Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 31

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 31
Mynd þessi er úr b/aðinu „The Kingdom Voice“, aprílheftinu 1945. Hún sýnir Konungssalinn og „skrín-tímabilið“ frá 25. júní 1941 til 10. nóv. 1948, eins og menn höfðu þá þegai reiknað það út. Hún sýnir einnig a/Jt 40 ára tímabilið íiá 1914 til 1953, en á því tímabili, sem heitii „tímabil enda- lokanna", gengur „dómur Guðs“ vfir „hinar heiðnu þjóðir" og kollvarpar hinni heiðnu heimsskipan. þannig grundvallað á hinu svokallaða „skrín- tímabili", þ. e. tímabilinu frá 25. júní 1941 til 11. nóvember 1948, eða sjö árum rúm- um. XI. Ef vér lítum nú á kortið á bls. 20— 21, þar sem sýnd er lega landanna við Norður-Atlantshafið, sézt strax að ísland liggur svo að kalla á miðju bandalagssvæð- inu og hlýtur því að verða sá staður, sem einna mestu varðar á leiðinni milli bandalags- þjóðanna, þegar Norður-Atlantshafs banda- lagið er kornið á fót. Er því augljóst, að ekki er um annað að ræða fyrir íslendinga en að gerast þegar í upphafi aðilar bandalagsins, enda mun ekki verða hjá því komizt, þau örlög ekki umflúin frekar en annað, sem af æðri forsjón er ákveðið. Það þarf ekki að efa, að þjóðin er nú búin að átta sig á því, að hvorki verður treyst á hlutleysi né heldur á Sameinuðu þjóðim- ar og hún hlýtur að sjá nú orðið mjög greini- lega gegnum þann blekkingavef kommúnista og háskólaprófessora, sem enn gerast til þess að reka hér erindi einræðisríkisins mikla í DAGRENNING 29

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.