Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 29
huga þeirra, enda höfðu þær ekki hevrt um sýn Eiríks. Telur hún þær hafa gengið í þessu skæra ljósi í nokkrar mínútur. Bæði þessi kvöld var því sem næst almyrkt, er ljósanna varð vart. \,reðurathugunarstöðin hér, segir veðrið hafa verið þannig: „Tæp- lega hálfur himinn skýjaður, og þau ský, sem sáust í 1500 til 2000 m hæð, hitinn 7 stig og vindur SSV 4 vindstig. Á miðviku- dagskvöldið var hálfur himinninn skýjaður og skygni mjög gott. Skýjahæð 1300 til 1700 m. Vindur var A 2 vindstig og hitinn 5 stig.“ Athyglisvert er að fyrstu fy’rirbærin skuli sjást hjá Kiistnesi, fyrsta kristna býlinu sem vitað er um á Norðurlandi. Fólk það, sem hér kemur við sögu er engin sérstök ástæða til að rengja um rétta frásögn, síst þegar fram- hald fyrirbæranna er athugað. í Aíorgtmbí. frá 29. okt. s. 1. segir á þessa leið, eftir fréttaritara blaðsins á Akure\'ri: „Síðastliðinn sunnudag (þ. e. 26. október) sáu allmargir bæjarbúar eldhnetti á himni, er flugu með feikna hraða í nokkurri hæð fyrir austan bæinn. Himinn var alskýjaður, 600—1000 metra skýjahæð, sem næst logn og um 6 stiga hiti. Eftir lýsingu sjónar\'Otta virðist sem eldhnettir þessir hafi hagað sér með líku sniði, og fréttir erlendis frá lýsa hinum alkunnu fljúgandi diskum.“ Alþýðublaðið flytur skeyti frá Akureyri 29. okt. um þetta sama efni undir fyrirsögninni: „Fljúgandi diskár í Eyjafirði á sunnudag- inn.“ Tíminn segir greinilegast frá þessum fyrir- bærum á Akurevri 31. okt. í grein sem nefn- ist: „Fimm fullorðnir rnenn sáu eldhnetti eða kringlur svífa um Eyjafjörðinn.“ Skal frásögn hans rakin hér í aðalatriðum. Blaðinu farast orð á þessa leið: „Eftir því sem næst verður komizt sáu fimm fullorðnir menn og 2—3 böm undar- lega ljósbletti á ferð frá norðri til suðurs meðfram vesturhlíð Vaðlaheiðar utan við og gegnt Akurevri á sunnudagsmorguninn laust fyrir klukkan tíu. Allir sjónan'ottar voru í húsunum Eyrar- vegi 7 A og Evran'egi 5, utarlegá á Oddevri, eða á lóðum þessara húsa. Jón Eiríksson, afgreiðslumaður hjá Shell, vriðist hafa séð þessi fyrirbæri fyrstur. Hann var gestkomandi að Eyran’egi 7 A þennan morgun. Þegar hann kom út úr dyrunum og var að fara úr húsinu, sá hann kynlega eld- bletti svífa inn eftir firðinum. Vom þeir fyrst allhátt og utarlega yfir Oddeyrarál, en lækk- uðu síðan allmjög með stefnu í suður, unz hús sunnarlega á Oddeyrinni skyggðu á þá. Segist hann hafa séð fjóra slíka eldhnetti eða kannske fimm. Þegar hann sá sýnina, kallaði hann til fólksins inni í húsinu, er þusti út. Var það Ellert M. Jónasson og kona hans og börn þeirra og Gunnar Guðmundsson. Segjast hjónin haía séð einkennilega ljósbletti svífa inn eftir og fara mjög lækkandi á lofti. Telja þau helzt, að þeir hafi annað tv'eggja horfið í Vaðlaheiðarhlíðina eða austur yfir heiðar- brúnina. Gunnar Guðmundsson lýsir þessu mjög með sama hætti og hjónin. Sigurbjörn Ámason húsgagnasmiður á Eyrarvegi 5 heyrði, að eitthvað var um að vera hjá nágrönnunum, og varð honum litið út um eldhúsgluggann. Segist hann hafa séð ljóskringlu svífa úr norðri og stefna til jarð- ar, en þó ekki hraðar en með eðlilegum fall- hraða. Taldi hann hlutinn hafa fallið í sjó- inn eða heiðina. Sjónarvottum ber ekki saman um hraðann. Telja sumir hann mikinn, en aðrir ekki. Sumir álíta, að þessi sýn hafi varað innan við mínútu, en aðrir nokkrar mínútur. Öllurn ber saman um, að þessir lýsandi hlutir hafi verið litlir. Suma minntu Jieir á fótbolta, en aðrir segja þá kringlulagaða. Þeir drógu ekki ljóskeilu á eftir sér, og eru ýmist sagðir logandi eða glærir.“ DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.