Dagrenning - 01.12.1948, Blaðsíða 10
í sannleika rennur fortíð öll saman við það,
sem nú blasir við augurn, og verk Guðs á
liðnum öldum taka nú fyrst að skýra sig á
vorum dögum, og það, sem nú gerist, er að
færa oss á Guðs vegu hér á jörð. Vér berum
lotningu fvrir þessum guðsmönnum og ætt-
urn því ekki að misnota orðalag þeirra. Vér
skulum taka til dæmis orð Jesaja, þar sem
hann spáir fyrir herleiðingu ísraelsmanna í
stað þess að hugga hina herleiddu. Lúta sum
orð hans að komanda ástandi og orsökum
til þess, en önnur eru ilmandi af huggun til
ísraelsmanna, meðan þeir eru í útlegðinni,
og rík af hinum blessuðu loforðum fyrir síð-
ari tírna.
En látum rtú spádóminn bera oss áfram
með spámanninum til komanda tíma, langt
yfir fvrri konungsríki þessa heims til dýrð-
arríkrar framtíðar, án þess að skeyta um keis-
ara Rómaveldis, konunga Babyloníu eða
jafnvel Makkabea vora, en gleymum aldrei
því, að spámaðurinn er guðlegri andagift
gæddur og er talinn útvalinn og hæfur til
þess að birta bæði vilja og þekkingu Guðs.
Já, hann er „sjáandi". Spádómar hans eru
sprottnir af vitrunum, sem grípa og gagn-
taka alla hæfileika sálarinnar, og í afstöðu
sinni við Guð er spámaðurinn utan við lík-
ama sinn og óháður honum. Því lengra, sem
sálin kemst frá líkamanum, því athafnasam-
ari værður hún. Staðreynd þessi kemur glöggt
fram í draumum vorum. Kraftar sálarinnar
eru miklu athafnasamari í draumum vorum
en nokkurn tíma endranær, skynjunin er
gleggri og tilfinningarnar miklu nærnari, er
vér sofum, heldur en í vöku. Vér sjáum og
þessa rnerki hjá deyjandi manni. Augu hans
verða venjulega skærari; sálin frjálsari og
hann verður ósíngjarnari, er hann líður á
braut og nálgast eilífa lífið.
Þannig er spámaðurinn. Hann verður svo
'nátengdur Guði, að persónulegar ádeilur
hans virðast óskammfeilnar, en það er ein-
ungis Guðs kraftur, sem í honum býr og
magnar sálina og leggur eld í orðin. Þannig
var um það hrífandi spásagnarmál, sem ég
vakti athygli yðar á. Mér virðist að þessir
Drottins menn hafi glögglega séð hið vax-
andi Ijós; Jreir sáu för meyjarinnar; þeir sáu
ósjálfbjarga barnið í fjárskýlinu; þeir heyrðu
hinn magnþrungna söng himneskra her-
sveita; þeir sáu valdafýkn mannlegs eðlis í
rómversku hermönnunum, sem reyndu að
stytta baminu aldur, og Jreir sáu í ungbarni
þessu mannlegt eðli í ósjálfbjarga og niður-
lægðu ástandi og svo virðist, að þcir hafi séð
vöxt þessa ungbarns til fullkomins manns.
Eins og hann verður umræðuefni heimsins,
skal tignareðli hans sigra allt; eins og hann
sleppur nú frá rómversku drottnurunum, eins
skal hann og að lokum hrósa sigri yfir heimi
öllum, og jafnvel dauðinn sjálfur skal að
vclli lagður.
\Aér, sem Gyðingar, trúum um of á vtra
útlit, en hugmynd sú, er vér öðlumst um
konungsríki himins, er öll jarðnesks eðlis og
bundin við form og siði. Spádómar þeir,
er ég hefi vikið að, og margar aðrar greinar,
sem ég gæti nefnt, benda ótvírætt til þess
að Guðsríkið verði að eiga upphaf sitt hið
innra með oss, í innra lifi og stjóma því,
og frá innra eðli voru verða allar ytri at-
hafnir vorar að renna í samræmi við opin-
berað og ritað orð Guðs og boðorð hans.
Þannig er um spádómsgáfuna, þótt hún noti
liin líkamlegu talfæri, stjómar hún jafnframt
öllum hæfileikum lífsins og skapar stundum
reglulega hrifningu, ekki ósjálfráða, eða með-
vitundarlausa, Jrótt vitundin losni um stund
við ytri tengsli. Þannig er sagt að spámaður-
inn tali orð Guðs til mannlegs lífs, eins og
Bilearn gerði. Þetta eigum vér Gyðingar að
telja hið allra mikilvægasta, og vér eigurn
að vera þess minnugir, að spámenn Guðs
eiga jafnt við framtíð og fortíð og ná til alls,
sem mannlegt cr. Þegar þeir tala um sér-
8 -ÖAGRENNING