Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 13
eiginkona eða hjákona einhvers af þeirn ríkis- mðnnum, sem bjuggu á bökkum vatnsins. Þar lifði hún um skeið syndugu lífi, í þóttafullri óhlýðni við orð guðs og óskir fjöl- skyldu sinnar, þangað til hún vaknaði við að hlýða á kenningu Drottins vors og fékk upp- reisn hjá honum í húsi fariseans Símonar. Hinn síðast nefndi er sagður hafa verið tengdur heilagri Mörtu „með böndum blóðs og vináttu.“ (Ef þetta þýðir að Marta, sem sagt er að hafi verið miklu eldri en hin syst- kinin, hafi aðeins verið hálfsystir þeirra og sérstaklega skyld Símoni, er athyglisvert, að þegar María kemur þarna á heimilið til þess að sjá Frelsarann, er hún einnig að koma heim um leið, í vissurn skilningi.) í 5—9. kapitula er sagt frá fyrstu smurn- ingu og afturhvarfi heilagrar Maríu, og er þar fylgt nákvæmlega frásögn guðspjallanna. í 9. kapitulanum segir frá konunum, sem fylgdu Drottni vorum þegar hann ferðaðist um og boðaði konungsríki himnanna, þeim Jóhönnu, Súsönnu og Maríu Magdalenu. Sagt er ýtarlega frá sumum þeim kraftaverk- um, sem Drottinn vor gerði á þessu tíma- bili, einkanlega þegar konan, sem þjáðst hafði af blóðmissi, læknaðist við að snerta klæði hans. Oss er sagt að hún hafi verið frá Sesar- eu Filippi og heitið Marta. Enn fremur er sagt frá styttunni, sem reist hafi verið til minningar um þetta kraftaverk í Sesareu Filippi, og er sú frásögn mjög samhljóða því, sem sagnfræðingurinn Eusebius segir um það mál. í 10. kapítulanum er sagt, að það hafi verið í Magdölum, á aðsetri Maríu Magdalenu, sem Marta og María Magdalena veittu Drottni og lærisveinum hans beina, eins og skýrt er frá í Lúkasarguðspjalli (10. 38). í fylgd með Frelsaranum voru hinir tólf postular, lærisveinamir sjötíu og mikill fjöldi af göfugum konum, svo það er eðlilegt að hin heilaga Marta, eldri systirin og forsjá heimilisins, hefði nokkrar áhyggjur út af öllu, sem gera þurfti í sambandi við móttöku svona fjöimenns hóps. í þessum kafla kynnumst vér Marsellu, sem var þjónustustúlka og mat- selja á heimilinu og beið gestanna ásamt þeim heilagri Mörtu, Jóhönnu og Súsönnu. Um þetta leyti kom Frelsarinn oft til Mag- dala, á heimili heilagrar Maríu og heilagrar Mörtu og bjó þar, og þegar hann ferðaðist til fjarlægra staða og þær gátu ekki fylgt honum, sendu systurnar honum mat og aðrar nauð- synjar, annaðhvort með þjónustufólki heim- ilisins eða Júdasi frá ískariot, sem sá fyrir hann urn fé og vistir. Af þessari frásögn er svo að sjá, að það hafi verið á þessu heimili í Magdölum, sem Jesús var að kenna mannfjöldanum þegar móðir hans og bræður komu til að finna hann (eins og sagt er frá í Lúkasarguðspjalli, 8, 19—21,) og það var Marsella „kona mjög guðhrædd og trúuð,“ sem hóf upp rödd sína og sagði: „Sæll er sá kviður, er þig bar, og þau brjóst er þú mylktir.“ (Lúk. 8, 27). Sagt er að Frelsari vor hafi í annan tíma oft dvalið sér til hvíldar á hinurn heimilum þeirra Mörtu og Maríu — Betaníu við Jerú- salem og Betaníu við Jórdan; og það var í síðarnefndri Betaníu í Galileu, sem Dott- inn var dvaldi þegar honum barzt fregnin um veikindi Larzarusar, í Betaníu við Jerú- salem. Næstu kapitular (10.—16) fjalla um upp- risu Lazarusar, og er þar nákvæmlega fylgt frásögn Biblíunnar. 16. kaflanum lýkur með athyglisverðri predikun um hliðstæða lausn mannsins frá dauða og syndum, og því hald- ið fram, að iðrist maðurinn af hjarta synda sinna, en eigi þess ekki kost, að fara hina venjulegu hjálpræðisleið syndajátningarinn- ar og kirkjulegrar aflausnar („confidentei pronuntio“) „fullyrði ég, að sé syndajátning- in ekki viljandi vanrækt, heldur hamli því óviðráðanlegar ástæður, þá muni yfirprest- DAGRENN I NG 11

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.