Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 18

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 18
halda hlutunum leyndum, eins og á sér stað oft á hemaðartímum. Sá atburður, sem menn hafa veitt mesta athygli af öllum þeirn atburðum, er tengdir hafa verið spádómsdögum Pýramidans mikla, var innrás Engilsaxa á meginland Evrópu, 6. júní 1944. Að sá atburður vakti meiri furðu en flestir hinna stafaði eingöngu af því, að hann kom óvænt. Og hann kom óvænt eingöngu af því, að þar var um stór- kostlegt hernaðarleyndarmál að ræða, sem enginn mátti um vita fyrr en tíminn var kominn. Ef þá hefði mátt tala og rita um alla hluti, líkt og nú má í lýðfrjálsum lönd- um, hefði engum þótt það neitt sérlega rnerkur viðburður. Menn hefðu þá verið búnir að frétta um ýmsan undirbúning, s. s. fundahöld og flutninga í sambandi við inn- rásina og því ekki talið það til neinna heims- sögulegra tíðinda, þegar „lokaþátturinn hófst“. Þetta skulu menn ávallt hafa í huga, þeg- ar þeir dæma urn það, hvort einn atburður marki tímamót eða ekki. En hér er enn fleira, sem til greina kem- ur. Hvers vegna gerðust þessir atburðir ein- mitt um þetta leyti — einmitt þessa nóv- emberdaga? Hvers vegna voru þessar greinar ekki í blöðunum t. d. í október eða þá ekki fyrr en síðast í nóvember eða í desember? Svarið við þessum spumingum er eitt — og aðeins eitt. Það er hinn mikli og óvænti kosningasigur Trumans Bandaríkjaforseta, sem var aðalástæðan. Lítum á málið sem snöggvast í lieild. — Þegar sýnt þótti á árinu 1947, að ekki vrði neinurn sanmingum náð við Rússa um sam- eiginlega pólitík í Evrópu og í alþjóða- málurn yfirleitt og öllum var augljóst, að þeir hugðust fara sínu frarn, hvað sem hinir fornu samherjar þeirra sögðu, og hvað sem hið nýja þjóðabandalag, Sam- einuðu þjóðimar, samþykkti eða ætlaðist til, kom þar, að Bandaríkin tóku forustuna fyrir myndun varnarbandalags gegn Rússum og vfirgangi þeirra. Þetta bandalag hófst með Marshall-aðstoðinni svo nefndu, sem allir vita nú nokkur skil á, svo óþarft er að rekja það frekar hér. Sextán ríki gerðust aðilar að því samkomulagi og var ísland eitt þeirra. Næsta skrefið var hið svo nefnda Benelux- bandalag, en það er varnar- og hernaðar- bandalag Breta, Frakka, Hollendinga, Belga og Luxemborgarmanna gegn árásarhættu af hendi Rússa og fylgifiska þeirra. Það banda- lag styðja Bandaríkjamenn einnig með vopnasendingum og hvers konar hemaðar- legri aðstoð. Hinn frægi hershöfðingi, Mont- gomery marskálkur, er æðsti yfirmaður þessa hemaðarbandalags. Loks er svo þriðja bandalagið, sem nú er í uppsiglingu, en það er Norður-Atlantshafs- bandalagið, sem ætlast er til að nái til allra þeirra landa, sem liggja að eða í Norður- Atlantshafi, og það er einmitt þetta banda- lag, sem spádómurinn 11. nóvember átti við eins og betur mun sýnt verða síðar í þessari grein. Með því bandalagi, þegar það er að fullu komið á laggirnar, er grundvölíurinn Iagður að fullnaðar sameiningu allrar ísraels- þ/óðarinnar í eitt stóikostlegt ríkjasamband, er verður svo öflugt, að enginn fær reist rönd við því. Allt er þetta samfelld þróun, en eins og ég hefi margoft bent á áður, eru aðeins þeir atburðir sýndir á almanaki Pýramidans rnikla, sem tákna úislitastundina eða fulln- aðarákvörðunina, hvort sem sá atburður er í vorum augum smár eða stór. VI. Ég vík þá aftur að spurningunni: Hvers vegna gerðist þetta einmitt þessa nóvember- daga? Hvers vegna eru þessar fréttir einmitt þessa daga, 9., 10. og 11. nóvember, í blöð- unum, en ekki einhverja aðra daga, t. d. 3., 16 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.