Dagrenning - 01.12.1948, Side 3

Dagrenning - 01.12.1948, Side 3
6. TOLUBLAÐ 3. ÁRGANGUR DAGR Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavik. Sími 1196 ■fjr BREZKU TÍMARITI birtist 7iýlega sem forustugrein hugvekja sú, sem hér I fer á eftir i lauslegri íslenzkri þýðingu og nokkuð stytt. Greinin nefnist þar „Oþinber þjónusta“, og er á þessa leið: „Því er oft haldið fram, að ekki sé rétt að blanda saman trúmálum og stjórnmálum. Frá voru sjónartniði er slik staðhœfing eða röksemd af illum toga og alröng, þvi að það er staðreynd, að ávextir sérhverrar demókratiskrar stjórn- mála- og fjármálastefnu fara eftir þeim andlegu hugsjónum eða hugmyndum, sem það fólk hefir, er stefnunni fylgir. Þar sem ekkert andlegt Ijós skin, en jarðneskur hugsunarháttur er allsráðandi, verða ávextirnir grceðgi, óráðvendni og tortryggni i stað umburðarlyndis, ráðvendni og gagnkvams trausts. Það er vafalaust, að um allan heim er nú þegar mikill skortur flestra lifs- nauðsynja. Sir John Bayd Orr hefir bent á, að framtíðarhcettan sé ekki ný styrjöld, heldur skorturinn. Það er þvi greinilegt, að eigi allur þorri mann- kynsins að lifa skortinn af, verður að taka upþ alheimsskömmtun á nauðsynja- varningi og hún verður að haldast, þar til framleiðsla lifsnauðsynja hefir aukizt mikið fram yfir það, sem nú er. Frá sjónarhóli veraldarhyggjumanna krefjast slikar aðgerðir alheimsskipu- lagningar með tilheyrandi skömmtunarseðlum, skömmtunarbókum, eyðublöð- um og skýrslum i fleiri og fleiri samritum, þvi sifellt þarf að bceta við nýjum og nýjum upplýsingum. Slik skipulagning þarfnast alheimskerfis og alheims- eftirlits, sem ncer yfir allar greinir mannlegra nauðsynja og krefst meiri og meiri opinberrar þjónustu. Og þegar sú opinbera þjónusta er einu sinni hafin, fer hún sivaxandi og vex eins og snjóbolti, unz vöxturinn reynist óstöðvandi, og þjóðfélagið brotnar niður undan ofurþunga hennar. Rikisstjórnin (i Bretlandi) hefir nú tilkynnt, að hún hafi i hyggju að fcekka stórlega fólki i opinberri þjónustu i sparnaðar skyni, en slikt fólk er nú um það bil helmingi fleira en fyrir tiu árum. Jafnframt er frá þvi skýrt, að hin ýmsu ráðuneyti eigi við mikla örðugleika að etja i framkvcemd þessarar ákvörð- unar og vafasamt sé, hvort takast muni að framkvæma ákvörðun rikisstjórnar- innar nema að litlu leyti. Frá voru sjónarmiði er aðeins tihein lausn á þessu vandamáli og hún á ekki aðeins við um Bretland, heldur um alla veröld vora, hvað þessi efni snertir, og lausnin er an d l e g endurfceðing (spiritual renaissance). ENNING REYKJAVIK DFRFMRFR 1OAR DAGRENNING 1

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.