Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 14
urinn sjálfur framkvæma það sem hinn dauð- legi maður gat ekki framkvæmt, og Drottinn telja það gert, sem syndarinn hefði viljað gera, en gat ekki.“ Bæði efni og orðalag þessarar greinar virð- ist minna mjög á þennan merkilega höfund, og engum, sem les handritið, mun koma til hugar að það sé falsað. DAUÐI JESÚ OG UPPRISA. í 11. kapítulanum komum vér að sabbats- deginum fyrir píninguna, þegar Drottinn vor, sem dvalið hafði í bænum Efraírn, kom til Betaníu við Jerúsalem, til þess að taka þátt í hátíðahöldunum í húsi Símonar hins lík- þráa. í þessum kafla og þeim næstu er aðal- lega sagt frá síðari smurningu heilagrar Maríu. Þessa nótt er sagt að hann hafi gizt í Betaníu. Daginn eftir (Pálmasunnudag) var hin hátíðlega innreið í Jerúsalem, en eng- inn þar í borginni bauð Frelsaranum gist- ingu. Þess vegna fór hann aftur til Betaniu (eins og skýrt er frá í guðspjöllunum) ásarnt lærisveinunum tólf og varð aðnjótandi hjá Mörtu, Maríu og Lazarusi þeirrar gestrisni, sem honum hafði verið synjað um í Jerú- salem. Daginn þar á cftir (mánudag) er sagt að hann hafi fornrælt fíkjutrénu er hann var á leið inn í Jerúsalem. Allan þann dag var hann að kenna í musterinu, en fór til Betan- íu um kvöldið. Næsta dag (þriðjudag) var hann enn í Jerúsalem ásamt lærisveinum sínum, og sáu þeir hið skrælnaða fíkjutré á leið sinni. Enn gisti Drottinn vor i Betaníu, en fór til Jerú- salem snemma næsta morgun (miðvikudag) og talaði þá við postulana um heimsendi og allt, sem gera þyrfti. Sagt er að það hafi verið að kvöldi þessa dags sem hann sagði: „Þér vitið að eftir tvo daga koma páskamir, og verður Manns-sonurinn þá framseldur, til þess að verða krossfestur." Þegar hann hafði sagt þetta fór hann út úr musterinu og hélt til Betaníu, og gisti þá i síðasta sinn í húsi Lazarusar, Mörtu og Maríu. Allan fyrri hluta næsta dags (fimmtudags- ins) er sagt að hann hafi verið í Betaníu, en hafi svo kvatt húsráðendur þegar líða tók á daginn. Undir kvöldið hélt hann svo til Jerú- salem, til hússins þar sem loftsalurinn var (á Zíonhæðinni) þar sem kvöldmáltíðin hafði verið undirbúin fyrir hann og lærisveinana. I 20. og 21. kapítula er fjallað um píningu og krossfestingu Drottins vors og eru þeir í fullkomnu samræmi og samhljóðan við frá- sögn Ideilagrar Ritningar. I 22. kapítula er skýrt frá smurningunni og greftruninni, sem þeir sáu um Jósef frá Arimaþeu og Nikódemus, og þar er nákvæm lýsing á línklæðunum og gröfinni, sem hinn blessaði Jósef liafði látið gera handa sér. Jósef er kallaður „nobilis decurion“, sem sennilega þýðir að hann hafi haft foringja- tign í Júdeu — eða rómverska hernum, og gæti það verið skýring á vináttu hans, eða öllu heldur kunningsskap, við Pílatus. Gröfinni er lýst þannig, að henni hafi ver- ið verið skipt í tvennt, fremri klefann (sem síðar varð „kapella engilsins") þar sem svo hátt var til lofts, „að maður gat tæplega náð upp í þekjuna með því að tevgja upp hönd- ina,“ og innri klefann, þar sem líkami Frels- arans var lagður. Sagt er að dyrnar á báðum hafi verið gegnt austri og að líkama Drottins hafi verið komið fyrir við norðun'egg innri klefans, Jiannig, að fætur hans sneru til aust- urs, höfuðið til vesturs og vinstri hlið hans sneri (eða lá upp að) steinvegg grafarinnar. Sagt er að María Magdalena og stallsyst- ur hennar hafi grátið í landshöfðingjahöl!- inni, á leiðinni til Golgatha, Jiær hafi verið þjáðar og yfirbugaðar af harmi við krossfest- inguna, beðið við gröfina og loks notað þann stutta tíma, sem var til hvíldardagsins, til 12 DAGRENN 1 NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.