að vænta annars en hvers konar tafa og hindrana. Það er löngu viðurkennd staðreynd, að slíkir menn eru venjulega óhæfir vegna lærdómshroka, sem oftast einkennir slíkt fólk, til þess að taka við nýjum sannind- um. Það hefir aldrei hlotizt gott af því fyrir neina þjóða að ætla að treysta svokölluðum lærðurn mönnum og svo er enn, þrátt fyrir allt skrumið og skjallið, sem beitt er og al- menningur beygir sig í duftið fyrir. Almenn- ingi er því hentast að gera ekki ráð fyrir öðru en illu einu úr þeirri átt í sambandi við aukinn skilning í þeim efnum, sem hér eru rædd. Hins vegar er það nauðsyn- legt fyrir hinn óbreytta borgara, í hvaða stétt og stöðu, sem hann er, að gefa þess- um málurn gaum og vega og meta það, sem fram kemur og á er bent. Á þann hátt skapa menn sér eigin skoðun, sem ein hefir gildi fyrir mann sjálfan, því að skoðun lærðra manna almennt talað er venjulega engin, þær skoðanir eru oftast nær jafnmargar og lærdómsklíkurnar eru. Það er aðeins þegar berjast þarf gegn nýjum sannleika, sem ógn- ar tilvist lærdómsklíknanna, að þær geta tekið höndurn sarnan, samanber söguna urn Herodes og Pílatus. Hvergi er meira hyldýpi og hatur til en milli lærðra manna, sem eru á öndverðum meið, t. d. í trúarefnum og ýmsum svokölluðum vísindum. * Hinar fjórar dagsetningar skrín-tímabils- ins eru nú allar liðnar hjá. Þær voru allar sagðar fyrir mörgum árum áður en þeir dag- ar runnu upp, sem um ræðir, og allar hafa þær reynzt hinar merkilegustu og mun það þó enn ljósara síðar meir, er öll kurl þessara tíma koma til grafar. Dagsetningamar voru þær, sem nú skal greint og sýndu þetta: 1. 25. /'úní 1941. Frelsun ísraelsþjóðanna — þ. e. Engilsaxa og þjóða, sem þeim eru skyldar, — undan oki Hitlers með árás Þjóðverja á Rússa. 2. 21. desember 1941. Hemaðarsamvinna Efraim-ættkvíslanna (Breta og Banda- ríkjamanna) hófst þá með för Chur- chills til Ameríku. 3. 16. maí 1948. Stofnun ísraelsríkis — DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.