Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 5

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 5
JÓNAS GUÐMUNDSSON: I. Sú skoðun hefir rutt sér meir og meir til rúms meðal kristinna þjóða á síðari áratugum, að sagnir þær, er geyrnzt hafa um ýmsa „yfir- náttúrlega“ atburði í sambandi við fæðingu Jesú, séu helgisagnir svo kallaðar, en með því er átt við það, að sögur þessar séu ósann- ar, og aðeins fagur tilbúningur, — eins konar gyllt — en ósönn — umgjörð utan urn liina helgu mynd sjálfa. Fæstir draga þó enn í efa að Jesú hafi raun- verulega fæðst og flestir eru einnig ennþá þeirrar skoðunar, að hann hafi fæðst í Betle- hem í Júdeu. Þó hafa ýrnsir lærðir menn síðari tíma dregið fæðingu hans í efa, en um það atriði verður ekki rætt nú. Að hinu var ætlunin að víkja, hvort sagan um hina miklu f\'rirburði sé sönn frásögn eða helgisögn, eins og nú mun almennt álitið. Þegar frásagnir guðspjallanna eru athug- aðar og bomar saman, kemur það í ljós, að hvorki Markúsarguðspjall né Jóhannesar- guðspjall segja frá fæðingu Jesú. Þau segja heldur ekki frá neinum furðulegum atburð- um í sambandi við fæðingu Jóhannesar skír- ara, en einnig í sambandi við fæðingu hans gerðust ýmsir yfimáttúrlegir atburðir eftir því sem hin guðspjöllin — sérstaklega Lúk- asarguðspjall — greina frá. Allar frásagnirnar um hina furðulegu at- burði, sem tengdir eru fæðingu Jesú, er þess vegna að finna í hinum tveim guðspjöllun- um, Mattheusar og Lúkasar. En Mattheusarguðspjall segir ekki frá rieinum sérlegum furðusögnum öðrum en vitrunum Jósefs í sambandi við Maríu heit- konu hans og flótta þeirra til Egiptalands. Það segir og frá komu vitringanna, sem varð til þess að Heródes fékk vitneskju um fæðingu Jesú, en sú vitneskja leiddi til hinna hræðilegu bamamorða í Betlehem og ná- grenni hennar. Niðurstaðan verður því sú, að það verður Lúkas, sem segir allar furðu- sögurnar í sambandi við fæðingu Jesú og Jóhannesar skírara. Lúkas guðspjallamaður er talinn hafa verið læknir og lærisveinn Páls postula og mönnum kemur saman urn að einna mest samræmi sé í frásögn hans, allra guðspjallamannanna, og mætti það vel stafa af því, að hann hafi bæði sökum meiri lær- dóms verið færari um að setja fram frásagn- irnar, en þó sennilega einkurn af því, eins og hann segir sjálfur í formálsorðum guð- spjallsins, að hann hafi „rannsakað allt kost- gæfilega frá upphafi“ til þess, eins og hann einnig segir á sama stað, að geta ritað „fyrir þig samfellda sögu um þetta, göfugi Þeó- filus“. Af þessu má m. a. ráða það, að Lúkas hafi reynt að kynnast þeim heimildum, sem sæmilega greiður aðgangur var að og á þeim heimildum byggi hann frásögn sína, frekar en eigin reynslu. Hann byrjar frásögnina á presti einum að nafni Sakaria. Prestur þessi var af flokki Abia og gegndi musterisþjón- ustu í Jerúsalem vissa tíma, „eftir röð flokks síns, samkv. venju prestsdómsins“, eins og segir í guðspjallinu. Öll er þessi frásögn rétt, DAGRENNING 3

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.