Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 13
og verða þannig virkur í því að gera öllum mönnum gott, og kenna öllum mönnum að vinna liver öðrurn til góðs. Ef vér lesum ritningar Guðs, komumst vér að raun um að allir spádómarnir í heild fela í sér þessa hugmynd, og allir lúta þeir að þessu bami í Betlehem, ef vér leitum í þeim að því hvenær hjól Esekiels bendi til að stjómarbyltingin verði, þá sýna þeir ljós- lega, að stjórnarbyltingar hjá ýmsum þjóð- um heims benda ótvírætt á nútímann. At- hugum næst einstaklinga þá, sem tengdir eru þessum miklu atburðum. Sakaria spámaður bendir oss á ósnortna mey sem móður barns- ins, því næst er staðurinn tilgreindur og nefndur, síðan er getið ljóssins og englanna og þar næst um andstöðu Rómverjanna. Nú bið ég hið háa ráð hins lifanda Guðs að gefa vel gaum að þessu og segja oss, hvemig menn, sem uppi voru á ýmsum öldum, sem áttu heima í ýmsum hlutum landsins — menn, sem aldrei þekktu hver annan, — menn, sem ekki spáðu fyrir neinn flokk, — menn, sem engan persónulegan áhuga höfðu fyrir málefninu sem menn, — menn, sem hættu lífi sínu og voru stundum drepnir fyrir spádóma sína, — hvernig gátu þeir allir ákveðið stað, stund og nöfn, svo að eigi verð- ur um villzt, ef þeim var ekki birt það af Guði sjálfum? Ég hefi orðið þess áskynja, að Rómverjar og sumir prestamir hafa sagt að Sakaria væri hræsnari og María viðsjál kona. Þetta gæti svo verið, að svo miklu leyti, sem menn geta um það dæmt; en, ég spyr, hver getur gleymt slíkum sannindum sem spádómum þessum, og hver getur látið þá rætast? Eða hver getur látið ljós koma frá himni ofan eða engla stíga niður og lýsa yfir því að þessi sé sonur Guðs, konungur Gyðinga? Göfugu meistarar hins æðsta ráðs. Ég var ekki einn. Ég er ekki einn vitni að þessum hlutum. Megin þorri Betlehemsmanna sá þetta og heyrði eins og ég. Ég vil segja yður, að sé þetta ekki konungur Gyðinga, þá er oss þarflaust að litast um eftir öðrum, því að sérhver setning spádómanna er algerlega fullkomnuð með honum, og verði hann ekki til þess að frelsa þjóð sína, þá örvænti ég um frelsun og ég mun þá trúa því að vér höfum rangþýtt spádómana. En ég er þess svo viss, að þetta er hann, að ég skal bíða með eftirvæntingu og mikilli óþreyju og ég óttast ekki að nokkurt óhapp komi fyrir hann. Allir Rómverjar heimsins geta ekki unnið honum mein, og þótt Heródes tryll- ist — hann getur líflátið öll ungböm, sem finnast í heiminum, sömu englamir, sem voru við fæðingu sveinsins, munu vaka yfir honum alla hans ævi og Rómverjar verða að etja kappi við sama Guð og Faraó barð- ist við og þeir munu bíða sams konar ósigur. Hér lýkur skýrslunni. IV. Það er ekki ætlunin að ræða þessi mál frekar hér að þessu sinni. Auðvitað er það, að vel geta skjöl þessi verið tilbúningur einn, jafnvel þótt þau séu geymd í dýrmæt- um skjalasöfnum rómverskra keisara. En það verður þó aldrei af þeim skafið, að þau eru ævafom og er t. d. bréf Melkers prests af þeim ástæðum mikillar athygli vert, jafnvel þótt hann hafi ekki skrifað það sjálfur og aðrir eða annar maður síðar samið það. Þar kemur fram svo greinilegur og glöggur skiln- ingur á spámönnunum og spádómunum, að furðulegt er, og getur enginn annar verið höfundur þess en sá, sem gjörþekkir til þeirra málefna. En engin sérstök ástæða er til þess að ætla að skjöl þessi séu fölsuð og séu „síðari tíma tilbúningur". Það má geta nærri, hvort Æðstaráð Gyðinga hefir ekki reynt að kynna sér alla málavexti að þeim atburðum, sem leiddu til þess að Herodes lét drepa hvert DAGRENNING 11

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.