Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 40

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 40
kona, en gift rússneskum manni, í fullri einlægni að leiða athygli þeirra, sem ein- hverju gætu til vegar komið í þessu efni, að þessu mikilvæga menningarhlutverki." Út af þessu bréfi frú Bessanov virðist „Times“ hafa snúið sér til aðalritara Biblíu- félagsins brezka, sem látið hefir blaðinu í té eftirafarandi athugasemd: „Eina leiðin til þess að koma Biblí- urn til Rússlands er sú, að ná samn- ingum þar um við hina orthodoxu kirkju Rússlands, en sú kirkja tekur að- eins við Biblíum, sem þýddar eru undir hennar umsjá. En þó reynt hefði verið að finna aðrar leiðir til þess að koma Biblíum þangað, hefðu þær tilraunir vafalaust strandað á stjórnmálalegri and- stöðu, því að ekki hefði verið um það að ræða að innflutningur fengist til Rússlands á öðrum Biblíum en þeim, sem Rússar hefðu löggilt eða þá gefið út sjálfir. Lesendur vðar (þ. e. Times) munu eiga hægt með að skilja það, að þýðingarlaust er að leggja stórfé í út- gáfu Biblíunnar á rússnesku, þegar úti- lokað er að sú tilraun beri nokkum árangur." Það eru sjálfsagt ekki margir íslendingar, sem hefir dottið það í hug, að þannig væri ástatt í hinu mikla „menningarríki sósíal- ismans", ríki hins „fullkomna frelsis“ og hins „fullkomna lýðræðis“, að þar skuli Biblían ekki einu sinni vera til á nútíma máli. En ef betur er aðgætt, er þetta ekki neitt furðulegt. Grísk-rónrverska kirkjan, sem er aðalkirkja Rússlands, hefir, eins og róm- versk-kaþólska kirkjan, haldið Biblíunni lok- aðri fyrir almenningi, með því að nota hana á máli, sem almenningur skilur ekki — latínu. Um skeið var það lífshætta að eiga Biblí- una og lesa í henni. Kaþólska kirkjan lét gjarnan lífláta slíkt fólk eða pynda það og ofsækja. Biblían er enn í dag ófáan- leg í bókabúðum í París, nema hjá lúthersk- unr söfnuðum. Síðan kommúnistar tóku völd í Rússlandi hefir ekkert breytzt til batnaðar í þessu efni, nema síður sé. Guðs- afneitunarfélagsskapur kommúnista er ein- hver öflugasti félagsskapur í ríkinu og má nærri geta, að hann beitir sér ekki fyrir út- gáfu Biblíunnar né útbreiðslu hennar. Kenningar Kristindómsins eru auk þess al- gjörlega gagnstæðar kenningum kommún- isrnans, þótt einstaka einfeldnings-prestar séu stundum að reyna að halda fram því gagnstæða. Kristindóminum — þ. e. a. s. hinum sanna kristindómi — fylgir frelsi, sannleiksleit og umburðarlyndi, en komm- únisminn byggir tilveru sína á ófrelsi, lýgi og undirokun. Kristindómur rómversk-kaþólsku kirkj- unnar, meðan hún var og hét — og raunar enn, og kristindómur grísk-kaþólsku kirkj- unnar, er enginn kristindómur, heldur að- eins sérstök tegund af heiðindómi, mun verri en t. d. hin forna Ásatrú var að ýmsu leyti. Vald þessara kirkna er líka í spádórn- um Biblíunnar (Opinberunarbókinni) tákn- að með dýri, sem hefir „tíu horn og sjö höfuð“, og skyldi vald þessa dýrs endast því í „fjörutíu og tvo mánuði“ eða 1260 ár, enda reyndist það svo, að sá varð valdatími Róma- ríkis og „Hins heilaga rómverska ríkis“, — þ. e. rómversk-kaþólsku kirkjunnar. — Það er ekki talið til menningar í ríki hins fullkomna sósíalisma, að þekkja „hindur- vitni“ Biblíunnar, sem Þjóðviljinn héma tal- ar stundum um. En meðan það er svo, að heimurinn sér ekki, eða fær ekki að sjá, það Ijós, sem Biblían ein rnegnar að kveikja í hugum kynslóðanna, getur mannkynið ekki snúið burt af þeim villigötum, sem það nú gengur. J. G. 38 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.