Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 19

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 19
4. og 5. nóv. eða 16., 17. og 18. nóv., svo eitthvert dæmi sé tekið? Það er, eins og áður segir, aðallega vegna hins mikla kosningasigurs Trumans forseta. Þótt Bandaríkin undirbyggju og hrintu af stað bæði Marshall-aðstoðinni og Bene- luxbandalaginu og ættu einnig hugmyndina að Norður-Atlantshafs bandalaginu, gátu þau ekki hrint því í framkvæmd, eins og þeim fyrri, vegna forsetakjörsins, sem fram átti að fara 2. nóv. s.l. Því var almennt trúað um allan heim, að Truman forseti mundi ekki ná kosningu, heldur mundu andstæð- ingar hans, Republikanar og Dewey forseta- efni þeirra, sigra stórkostlega í þessum kosn- ingum. Truman forseti gekk til kosninga með flokk sinn — Demokratana — þríklof- inn. Mikill áhrifamaður, sem verið hafði varaforseti í tíð Roosevelts, Henry Wallace, var fyrir einu brotinu, studdur af rússnesk- um öflunr í Bandaríkjunum, Thurmond ríkisstjóri var fyrir óánægðum Suðurríkja Demokrötum og loks Truman sjálfur, sem boðinn var fram af flokksþingi Demokrata. Allar spár höfðu í nærri tvö ár spáð Tru- man falli og sumir „beztu manna“ Demo- krata liöfðu yfirgefið hann eða voru tvístíg- andi. „Times“ segir af þessu tilefni: „Eftir að hinnar furðulegustu kosn- ingar, sem fram hafa farið í Bandaríkj- unum, höfðu staðið yfir í 16 klukkust., viðurkenndi Dewey að Truman forseti hefði verið endurkjörinn. Hver einasti „kosningasérfræðingur“ reyndist að hafa reiknað rangt. Hver einasti kosninga- spádómur hafði reynzt falsspádómur og sérhver þau lögmál, sem annars hafa reynst gilda í kosningum þar, voru nú brotin. Mr. Truman var ef til vill eini maðurinn í öllum Bandaríkjunum, sem ekki varð undrandi vfir úrslitunum.“ (Times 10. nóv.). En það var ekki aðeins, að Truman næði kosningu sjálfur sem forseti Bandaríkjanna til næstu fjögra ára, heldur hlaut flokkur hans, Demokratar, hreinan meirihluta í báð- um þingdeildum, svo að Truman stendur nú fastari fótum en nokkur forseti Banda- ríkjanna hefir gert á undan honum. Hann á jafnvel sterkari aðstöðu nú en Roosevelt forseti átti nokkru sinni í allri sinni forseta- tíð. — Það eru þessi furðulegu kosningaúrslit, sem eru undirrótin að því að Norður- Atlantshafs bandalaginu er hraðað. Hefði svo farið, að Truman hefði fallið og Dewey tekið við, fóru forsetaskiptin ekki fram fyrr en 20. janúar 1949, samkvæmt stjómarskrá Bandaríkjanna, og til þess tíma hefði því ekki orðið um neitt framhald þessa undir- búnings að ræða. Truman og ráðherrar hans hefðu þá talið sér skvlt að láta allar slíkar aðgerðir bíða, þar til hinn nýi forseti tæki við. En sigur Trumans gerði það að verk- um, að ekki þurfti að bíða. Sömu stefnu yrði haldið áfram, Marshall mundi fara með utanríkismálin áfram, og nú þurfti meira að segja ekki að spyrja um vilja meirihlutans í þinginu, sem Republikanar höfðu áður haft, sá meirihluti var nú úr sögunni og Demokratar Trumans komnir í staðinn. Það var þessi stórfelldi og óvænti atburð- ur í veraldarsögunni, atburður, sem varla á sinn líka fyrr í því hve gjörsamlega hann kom heiminum á óvart, sem olli því, að yfirlýsingamar um lokafund til undirbúnings stofnunar Norður-Atlantshafs bandalags yrði kvaddur saman næstu daga eftir forseta- kosningarnar. En þó er hér enn fleira, sem vert er að minnast á, og skal nú að því vikið. VII. í fréttum þeim, sem bárust af lokaundir- búningi Norður-Atlantshafs bandalagsins, DAGRENNING 17

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.