Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 16

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 16
Á Washingtonráðsteínunni er talið að fyrst og fremst verði tekin afstaða til þess, livort og hvenær bjóða eigi öðrum ríkjum en ofangreindum að taka þátt í hinu fyrirhugaða hernaðarbanda- lagi. Munu rnargir líta svo á, að banda- lagið nái ekki takmarki sínu, nema Skandinavía og ísland gerist aðilar að því, en talið er nokkurn veginn fullvíst, að stjórnir Danmerkur og Noregs hneig- ist til þátttöku. Umræður um hervamabandalagið hafa farið fram í Washington undan- farna fjóra mánuði. Þar sem kosning- um í Bandaríkjunum er nú lokið, er fátt því til fyrirstöðu, að gengið verði end- anlega frá bandalagshugmyndinni, enda er Truman henni mjög hlynntur." Sama dag og þessi frétt er í Morgunblað- inu, getur að lesa á öftustu síðu í Þjóðvilj- anum þriggja dálka fyrirsögn svohljóðandi: „HernaðarbandaJag VesturveJdanna ófullkomið án Ísíands. Gengið frá stofnun Norður-Atlantshafs- bJaJckar upp úr áramótunum." Því næst segir blaðið: „Ekkert liernaðarbandalag ríkjanna við Norður-Atlantshaf getur talizt full- kornið. nema ísland og önnur Norður- lönd séu aðilar að því, sagði brezka út- varpið í gær eftir fréttaritara sínum í Washington. Fréttaritarinn taldi að stjórnir Norðurlanda myndu bráðlega taka ákveðna afstöðu til þátttöku í hinu fyrirhugaða hernaðarbandalagi. Kvað fréttaritarinn ríkisstjórnimar á Norður- löndurn hafa viljað bíða átekta fram yfir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hann skýrði ennfremur frá því, að ráð- stefna Bretlands, Frakklands, Bandaríkj- anna og Beneluxlandanna myndi koma saman í Washington eftir áramót til að samþykkja sáttmála fyrir Norður- Atlantshafsblökk, sem sendiherrar Vest- urblakkaríkjanna og Kanada í Washing- ton vinna nú að ásamt Lovett aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á þess- ari ráðstefnu verður einnig ákveðið livaða ríkjum öðrum skuli boðið að ger- ast aðilar að Norður-Atlantshafsblökk- inni og hvenær það boð verði sent.“ (Þjóðv. 9. nóv. '48). í Alþýðublaðinu er þessarar sömu fréttar getið hinn 9. nóv., en í því blaði birtist auk þess 10. nóv. s.l. þessi frétt: Viðræður hef/ast um Atlantshafsbandalag innan tíu daga. í ráði að b/óða Portúgal, íslandi og fleiri Norðurlöndum á nýjan fund fyrir jól. Blaðið segir því næst: „Lundúnafregn í gær skýrði frá því, að sendilierrar hinna fimm ríkja Vestur- Evrópu bandalagsins og Kanada muni innan tíu daga hefja viðræður við full- trúa utanríkisráðuneytisins í Washing- ton um fyrirhugaðan sáttmála um Norð- ur-Atlantshafsbandalag. Verða rnegin- verkefni fundarins þau, að gera uppkast að hinurn fyrirhuguða sáttmála og at- huga, hvaða fleiri löndum verði boðin aðild að bandalaginu. Var greint frá því í þessari sömu frétt, að líklegt þyki, að haldinn verði annar fundur um þessi mál fyrir jól og að hugsanlegt sé, að sendilierrar Portúgals og íslands og ef til vill fleiri Norður- landaþjóðanna sitji hann, ásamt sendi- herrum Bretlands, Frakklands, Benelux- landanna og Kanada. Endanleg ákvörðun urn stofnun 14 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.