Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 6

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 6
að því er menn fá nú bezt vitað. Lúkas segir síðan frá þeirn furðulegu atburðuin, er gerðust í sambandi við fæðingu Jóhann- esar skírara og ennfremur frá boðun Maríu og frændsemi þeirra, Maríu og Elísabetar, móður Jóhannesar. Öll er frásögn þessi á þann veg, að hún er líkleg til að vera sönn og óýkt. Vitranir þær, sem Sakaria, faðir Jóhannesar, og María guðsmóðir fá, eru að sjálfsögðu all erfiðar til meltingar þeim mönnum, sem alast upp við skynsemistrú vorra tíma, er hafnar öllu sambandi milli þessa heirns og hins ósýnilega, en þeim, sem ekki gera það, eru þessar vitranir ekki mikið frábrugðnar ýmsum þeim vitrunum, er menn hafa fengið á öllum öldum. En loks kemur að því, að María skal verða léttari, og vill þá svo til, að hún er stödd í Betlehem, ættborg Jósefs, því að hann var „af húsi og kynþætti Davíðs", en það var María raunar einnig. Og nú segir Lúkas þannig frá: „Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinn- ar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veit- ast mun öllum lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbam reifað og liggjandi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himn- eskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: — Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á. — Og er englamir voru famir frá þeirn til himins, sögðu hirðamir hver við annan: Vér skulum fara rakleiðis til Betlehem og sjá þenn- an atburð, sem orðinn er, og Drottinn hefir kunngjört oss. Og þeir fóru með skyndi og fundu bæði Maríu og Jósef, og ungbarnið liggjandi í jötunni. En þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er talað hafði verið við þá um barn þetta. Og allir, sem heyrðu það, undr- uðust það, sem hirðamir sögðu þeim. En María geymdi öll þessi orð og hug- leiddi þau með sjálfri sér.“ Það er athyglisvert, að Lúkas hefir fyllri ættartölu Jesú en nokkur annar, en hann segir ekki frá barnamorðunum. Líklega hefir hann talið þau svo kunnug Þeófilusi, sem hann skrifar fyrir, að honum hafi ekki þótt ástæða til að geta um þau. Ef þessi merkilegi fyrirburður hefir gerzt, sem hér er sagt frá, var næsta ólíklegt að enginn hefði orðið hans var í allri Betlehem, annar en hirðarnir úti í haganum. En ekki getur frásögn Lúkasar þess. II. Það var árið 1856, að prestur einn að nafni W. D. Mahan bjó að prestssetri sínu í De-Witt í Missouri í Ameríku. Þá bar svo til, að gest bar þar að garði. Gestur þessi hét H. C. Whydaman, þýzkur að ættemi og hinn lærðasti maður. Hann varð veður- tepptur á prestssetrinu nokkra daga. Þeir ræddu rnargt þessa daga, Whydaman og séra Mahan og meðal annars sagði Whydaman, að hann hefði átt heima í Róm í fimm ár og á þeim tíma oft komið í hið mikla bóka- safn páfa í Vatikaninu og rekizt þar á mörg rit og merkileg frá ævafornum tímum, sem mönnum væri lítt kunn. Hann sagðist m. a. hafa íundið þar skjalasafn Tiberiusar keis- ara og meðal skjala þar hefði verið skýrsla, sem nefnd er „Acti Pilati“, en það er skýrsla Pílatusar landstjóra um handtöku og rann- sókn í máli Jesú frá Nazaret, ásamt frá- 4 ÐAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.