Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 28

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 28
Hin þjóðin, sem til mála getur komið í þessu sambandi, er eins og áður var sagt Kínverjar. Þar liefir geisað svokölluð borgarastyrjöld síðan ófriðnum við Japani lauk. Auðvitað er hér ekki um neina borgarastyrjöld að ræða, heldur er þarna á ferðinni grímuklædd styrjöld Rússa við Kínastjóm, innrás Rússa í Kína. Rússar létu fimmtu herdeild sína, kommúnistana í Kína, hefja þessa styrjöld þegar í stað, er þeir höfðu gert vináttusamn- ing við Kínastjóm. Bandaríkin revndu í fyrstu að miðla málum í Kína og var Mar- shall, núverandi utanríkisráðherra, sá, sem sáttatilraunimar framkvæmdi. Þær komu að engu gagni og þeir munu hafa skilið ósáttir, Marshall og Chiang Kaisék. Síðan hafa Bandaríkin að vísu hjálpað Kínverjum veru- lega, en ekkert á móts við það, sem þurft hefði, ef sigur átti að vinnast á kommún- istum. Nú gerðust þeir atburðir 9. nóvember s.l., að kommúnistar í Kína hófu stórfellda sókn inn í Mið-Kína og hafa nú á fáurn vikum náð miklum hluta Mið-Kína á sitt vald. Svo virðist sem þeir rnuni fljótlega ná öllum þýðingarmestu stöðvunum þar á sitt vald, en stjóm Chiang Kaisék rnuni hörfa suður á bóginn. Margt bendir til að snögg umskipti geti orðið í Kína. Nú hefir Chiang Kaisék sent konu sína í liðsbón til Bandaríkjanna, en talið er að henni muni ekki verða þar mikið ágengt. Vel rná því svo fara, sem Kína tap- ist að fullu til kommúnista fyrr en varir. Og nú (25. des.) hafa Bandaríkin lýst yfir að þau hætti a. m. k. í bili allri aðstoð við Kína. Stjómin, sem þar var, er fallin og ný stjórn er tekin við, sem líklega mun reyna að semja frið við kommúnista. Það er vitað, að Marshall, sem mestu ræð- ur um utanríkisstefnu Bandaríkjanna, telur, eða hefir til þessa talið, að það væri kín- versku þjóðinni enginn fengur að klíka sú, sem sty'ður Chiang Kaisék, næði algjörum yfirráðum yfir öllurn Kína, því að hún væri gjörspillt og hugsaði rnest um eigin hag og auðmannastéttar landsins, en léti alþýðu rnanna lifa við skort og kúgun, eins og áður hefði verið. Hann virðist nú verða að horf- ast í augu við það, að taka ákveðnari afstöðu en áður var. Kína er nú að verða kommún- ismanum að bráð. Það er aðeins eitt af mörg- urn löndurn í Asíu, sem fara þá leið. Menn eiga bágt með að átta sig á því, að svo þurfi endilega að fara og er það kannske að von- um. En menn verða að muna það, að nú standa yfir í heiminum algjör tímamót. Hið garnla verður að hverfa til þess að hið nýja geti vaxið upp. „Hið gamla“ er í Kína hin foma skipan mála þar, sem nú er verið að brjóta niður. Niðurbrotið annast kornmún- istar þar eins og annars staðar, en uppbygg- ing hins nýja framtíðarríkis kemur frá ísra- elsmönnum nútímans — því að af þeim skulu „allar þjóðir jarðarinnar blessun hljóta". X. Hér hefir þá verið gerð grein fyrir því, sem gerðist spádómsdagana kringum 11. nóv- ember s.l. og er það þetta í stuttu máli: r. Ákveðið var að gengið skyldi til stofn- unar bandalags með þeim þjóðum, sem mestra hagsmuna eiga að gæta við Norð- ur-Atlantshaf. 2. Bretar ákváðu þá að brevta afstöðu sinni til hins nýja ísraelsríkis í Pale- stínu og hefir nú tekizt samvinna með þeim og Bandaríkjunum um stuðning við hið nýja ríki ísraels. 3. Frakkland og Kína sýndu fyrstu, aug- ljósu merki þess, að þau mundu tapast hinum vestrænu samtökum. Það var þá þetta, sem gerðist, og allur þorri manna mun ekki hafa tekið eftir því, 26 dagrenning

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.