Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 5
JONAS GUÐMUNDSSON:
4. nóvennber 1952
Vafasamt er að menn hafi almennt veitt
því athygli hve 4. nóvember s. 1. var atburða-
ríkur dagur meðal engilsaxneskra og nor-
rænna þjóða. Að vísu skyggði atkvæða-
greiðslan um forseta Bandaríkjanna, sem fram
fór þann dag, á aðra merkilega atburði. Þá
gerðust a. m. k. tveir aðrir atburðir, sem
Dagrenning vill vekja athygli almennings á
er snerta Bretland og Norðurlönd, því ein-
mitt nú er mönnum það nauðsynlegt að gefa
gætur „að tíð og tíma“ því nú fara í liönd
hin þýðingarmestu ár í sögu þessarar kyn-
slóðar.
EISENHOWER.
f ágústhefti Dagrenningar var því spáð,
að Eisenhower mundi verða kosinn, og
þá á það bent hvers vegna hann hlyti að
verða kjörinn. Þetta var svo enn áréttað í
októberheftinu þótt þá væri svo komið að
allir teldu að Stevenson, forsetaefni Demo-
krata, hefði betri spil á hendi en Eisenhower.
En allir þessir útreikningar brugðust og
Eisenhower var kjörinn með miklum meiri
hluta atkvæða. Hann sigraði glæsilegar en
nokkur annar forseti Bandaríkjanna hefir gert
nokkru sinni fyr. Hann hlaut um 30 millj.
atkvæði og um 7 millj. atkvæðum meira en
mótframbjóðandi hans.
Þess hefir nokkuð orðið vart að menn
hér og annars staðar skiptust í flokka um þess-
ar forsetakosningar, eins og raunar vill verða
stundum án þess menn geri sér Ijóst af
hverju þeir gera það. Ýmsir telja að stórbreyt-
ing rnuni verða á afstöðu Bandaríkjanna til
Evrópu vegna þess að Eisenhower tekur nú
við, og aðrir telja að Demokratar séu meiri
„lýðræðisflokkur," en Repúblikanar og því
sé „lýðræðið og heimsfriðurinn“ í meiri
hættu fyrst Eisenhower náði kosningu. Frá
sjónarmiði þessa rits er það ekki þetta, né
annað þessu slíkt, sem máli skiptir.
Nú er enginn „heimsfriður" heldur heims-
ófriður þótt ekki sé enn barist með skot-
vopnurn urn alla jörð. „Lýðræði“ er einnig
orðið af rnjög skornum skammti víðast livar
um heim, enda flestar þjóðir óhæfar til
sjálfstjórnaf að því er virðist. En af þeim
tveim flokkum í Bandaríkjunum, sem urn
völdin börðust þar, eru Republikanar sá
flokkurinn, sem vill varðveita sjálfstæði fylkj-
anna, einstaklingsfrelsi og einkaframtak og
berjast af raunhyggju gegn konnnúnisma, en
Demokratar vilja efla alríkið og skipuleggja
atv'innureksturinn með „alþjóðarhag" (þ. e.
hag sinna flokksmanna) fyrir augum. Barátta
Demokrata gegn kommúnisma hefir meira
verið í orði en á borði, eins og sýnt var fram
á í síðasta hefti, og mundi hafa orðið það
framvegis.
Hugmyndir manna um það, að hag Evrópu
ætti að vera ver borgið ef Eisenhower vrði
forseti Bandaríkjanna, en Truman eða Ste-
venson, eru annars næsta furðulegar. Það rná
óhætt fullyrða að enginn maður í öllum
Bandarikjunum þekkir betur Evrópu og skil-
ur betur þýðingu hennar í frelsisbaráttu vest-
rænna þjóða gegn hinni austrænu villi-
DAGRENNING 3