Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 9
þjóð sína frá syndum hennar, og móðirin skyldi ævarandi blessunar njóta. Komanda tímar verða að leiða það í ljós, livort þetta reynist sannleikur. Það liafa ver- ið svo margir svikarar hér í heirni og svo oft gengið sögur um að mikil undur hafi gerzt við fæðingu barna og þær reynst ein- ber hégómi, að þetta getur verið fals eitt. Ef til vill er konan að reyna að dylja smán sína eða leitast við að vinna hvlli Gyðing- anna. Mér er tjáð að hún muni verða yfirheyrð samkvæmt lögum vorum, og geti hún ekki fært betri sannanir fyrir skírlífi sínu en þær, sem Melker hefir fengið, verður hún gn'tt svo sem lög vor mæla fyrir, þótt Melker segi að aldrei hafi gerzt jafn augljós guðleg fyrirbrigði við fæðingu nokkurs barns. Það hefir alloft komið fyrir áður, að meyjar hafa þótzt vera þungaðar af völdum heilags anda, en það hafa engin himnesk ljós sézt, er þær ólu börn sín og engar englaraddir hafa heyrzt lýsa yfir því, að þar væri konungur Gvðinga fæddur. Nú er það þessu til sann- inda, að allur Betlehemslýður vottar að hann hafi séð undrin og rómversku verðimir spurðu einnig hverju þetta sætti, og var sýni- legt á aðförum þeirra, að þeir voru mjög skelfdir. Melker segir að ritningamar telji allt þetta tákn um komu hans. Melker er mjög lærður maður og þaulkunnugur spá- dómunum og sendi ég vður bréf hans um spádóma þessa. 2. BRÉF MELKERS PRESTS í SAMKUNDU- HÚSINU í BETLEHEM TIL ÆÐSTARÁÐS GYÐINGA í JERÚSALEM. Heilögu meistarar ísraels. Ég, þjónn yðar, vil vekja athygli yðar á orðum spámannsins um h'rirrennarann, og um vöxt og foringja mikillar þjóðar og voldugrar, þar sem bæði muni verða hið sanna réttlæti og leiðsögu- rnaður hinnar ytri skipanar Guðs ríkis á jörðu. Er vitrun Sakaria nægileg staðreynd til þess að færa öllum mönnum heirn sann- inn um að mikill atburður er í vændum, og barn Elísabetar er upphaf að betri tím- um. Það, sem hér hefir gerzt á síðustu tímum, og Jónatan mun skýra yður frá, er fullnaðar- sönnun þess að frelsisdagur vor er skammt undan. Þetta má rekja að þremur leiðum: Fyrsta leið: Hin almenna athugun; upp- runaleg aðstaða og örlög mannsins, sem ein- staklings; frumkenninguna; fullkomna þrosk- un mannkynsins; loforð föðursins til sátt- málsþjóðarinnar; forustu þjóðflokkurinn Júda. Önnur leið: Móselögmálið, og Móse- viðhorfið; spádómur Bileams. Þriðja leið: Hinn smurði; spádómar útlaganna, Haggai, Sakaria og Malakia; spádómur Malakia um fyrirrennara Drottins. Göfugu meistarar ísraels. Ef þér athugið nú hinar ýmsu greinar hins guðlega orðs, þá fer ekki hjá því, að þér sjáið að allt það, sem spámennimir hafa sagt um verk Guðs á jörðu, hefir nú komið fram á síðustu dög- urn, með fæðingu bamanna tveggja; bams Elísabetar og bams Maríu í Betlehem. Vegna þess ótakmarkaða frjálsræðis, sem sumir menn leyfa sér gagnvart heilögu orði Guðs, svo sem fyrr greindum spádómum, verðurn vér fyrir óvægustu gagnrýni. Það er hins vegar rnjög ánægjulegt að sjá og heyra að guðlegur mikilleiki og gildi hinna helgu spádóma er algerlega óháð skýringum hold- legrar gagnrýni, en sty'ðst við innra 1 jós, sem alls staðar ljómar út frá hiartastað djúp- stæðrar, lífrænnar einingar og skyldleika- böndum við ævarandi og sameinaða guð- fræði, sem nær yfir alla tíma, bæði líðandi stund og liðnar aldir, og tvö atvik, sem nú eru nýskeð, varpa ljósi yfir allt hið liðna. DAGRENNING 7

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.