Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 26
belg ásamt einum af sérfræðingum fyrirtækis- ins. Þegar þeir voru staddir um 15 kílómetra austur af Saint Croix í Wisconsin kom geim- farið á móti þeim með miklum hraða, og segir liann að af því hafi geislað grænleitum bjarma. Það steypti sér niður að loftbelg þeirra félaga og flaug nokkra hringi í kring- um þá, lyfti sér síðan með feikna hraða beint upp í loftið og innan stundar hvarf það sjónum. Daginn eftir var Kaliszewsky aftur uppi við annan mann og sáu þeir þá tvö geimför söniu tegundar.“ Dr. WaJter Reidel, þýzkur vísindamað- ur, sem stjórnaði byggingu V-2 flugskeyt- anna, sem Þjóðverjar sendu til Bretlands á stríðsárunum og mestu tjóni ollu þar er einn þeirra, sem telur að óhugsandi sé að þessi furðu-fyrirbæri séu af jarðneskum uppruna og hallast eindregið að þeirri skoðun, að hér séu á ferðinni íbúar annarra hnatta, sem lengra eru á veg komnir í geimflugi en vér, íbúar þessarar jarðar. Röksemdir dr. Walthers Reidel eru aðal- lega þessar: „1. Flughraði þeirra er svo mikill, að hit- inn í yfirborði þeirra hlýtur að vera miklurn m'un rneiri en nokkur málmtegund, senr þekkt er á jörðinni, getur þolað. 2. Flug þeirra er slíkt, að flugmaður hlýt- ur að stýra þeim, en þó er því á hinn bóginn þannig farið, að enginn rnaður gæti þolað flugferð í slíkum disk, án þess að láta sam- stundis lífið. 3. Þeir skilja enga slóð eftir sig á himn- inum, en það hlytu þeir að gera, ef þeir væru knúnir áfram af einhverju því eldsnevti, sem er þekkt á jörðinni." * Síðast í júlímánuði sáust þessi furðufvrir- bæri yfir höfuðborg Bandaríkjanna, Wash- ington. í allt að sex klukkustundir sáu menn þessa lýsandi hnetti við og við yfir borginni og þeir sáust svífa þar í hringi með hraða, sem menn áætluðu 150 til 250 km á klukku- stund. Vitað var með vissu, að ekki var þarna á ferðum neitt af tilraunatækjum Banda- ríkjahers, en almennt hallast menn að þeirri skoðun, segir í fréttum blaðanna, „að þarna sé á ferðum eitthvert náttúrufvrirbæri sem vísindin ættu að geta skýrt.“ Robert L. Famswoith, forseti bandaríska eldflauga félagsins er þeirrar skoðunar, að hinir „fljúgandi diskar“ séu „geimför frá öðr- um hnöttum." Hann hefir sent Bandaríkja- forseta og landvarnarráðherra Bandaríkjanna skeyti þar sem hann varar við því, að láta flugherinn skjóta á „hluti uppi í loftinu, sem \itneskja lrefir ekki fengizt urn hverjir séu.“ Farnsworth heldur því fram, að skothríð á hugsanleg geimför gæti bæði haft alvarleg- ustu afleiðingar og mundu ekki heldur hafa neina lausn málsins í för með sér. „Við verð- um eins lengi og unnt er að sýna hinum ókunnu vinsemd,“ segir Farnsworth. =je Það vakti stórkostlega athygli um allan heim, að þegar hinar miklu flug og flotaæf- ingar fóru fram á Norðursjó nú í haust sá- ust þessir lýsandi hnettir af skipunum og gáfu danskir herforingjar skýrslu um málið, en hún hefir ekki verið birt enn. En svo gerðist það 28. sept. s. 1. í Dan- mörku, að rnargar þúsundir rnanna sáu gló- andi hlut sem geistist um loftið með feikna hraða. Eitt blaðanna hér (Tíminn) skýrir svo frá bessu samkvæmt heimildum danskra blaða: „Á sunnudagskvöldið (28. sept.) var, sáu tugþúsundir Dana dularfullan, glóandi hlut, er geistist um loftið og dró á eftir sér eld- spúandi hala. Þetta fyrirbrigði sást á fjölda staða í Danmörku laust eftir klukkan hálf- sjö um kvöldið. Meðal sjónanotta voru verk- 24 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.