Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 32

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 32
austri. íslendingar ættu nú að hafa lært nóg til þess að láta ekki blekkjast aftur til fylgis við það ógæfulið. Að vísu mundi Guð, sem varðveitt hefir þessa þjóð vopnlausa í tveim heimsstyrjöld- um, megna að varðveita hana enn, þótt hún sýndi þá heimsku að reyna ekkert sjálf til verndar sér. Af þeirri ástæðu þyrfti því ekki að óttast, þó yfir skylli ný heimsstyrjöld, ennþá ógnþrungnari en fyrr. En það er ann- að, sem taka verður með í reikninginn og það er þetta: íslenzka þjóðin veit það nú og skilur að henni ber að vera í flokki systra sinna — annarra ísraelsþjóða —, sem auk þess að vera henni náskyldar, eru einu þjóð- ir jarðarinnar, sem virða og meta það per- sónufrelsi og sjálfræði, sem íslendingar telja, og hafa frá öndverðu talið, hið eftirsóknar- verðasta af öllurn gæðum þessa lífs. Að svíkja þessar frændþjóðir sínar á örlagastund þeirra — og sinni eigin — væri meiri glæpur en orð fá lýst. Einn af kennurum Háskóla íslands, séra Sigurbjörn Einarsson, hefir nú á ný gerzt talsmaður þess, að íslendingar svíki málstað frelsisins og neiti að taka þátt í samstarfi þeirra þjóða, sem einar varðveita kristna menningu. Man séra Sigurbjöm Einarsson og aðrir kennarar Háskólans hver það var, sem sagði: „Á ég að gæta bróður míns?“ Ef ísland bregst nú skyldu sinni um samstarf við frændþjóðir sínar, tekur það á sig hlutverk svikarans, sem um engan hugsar. nema sjálf- an sig. Það væri grátlegt, ef í Norðurlanda- hópnum fyndist þó ekki væri nema ein slík þjóð, sem spyr: „Á ég að gæta bróður míns?“, og sízt af öllum má það verða ís- lenzka þjóðin. Þá er og hitt, að hér á landi er nú starf- andi stór flokkur föðurlandssvikara og land- ráðamanna — Sósíalistaflokkurinn — og honum fylgja að málum margir menn, grímuklæddir erindrekar hinnar kommún- istisku stefnu, menn, sem af hræðslu eða öðmm hvötum enn verri gerast til þess að reyna að leiða slíkt böl yfir þessa þjóð, að hún mundi upprætt verða, ef ráðum þeirra verður fylgt. Þessa fimmtu herdeild verður þjóðin að þurrka út með því að svipta hana öllu fylgi. Hinir fáu leigðu misindismenn kommúnista hér á landi fá sinn réttláta dóm síðar, en þjóðin sem heild verður að þola dóminn, ef hún leggur þeim lið í kosning- um eða á annan hátt. Á árinu 1950, þegar næstu kosningar fara fram, á enginn komm- únisti að komast á þing né í nokkra sveitar- stjóm. Þá mun þjóðin ekki þurfa að þola dóm þeirra vegna. Það eru aðeins aumingjar, sem hugsa þannig, að það geri ekkert til, þó að við sé- um vamarlausir, það hafi tvisvar tekizt að sleppa lítt skrámaðir og eins geti farið enn. Bretar og Bandaríkjamenn komi nógu snemma til að afstýra hættunni. En muna ætti a. m. k. séra Sigurbjöm Einarsson, að skrifað stendur: „Ekki skalt þú freista Drott- ins Guðs þíns!“ Nú sjáum við hættuna fyrir og nú ætlast Guð þess vegna til þess að vér gemm vora skyldu. Það er ekkert verra að helmingur þjóðarinnar falli hreinlega í styrjöld, ef því er að skipta, en að murkað verði úr honum lífið sem „áhorfanda“ að risaátökum tveggja stórvelda. Fyrri kosturinn er miklu sam- boðnari drengskaparþjóð, og það er furðu- legt, að maður eins og sr. Sigurbjöm Ein- arsson, sem hefir gert sér mikið far um að kynna íslendingum hina hetjulegu baráttu Kaj Munks, hins danska prests og skálds, að hann skuli prédika hér hlutleysi. Kaj Munk vildi ekki vera hlutlaus — og kannske var það þess vegna, sem hann var myrtur. Hver getur verið hlutlaus gagnvart kúgun- inni, lýginni, rógnum og blekkingunum, nema bleyðan? 30 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.