Dagrenning - 01.12.1952, Side 32
skipverjar undrandi upp. Sáu þeir þá ljós-
hnött, sem var í laginu svipaður stórum
hlemrn, geysast yfir skipið. Varaði sýnin að-
eins andartak. Ljóshnöttur þessi dró á eftir
scr fljólubláan hala. Ekkert hljóð heyrðist
frá þessum Ijóshnetti.
Togarinn Júní mun hafa verið að veiðum
á svipuðum slóðum þennan morgun, og urðu
rnenn á honum einnig varir við kynlegan
glampa.“
*
Engu ómerkari en þessi frásögn skipverj-
anna á Ingólfi og Júní er frásögn oddvitans í
Ilrunamannahreppi af furðuhnetti sem þar
sást og fór svo lágt og nálægt bænurn, að
þess munu fá dærni með þessi fyrirbæri.
Morgunblaðið birti 27. nóv. frásögn af
atburði þessurn en Dagrenning hefir getað
náð í lýsingu frá sjónarvottinum sjálfum,
Þórði Þórðarsyni, sem er ungur rnaður til
heimilis í Syðra-Landholti og segist honum
svo frá:
„Laust fyrir kl. 4T2 síðd. miðvikudaginn
26. nóv. s. 1., var ég staddur ásamt fleira
fólki á heimili mínu Syðra-Langholti í Hruna-
mannahrepp. Ég sat við glugga er sneri til
norðausturs. Allt í einu sá ég eldhnött sem
kom úr suðri með geisihraða. Hann fór rétt
yfir eða við hornið á íbúðarhúsinu, sem ég
var í og hvarf mér til norðurs yfir útihús,
sem eru norðar og standa nokkru hærra en
íbúðarhúsið, enda virtist mér hann ekki
fara í meir en tveggja metra hæð yfir þök
þeirra.
Hnöttur þessi virtist mér sem hlemmur í
laginu og nokkru stærri en stór súpudisk-
ur. Hann var hvítglóandi og virtist blágrænn
baugur umhvrefis liann. Sýn þessi varaði ör-
skarnma stund og kom liitt fólkið ekki auga á
hana, enda var það ekki alveg við gluggann.
Þegar þetta skeði var heiðskírt loft og stjörnu-
bjart, varla meira en hálf rökkvað, enda
ekki búið að kveikja ljós í herbergi því er við
vorurn stödd í.
Syðra-Langholti 2. des. 1952.
Þórður Þórðarson.“
Á Rauðasandi á Barðaströnd sást einnig
þennan sama dag — sunnudaginn 9. nóv. —
lýsandi eldhnöttur. Segir svo í frétt þar um:
„Lýsti af hnetti þessum rnjög vítt yfir land-
ið uns hann hvarf í vestur yfir fjöllin.“
Alþýðublaðið, sem segir frá þessu endar
frásögnina með þessari athugasemd:
„Það hefði áreiðanlega þótt boða feikn og
stórtíðindi hér fyrr á öldum, ef þá hefðu
birzt önnur eins firn af loftsjónum og nú
síðustu vikumar.“
Hver veit nema að nú séu einmitt í vænd-
um meiri tíðindi en nokkru sinni fyrr?
*
Ekki þykir viðeigandi að skiljast svo við
frásagnir ísl. blaða af þessum fyrirbærum,
að geta ekki að neinu raddar „nútíma vís-
inda“ sem í fyrirsvarsblaði sínu „Þjóðvilj-
anum“ gera þessi fyrirbæri að umtalsefni. Þar
segir:
„Fljúgandi diskar“ hafa liaft hljótt um
sig á síðum afturhaldsblaðanna undanfarið,
en þó skýtur þeim upp á sprekafjörur Trm-
ans í gær. Er þar sagt frá konu sem séð hafi
slíkan „disk fyrst manna á íslandi, 13. júní
1947, klukkan átta til hálf níu.“ Og svo spyr
blaðið: „Telur einhver sig hafa séð þess hátt-
ar fyrirbæri fyrr?“ Ekki er nú vísdómslega
spurt. Hér á landi fara sögur af urðarmán-
um frá fyrstu tíð, en það er ekki fyrr en á
miðri tuttugustu öld að vestræn menning
nær því hámarki að gera alkunn náttúrufvrir-
bæri að dularfullum matarílátum í háloft-
unum.“
Svo sem vænta mátti er ekki verið að hafa
fvrir því að segja alþýðu manna frá því hver
er skýring vísindanna á „urðarmána", og væri
30 DAGRENNING