Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 27

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 27
gefast upp, en Frakkar réðu mestu um friðar- skilmálana. Þann dag hélt núverandi Frakk- landsforseti — Auriol — ræðu við minnis- merki það, sem Frakkar reistu í tilefni fyrri uppgjafar Þjóðverja og réðst forsetinn harka- lega á Breta og Bandaríkjamenn fyrir að vilja „endurreisa Þýzkaland án þess að tryggja að það gæti ekki aftur orðið árásar- þjóð“, eins og hann mun hafa orðað það. Þessi ræða var fyrsta verulega óánægjurödd- in, sem heyrzt hafði frá Frakklandi í garð Engilsaxa úr herbúðum annarra en kommún- ista. Og hér var það sjálfur forseti Frakk- lands, sem talaði. Þegar svo er komið, er hætta á ferðum. Um sama leyti — dagana rétt fyrir n. nóvember — gerðust önnur merkileg tíðindi í Frakklandi. De Gaulle vann stórkostlegasta kosningasigur sinn til þessa í kosningum til Efri deildar franska þingsins, en kommún- istar, sem höfðu verið stærsti flokkurinn þar, nær því þurrkaðist út. Hinn 17. nóvember átti De Gaulle hershöfðingi tal við blaða- menn og ber það viðtal þess Ijósastan vott, hvemig málin nú standa. Þar segir svo: „París í gærkveldi. De Gaulle hershöfðingi réðist harka- lega á stefnu þá, sem Bretland og Bandaríkin hafa tekið varðandi Ruhr, er hann átti tal við blaðamenn í París í dag. Sagði hann, að það væri „alvar- legasta ákvörðunin“, sem nokkur þjóð hefði tekið á þessari öld. — Hann deildi einnig á stefnu þessara tveggja landa í Þýzkalandsmálunum yfirleitt. Kvað hann þau róa að því öllum árum að koma á fót þýzku ríki, í von um að það yrði hliðhollt Vesturveldunum. — Rússar reyndu á hinn bóginn einnig að efla Þýzkaland, í von um að það snerist á sveif með þeim. En sannleikurinn væri sá, að ógjömingur væri að segja um það, hverjum Þýzkaland myndi fylgja að málum, ef það rétti við á ný. Hann sagði, að öflugt Þýzkaland myndi ætíð ógna friðnum í Evrópu. — Þá deildi hershöfðinginn og á yamar- bandalag Vestur-Evrópuríkjanna og kvað það ekki koma til greina, að vörn meginlands Evrópu yrði stjórnað af einu herráði, er sæti í London.“ Allt fram til þessa höfðu kommúnistar efnt til stórfelldra verkfalla urn allt Frakk- land, en nú hættu þeir við þau hvert af öðru og gáfust upp. Hvað hafði gerzt? Það þarf ekki mikinn „sjáanda“ til þess að sjá það. Rússar sáu hér nýjan leik á borði. Hér var i uppsigl- ingu tækifæri, sem hugsanlegt var að nota til þess að skjóta fleyg milli Breta og Frakka. Nokkrum dögum seinna barst sú fregn hing- að í útvarpi, að Leon Blum, aðalforingi franskra jáfnaðarmanna, hefði nýlega skrif- að grein í blað sitt, þar sem hann sagði að Rússar ynnu nú að því á bak við tjöldin að koma De Gaulle til valda í Frakklandi. Einhverjum kann e. t. v. að finnast þetta með ólíkindum, en það er langt frá því að svo þurfi að vera. Það mun sýna sig, er næstu kosningar fara frarn í Frakklandi, að De Gaulle sigrar þar stórkostlega. Eins og ég hefi áður bent á í greinum hér í Dag- renningu, eru sjónarmið Frakka og Rússa gagnvart Þýzkalandi ekki ólík, og vel mætti fara svo, að sömu örlög biðu De Gaulles og Hitlers, að hann glæptist til samninga við Rússa til þess að reyna að hefja Frakk- land „til vegs“ á ný. En hvað sem því líður, þá er hitt víst, að fyrsti alvarlegi ágreining- urinn rnilli Frakka og Engilsaxa er nú kom- inn í ljós — út af Ruhr og Þýzkalandsmál- unum yfirleitt — og hann kom í ljós í ræðu sjálfs Frakklandsforseta einmitt 11. nóvem- ber 1948. DAGRENNING 25

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.