Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 17

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 17
Norður-Atlantshafs bandalagsins r'erður hins vegar ekki tekin fyrr en Banda- ríkjaþing kemur sarnan til funda í jan- úarmánuði. En líklegt þykir, að undir- búningi málsins verði þá langt komið, enda er hann mun auðveldari eftir end- urkosningu Trumans, en áður, því að hún tryggir, að sömu menn og undan- farin ár móti utanríkismálastefnu Banda- ríkjanna og afstöðu þeirra til annarra þjóða." Ríkisútvarpið sagði með svipuðum hætti og Alþýðublaðið frá þessum fréttum 10. nóvember og Þjóðviljinn einnig n. nóvem- ber undir fyrirsögninni: „íslenzkur fulltrúi á hernaðarráðstefnu í Washington?“ Fleiri innlend blaðaummæli um bandalag þetta mætti nefna, en þess er ekki þörf. Hefi ég talið rétt að taka ummæli blaðanna orð- rétt upp, svo að þau geymist hér þeim, sem athuga þetta mál betur í ljósi þeirra atburða, sem eiga eftir að gerast í sambandi við bandalagsstofnunina sjálfa, þegar henni verð- ur hrint í framkvæmd. (Sjá ennfr. bls. 19.) IV. Því miður er það svo, að hingað til lands berast nú sárfá erlend blöð og tímarit. Þau fást ekki lengur í bókabúðum og eina leiðin til þess að afla sér þeirra er að fá þau lánuð hjá mönnum, sem fá þau send gefins frá vinum sínum erlendis. Það má nú segja að hér er unr „nýsköpun" á sviði menningar- mála að ræða, sem vart mun eiga sinn Hka í heiminum, utan Sovétríkjanna, þar sem erlend blöð eru yfirleitt bönnuð, — og það er því miður i ýmsu fleiru en þessu, sem ýmislegt er orðið næstum óhugnanlega keim- líkt hér og í því ríki. — En sleppum því að sinni. — Mér hefir tekizt að ná í vikuútgáfur af tveim brezkum stórblöðum „The Times Weekly“ frá 10. nóvember s.l. og „The Manchester Guardian Weekly“ frá 11. nóv. s.l. að láni frá góðvini mínum hér í bænum. í báðum þessum blöðum eru þessa daga greinar urn Atlantshafsbandalagið fyrirhug- aða. Greinin í Times heitir: „Towards a North Atlantic defence Pact“, en í Man- chester Guardian: „North Atlantic Defence Treaty“. í báðum þessum greinum er skýrt frá því, að þessa daga sé að hefjast loka- þátturinn í undirbúningi að stofnun Norður- Atlantshafs vamarbandalags. Greinin í Manch. Guardian er dagsett 8. nóvember og hún byrjar með þessum at- hyglisverðu orðum: „In the next day or two the final stage will begin“ 0. s. frv. (Þ. e.: „Eftir einn eða tvo daga mun lokaþátturinn hefjast“ o. s. frv.) Greinin er, eins og áður segir, skrifuð 8. nóv., svo að þetta þýðir: 9. eða 10. nóvember. Það reyndist og svo, því að þá daga voru gefnar út opinberar tilkynningar bæði í Kanada, Bandaríkjun- um og Bretlandi um það, að lokaviðræður að undirbúningi að vamarbandalagi Norður- Atlantshafsþjóðanna væru að hefjast. V. Þótt svona greinilega sé sagt frá hinum markverðustu atburðum í blöðum og útvarpi og menn tali sín á milli um þá dag eftir dag, er blindnin svo mikil, að menn koma ekki auga á mikilvægi þeirra. Ástæðan fyrir þessu er aðallega sú, að ávallt er nokkur að- dragandi og undirbúningur að hinum merki- legustu atburðum og um þá talað jafnvel löngu áður en nokkuð er farið fyrir alvöru að vinna að málunum. í þeim löndum, þar sem prentfrelsi er og málfrelsi, furða menn sig þess vegna ekkert jafnvel á stórviðburð- um. Þeir „liggja í loftinu" nokkurn tíma, áður en þeir gerast. Þessu er öðru vísi farið, þegar svo stendur á, að nauðsynlegt er að DAGRENNING 1S

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.