Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 12

Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 12
sem getur í sannleika svarað og vill svara bænum þeirra. Heródes konungur sendi eftir mér í fyrra- dag, og er ég hafði sagt honum af Guði vorum Gyðinga og rnörgum þeirn máttar- verkum, sem hann hafði gert fyrir feður vora og fyrir oss sem þjóð, þá virtist hann hugsa að ef til væri slíkur Guð, sem vér segjum, þá væri stórum betra að treysta honum, heldur en goðunum, sem Rómverjar hafa gert úr tré, steinum og jámi; og jafnvel gull- goðin voru máttarvana. Hann sagði, að gæti hann vitað að barn þetta, sem englarnir sungu um, væri sams konar Guð eins og sá, er leiddi ísraelsmenn yfir Rauðahafið og frelsaði Daníel og þá þrjá úr eldinum, þá myndi hann hafa tekið allt aðra afstöðu gegn því. Hann var þeirrar skoðunar, að sveinbarn þetta væri komið til þess að reka Rómverja af eign sinni og ríkja sem ein- valdsherra í keisarans stað. Og ég hefi komizt að raun urn, að þetta er almenn skoðun í heiminum, þar sem ég hefi spurnir af, að fólk þráir og er albúið að taka við þeim Guði, sem getur sýnt að hann er svo máttugur, að mannkynið geti treyst honum á hörmungatímum, og geti hann birt vinum sínum þann mátt, munu óvinir hans óttast hann og allir lýðir jarðar munu þannig hlýðnast honum. Og mig uggir, að þetta verði þjóð vorri til erfiðleika. Hún mun ætlast til að hann verði tímanlegur frelsari, og mun reyna að einskorða hann við oss Gyðinga, og þegar athafnir hans fara að ná til allra jarðarbúa, í kærleika og ástúð, eins og berlega er sýnt í níunda kafla hins heilaga spámanns, þá óttast ég að Gyðingamir hafni honum; og í rauninni erum vér varaðir við því í þriðja þætti spádóms Jeremia. Til þess að forðast þetta, verður að kenna ísraelsmönnum að spádómi Jesaja lýkur ekki með herleiðing- unni til Babyloníu og afturkomunni til kon- ungsríkis himinsins, og hjól Esekiels snúast hvorki í stjórnmálalegum né andlegum skiln- ingi á himni uppi, heldur hér á jörðu og eru tákn jarðneskra stjórnarbyltinga eða um- breytinga, og sýna að rniklir atburðir eiga að gerast og þessi í Betlehem þeirra mestur. Hvorki megum vér einskorða útsýn Daníels við sigurvinninga Makkabea, né reyna að leysa úr þessu mikilvæga máli með árangurslausum heilabrotum um hvað spá- maðurinn hafi átt við, eða sjálfur kunnað að álíta, að hann ætti við, heldur verðum vér að athuga í einu lagi lífræna heikl spádóm- anna allra urn að ríki þessa heims verði lögð undir ríki frelsara allra manna. Vér Gyð- ingar erurn eina þjóðin, sem Guð hefir trúað fyrir þessari mikilvægu gátu, og auðvitað mænir allt mannkyn til vor og væntir þess að vér ráðum hana; og Jrar eð Guð hefir trúað oss fyrir þessurn hlutum, gerir hann oss ábyrga fyrir því, ef oss fatast að bregða réttu ljósi á þá. Mig uggir, að fram til þessa tírna hafi þjóð vor verið eins skipt í skoð- un um eðli þessa verks eins og aðrar þjóðir og ef til vill skjátlast þar engu minna. Ég verð þess var, er ég tala við Rómverja, Grikki og aðra, að það, sem þeir vita um að Gyð- ingar vonist eftir frelsara, er allt frá Gyð- ingurn sjálfum, annaðhvort beint eða óbeint; og frá þeim var það, sem Heródes fékk þá hugmynd, að búizt væri við jarðneskum kon- ungi, sem myndi ríkja og stjóma með valdi jarðneskra vopna. En ef vér athugum and- legu hlið spádómanna, er starf hans það að gera allar þjóðir að einu bræðrafélagi, að setja ástúð í stað laga, svo að hjarta slái með hjarta í eindrægni og ástúð og alheims frið- ur sé ríkjandi lögmál. Hvar sem einn maður hittir annan skulu þeir vera vinir. Hvað annað getur spámaðurinn átt við í níunda kafla spádómsins, þar sem hann talar um að konungur þessi skuli eyða öllum vopn- um vegenda og breyta þeim í nytsörn áhöld 10 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.