Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 7
frelsissamtaka — Atlantshafsbandalagsins, —
senr berjast nú fyrir því, að frelsa allt mann-
kyn jaiðarínnai undan þiældóinsoki komm-
únismans og hins austiæna einiæðis.
Sá maður er Eisenhower.
Þegar Eisenhower hefir tekið við stjórn-
artaumunum í janúarmánuði n. k. mun Dag-
renning ræða nánar viðhorfið, sem skapast
mun á næsta ári í stjórnmálum heimsins.
ELIZABET II. SETUR BRESKA
ÞINGIÐ.
Annar merkisatburður, sem gerðist þenn-
an sama dag, 4. nóvember s. 1. var að hin
unga Bretadrottning, Elizabet II. setti í fyrsta
sinn brezka Parlamentið.
Þúsundir manna höfðu að venju safnast
með fram veginum, sem drottningin ók til
þinghússins. Þetta var einstæður atburður í
sögu Bretlands. Það voru liðin 115 ár síðan
önnur ung drottning, — Viktoría, — setti
brezka þingið, einnig áður en hún væri krýnd
drottning.
Frcttaritari norska blaðsins „Aftenpost-
en“, segir svo frá þessum atburði:
„Það ríkti alger þögn í hinum skrautlegu
salarkynnum Efrideildar þegar drottningin
gekk til þingsetningarinnar í fvlgd með öll-
um æðstu fyrirmönnum Bretlands, klædd-
um hinurn gullsaumuðu viðhafnarbúningum
sem bornir eru við þetta tækifæri. Á eftir
lordkanslaranum og innsiglisverðinum gengu
þeir, sem báru ríkisskjaldarmerkin, en næst
þeim Alexander lávarður af Tunis með iíkis-
sveiðið, og því næst Swinton lávarður með
hina bláu „cap of Maintenance" og loks
Cecil lávarður, sem bar ríkiskórónuna, en
hann er afkomandi þess Cecils lávarðar sem
fyrir 394 árum bar kórónuna fvrir Elizabetu
I. Bretadrottningu, er hún var krýnd.
Síðan kom drottningin, en rnaður hennar,
Filipus Edinborgarhertogi, leiddi hana upp
að hásætinu. En áður en hún mætti setjast
í hásætið varð hún að lesa í allra áheyrn hinn
forna eiðstaf Bretakonunga, sem varð til á
dögurn Elizabetar I. í valdabaráttunni milli
hennar og Maríu Stuart. Drottningin las með
hreinni og skýrri röddu hinn gamla eiðstaf,
þar sem hún lofaði að vera sannur mótrnæl-
andi og tryggja erfðarétt mótmælenda að
hinni brezku krúnu“. Að lestrinum loknum
undirritaði drottningin eiðstafinn. Þá fvrst
var henni heimilt að setjast í hásætið og hefja
lestur hásætisræðunnar."
Ymsum kann að finnast lítið til urn þenn-
an atburð. Þeir sjá í honurn gamla, úrelta siði
afturhaldssamrar þjóðar, sem er svo heirnsk
að fela ungri konu æðstu völd í ríkinu í stað
þess að kjósa einhvern Eisenhower eða Stalin
til að stjórna sér. En þannig hta aðeins þeir
á, sem skilja alla hluti „jarðneskri skilningu“.
Hinir, senr trúa því, að æðri hönd stýri at-
burðunum sjá í þessari athöfn upphaf nýs
tímabils í sögu hins rnikla og volduga Bret-
lands, sem um sinn hefir átt við rnikla örðug-
leika að stríða, því verið er að búa það undir
enn stærra hlutverk en það hefir nokkru sinni
fyrr gegnt í allri sinni löngu sögu.
Það var Elizabet I., sem lagði grundvöll-
inn að hinu brezka heimsveldi. Það var
Viktoría drottning, sem gerði Breta að for-
vígisþjóð kristinnar heimsmenningar, og nú
kemur hin unga og gælsilega Elizabet II. í
fyrsta sinn fram á sjónarsviðið, framkvæmir
eina sína virðulegustu stjórnarathöfn og vinn-
ur eið sinn á þingi Breta.
NORÐURLANDARÁÐIÐ
KVATT SAMAN.
Það munu eflaust ekki þykja nein tíðindi
á heimsmælikvarða, að enn einn atburður
gerðist 4. nóvember, sem Dagrenningu þvkir
ekki ómerkur, þótt minna hafi verið urn
hann rætt en þá tvo, sem nú voru nefndir.
DAGRENNING 5