Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 8

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 8
kveikt upp eld til þess að hlýja sér, og höfðu nokkrir þeirra lagzt við eldinn og sofnað; höfðu þá hinir, er hjarðanna gasttu, vakið þá og spurt: „Hvað er um að vera? Sjáið! Það er albjart!“ Og jafnskjótt og hinir vökn- uðu, sáu þeir, að það var bjart, eins og um hádag; en þeir vissu að þetta var ekki dags- birta, því að þriðja vaka var ekki liðin. Allt í einu var sem loftið allt ómaði af röddum manna, er sögðu: „Dýrð! dýrð! dýrð sé hin- um æðsta Guði“ og „Blessuð ert þú Betle- hem, því að Guð hefir efnt það, sem hann lofaði feðrunum, og í skjóli þínu er fæddur konungur sá, er með réttlæti skal ríkja“. Raddir þessar ómuðu uppi í hinrinhvolfinu og liðu niður með mjúkum hreim, bárust svo áfram með fjallsrótunum og dóu út svo mildar og mjúkar, að jafn fagurt höfðu þeir aldrei heyrt. Síðan heyrðust raddirnar aftur hátt uppi i hvelfingu himins og komu svo niður mjúkar og hljómfagrar, svo að hirð- arnir gátu ekki varizt því að hrópa og gráta í senn. Ljósið birtist þeim fyrst hátt uppi á himni og rnildir geislar þess vörpuðu ljóma um hæðir og dali eins og fegursta tunglskin. Ég spurði þá, hvernig þeim hefði orðið við — hvort þeir hefðu ekki orðið óttaslegnir. Þeir kváðust hafa orðið það í fyrstu; en að lítilli stundu liðinni virtist þetta róa anda þeirra og hjörtu þeirra urðu svo gagntekin af ástúð og friði, að þá langaði mest til þess að flytja þakkargjörð. Þeir tjáðu mér að þetta hefði verið allt umhverfis borgina og hefðu surnir orðið dauðhræddir. Sumir sögðu að það hefði verið því líkast að kviknað væri í jörðunni; nokkrir sögðu að guðirnir væru komnir til þess að tortíma þeim, aðrir að stjarna hefði hrapað; unz presturinn, Melker, kom út, hrópaði og klappaði saman lófum og virtist vera örvita af gleði. Lýðurinn hóp- aðist kringum hanu og hann sagði að þetta væri tákn þess, að Guð væri að efna loforð sitt við Abraham forföður þjóðarinnar. Hann skýrði oss frá því, að fyrir fjórtán hundruð árum hefði Guð birtzt Abraham og sagt honum að láta alla Israelsmenn ganga undir skuldbindingu — heilaga skuldbindingu um hlýðni, og ef þeir yrðu trúir, skyldi hann senda þeim frelsara til þess að leysa þá frá syndum þeirra, og hann skyldi gefa þeirn eilíft líf, að þá skyldi aldrei hungra framar, að þjáningartíma þeirra skyldi að fullu lokið, og tákn um komu hans skyldi verða himn- esk birta og englarnir myndu tilkynna komu hans og raddir þeirra skyldu heyrast í borg- inni og fólkið skyldi fagna, að hrein rneyja skyldi taka jóðsótt og ala frumburð sinn og hann skyldi ráða yfir öllu holdi með því að helga það og gera það hlýðið. Er Melker hafði ávarpað lýðinn, með hárri röddu, fór hann og allir gömlu Gyðingarnir inn í sam- kunduhúsið og þar tóku þeir að lofa Guð og vegsama. Ég fór til fundar við Melker, og hann sagði mér hér urn bil sömu söguna og hirð- arnir höfðu sagt mér. Hann kvaðst hafa átt heima í Indlandi og hefði faðir sinn verið prestur í Antiokku. Hann sagðist hafa varið ævi sinni allri til þess að kynna sér heilagt orð Guðs og vissi hann að samkvæmt tákn unum væri nú korninn sá tími, er Guð hefði valið til þess að frelsa Gyðinga undan oki Rómverja og frá syndum þeirra. Þessu til' sönnunar sýndi hann mér margar greinar um þetta efni. Hann sagði mér að þrír menn frá fjarlægu landi hefðu komið til sín daginn eftir. Hefðu þeir verið að leita að barni þessu og hefðu þeir fundið það og rnóður þess í munna á helli, sem ætlaður var til að skýla fé. Væri móðirin gift manni, er Jósef hét; sagði hún þeim allt af létta um barn sitt, skýrði hún svo frá, að engill hefði kornið til sín og sagt sér ag hún myndi ala sveinbarn og skyldi hún nefna það Jesú, því að það myndi frelsa 6 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.