Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 8
Hér er átt við fund, sem haldinn var í
Kaupmannahöfn þennan sarna dag, 4. nóv.
síðastliðin.
Saman höfðu komið í Kaupmannahöín
fulltrúar frá þingum hinna fjögra Norður-
landa, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Is-
lands til að ákveða hvenær Norðurlandaráðið,
sem ákveðið hefir verið að koma á fót, skuli
koma saman til fvrsta fundar.
Á fundi þessarar norrænu nefndar hinn 4.
nóv. s. 1. var það ákveðið, að Norðurlanda-
ráðið skyldi koma saman í Kaupmannahöfn
13. febrúar 1953. Fyrsti samkomustaður þess
verður í Kristjánsborgarhöll og er gert ráð
fvrir, að fundir þess standi til 22. febrúar.
Að sjálfsögðu verður þessi fyrsti fundur þessa
fvrsta Norðurlandaþings að mestu leyti und-
irbúningsfundur, sem ekki tekur neinar
meiriháttar ákvarðanir, heldur reynir að skapa
grundvöll fyrir raunhæfri starfsemi, sem tengt
getur þessar frændþjóðir nánari böndum, og
styrkt þær bæði innávið og útávið.
Hér skal ekki revnt að rekja þá dagskrá,
sem hugsuð er á hinum fyrsta fundi Norður-
landa ráðsins, en óneitanlega verður það,
sögulega séð, stórmerkur atburður þegar þess-
ar fjórar norrænu frændþjóðir koma í fyrsta
sinn saman til sameiginlegs þings. Samvinna
Norðurlanda, þó smá sé, hefir þegar leitt til
þess að fjölmörg ríki víðsvegar um heirn hafa
tekið sér þau til fyrirmvndar og hafið sam-
vinnu um félags- og menningarmál og er
Evrópuráðið merkilegasta tilraunin sem rekja
má til hinnar norrænu samvinnu.
í fyrsta árgangi Dagrenningar (2. hefti)
birtist grein, sem heitir „Pólski spádómur-
inn“. Það er rnjög merkilegur spádómur
og hefir nú þegar rej’nzt réttur í mörgum
atriðum. Spádómurinn er í ljóðum og tor-
skilinn á köflurn, enda alls staðar notað
táknmál.
Eitt erindið í spádómi þessum fjallar um
Norðurlönd, að því er menn hyggja. Þetta
erindi er á þessa leið í íslenzkri þýðingu:
„í hörðurn átökum gegn hinum dramb-
sörnu Tevtonum nmn veröldin aftur fljóta í
blóði; þá mun Norðrið, er því er ógnað af
Austrinu, breyta sjálfu sér í f/órfalda ein-
ingu.“
I athugasemdum, sem fylgdu þessum spá-
dórni í Dagrenningu 1946 segir m. a. svo:
„í síðara helmingi erindisins er spáð vænt-
anlegu bandalagi Norðurlanda. „Norðrið“
eða „The North“, eins og það er í ensku
þýðingunni, merkir vafalaust Norðurlöndin
fjögur, Svíþjóð, Danmörku, Noreg og Finn-
land. Spádónmrinn segir greinilega hvert
rnuni verða tilefni þess, að Norðurlöndin
mvnda með sér bandalag. Tilefnið er „ógn-
un“ frá „Austrinu“. „Austrið" getur hér vart
annað verið en Rússland.“
Síðan er skýrt frá því, að mjög hafi legið
nærri að slíkt bandalag vrði stofnað 1940
eftir finnsk-rússnesku sfyrjöldina, en úr því
varð ekki vegna hótana Rússa. Tassfréttastof-
an skýrði frá því 20. marz 1940 „að banda-
lagi af þessu tagi nmndi beinlínis vera stefnt
gegn Sóvietríkjunum — —- — og mundi
brjóta gersamlega í bág við friðarsamning
Sóviet og Finnlands frá 12. marz 1940.“
Þessi afstaða Sóvietríkjanna útilokar
Finnland urn langa framtíð frá þátttöku í
væntanlegu bandalagi Norðurlanda. En síð-
an hafa raddirnar um norrænt samband orð-
ið æ háværari, og þótt Rússar kærnu í veg
fyrir það með hótunum við Svía, að þeir
gerðust aðilar að Atlantshafsbandalaginu
hafa Svíar ávalt verið miklir hvatamenn nor-
rænnar samvinnu í sem flestum greinum og
beittu sér um skeið fyrir norrænu hernaðar-
bandalagi, þó ekkert yrði úr því. í Dagrenn-
ingargreininni 1946 um þetta efni segir enn
fremur:
„Athyglisvert er það, að spádómurinn tal-
ar urn „fjórfalda einingu" Norðurlanda eða
6 DAGRENN I NG