Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 20
var þess getið, að slíkt bandalag mundi verða mjög ófullkomið án þátttöku Norður- landa — Noregs, íslands, Danmerkur — og helzt einnig Svíþjóðar, og ennfremur Portú- gals. Var því tilkynnt, að þessum ríkjum yrði boðin aðild að bandalaginu jafnvel fyrir áramót, en ætlunin mun vera að ganga að fullu frá stofnun bandalagsins í janúarmán- uði n. k. með þeim hætti, að Bandaríkja- þing samþykki sáttmálann fyrst allra banda- lagsríkjanna. Urn mánaðamótin október og nóvember komu forsætisráðherrar allra Norðurland- anna, nema Finnlands, saman á fund í Stokkhólmi til þess m. a. að ræða þessa bandalagshugmynd, þótt ekki væri nein opinber tilkynning gefin út um málið. Eins og vitað var áður, eru stjórnir Norðurlanda ekki á eitt sáttar um hvað gera skal. Svíar halda fast við „hlutleysisstefnu“ sína, sem hefir reynzt þeim þannig í tveim styrjöldum, að þeir hafa komizt hjá að beita vopnum eða verða fyrir hemámi, og vænta þeir að svo geti farið enn. Þá er það og, að lega Sví- þjóðar krefst þess, að þeir fari sem gætileg- ast gagnvart Rússum, því að þeir eru næstu nágrannar þeirra í austri og líklegt er að Svíþjóð og Noregur yrði einna fyrst fyrir árás af hendi Rússa, ef til styrjaldar kæmi milli Atlantshafsbandalagsins og Soviet- bandalagsins. Er því von að Svíar vilji fara gætilega. Norðmenn og Danir era hins veg- ar mjög eindregið fylgjandi því, að Atlants- hafsbandalaginu verði kornið á fót, og munu vilja gerast aðilar að því þegar í stað. Þeir vilja þó í lengstu lög reyna að varðveita „hina norrænu einingu", sem þessar þjóðir hafa verið að reyna að skapa síðasta manns- aldurinn, enda mundi mest um þær muna í hernaðarbandalagi vestrænna þjóða, ef þær kæmu þar allar saman fram sem ein heild. Um afstöðu íslands verður rætt síðar í þessari grein. Ekki er enn vitað að hvaða niðurstöðu ráðherrar Norðurlandanna fjögurra komust á fundi sínum í Stokkhólmi, en ýmislegt, sem gerzt hefir síðan, bendir í þá átt, að a. m. k. Noregur og Danmörk muni á ein- hvem hátt taka þátt í bandalagi þessu. Enn- þá er málið ekki komið á það stig, að það verði lagt fyrir þing þessara þjóða, og f\'rr en það verður fær almenningur litla vit- neskju um málið. Vitað er að Portúgal verður eitt þeirra ríkja, sem boðin verður aðild að bandalag- inu. Er í því sambandi merkilegt að minn- ast þess, að það var dr. Salasar forsætis- ráðherra í Portúgal, sem fyrir mörgum árurn — laust fyrir síðustu styrjöld, að mig minnir, —kom fyrstur frarn með hugmyndina um Atlantshafsbandalag og sýndi fram á nauð- syn þess og þýðingu. Munu greinar um það efni eftir hann hafa birzt í þýðingu í Morg- unblaðinu. Mætti því gera ráð fyrir að ekki stæði á þátttöku Portúgals í Atlantshafs- bandalaginu væntanlega. VIII. Eins og bent hefir verið á nægilega ræki- lega, að ég ætla, hér að framan, er það nú augljóst hverjum þeim, sem ekki er eða endi- lega vill vera blindur, að dagana 9., 10. og 11. nóvember s.l. er ákveðið að hefja loka- þáttinn í undirbúningi hins mikla hemaðar- bandalags engilsaxneskra og norrænna þjóða. Hér er því verið að leggja grandvöllinn að því þjóðabandalagi, sem standa mun um ald- ur og ævi, eins og ég mun víkja að síðar. í grein minni í fyrra hefti lét ég um rnælt á þessa leið: „Hinn stórkostlega þýðingarmikli at- burður, sem Pýramidinn sýnir að gerast eigi kringum 11. nóvember, mun miða að því tvennu, að sameina hinar vest- rænu þjóðir — ísraelsmenn vorra tíma 18 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.