Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 25
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
Tákn á Ihiimnii yfir Íslandí
Dagrenning hefir nokkrum sinnum minnst
á hin furðulegu fyrirbæri, sem rnenn hafa
orðið \’arir við víðsvegar um heirn og nefnd
eru „fljúgandi diskar“. Síðast var um þetta
furðulega fyrirbæri rætt í 37. hefti Dag-
renningar og bent á, að þótt sanna mætti,
að sum þessara fyrirbæra ættu rót sína að
rekja til ýmiskonar nýrra tækja, sem verið
er að senda upp í háloftin, þá er ekki unnt
að beita þeirri skýringu við fjölda mörg þess-
ara fyrirbæra og nú er svo komið, að jafn-
vel vísindamenn eru famir að efast um að
fyrirbæri þessi stafi frá aðgerðum rnanna hér
á jörð, heldur sé hér um að ræða eitthvað
sem kemur utan að og ekki verður verður
skilið né skýrt „jarðneskri skilningu“.
Ilið mikla ameríska tímarit „Life“ birti
6. apríl í vor rnikla grein um hina „fljúg-
andi diska“ og segir þar, að „ýtarlegar rann-
sóknir hafi leitt í ljós, að örugg vissa sé nú
fvrir þ\’í, að loftför, sem hvorki eru amerísk,
rússnesk eða annarra þjóða, fljúgi nú um
himingeiminn í nokkurri fjarlægð frá jörðu.“
Blaðið birtir þrjár rnvndir, sem voru tekn-
ar s. 1. ár í Texas og sýna þær V-laga ljósrák-
ir á ferð yfir himinhvolfið. Flugmálaráðu-
neytið hefir rannsakað mvndir þessar af mik-
illi gaumgæfni og kveðst ekki geta kveðið upp
þann dóm, að þær séu falsaðar. Ekki hafa
menn heldur getað sýnt fram á, að þær séu
af jarðneskum uppruna, ef svo má að orði
kveða, og ekki em þær heldur af nokkru
þekktu ljósfyrirbæri í himingeimnum. Einn
möguleiki er því aðeins eftir — að myndirnar
séu af óþekktum flugvélum — hinurn fljúg-
andi diskum.
Sjálft segist blaðið vera þess fullvíst, að
hinir undarlegu og dularfullu diskar séu raun-
verulega til, og að ekki sé mögulegt að skýra
þá sem náttúrufræðilegt h'rirbæri heldur
hljóti þeir að vera flugtæki, sem gerð séu af
hinni mestu hugvitssemi af skvnsemi gædd-
um verum.
Nú er svo komið, að flugher Bandaríkj-
anna — og vafalaust einnig annarra þjóða
— hefir fengið fyrirskipun um að rannsaka
mjög nákvæmlega alla „óþekkta hluti“, sem
sjást á lofti yfir Bandaríkjunum, og skjóta þá
niður ef ekki er hægt með öðrum hætti að
ganga að fullu úr skugga um hvað þar sé á
ferð. Enn fremur er nú svo komið, að ýrnsir
þeirra manna, sem verulegt mark ætti að
vera takandi á í þessum efnum, hafa ýmist
sjálfir séð þessi fyrirbæri eða rannsakað þau
samkvæmt annarra sögusögnum, og komist
að þeirri niðurstöðu, að hér séu hin athyglis-
verðustu fyrirbæri á ferðinni.
Hinn 19. apríl s. 1. birtist eftirfarandi frétt
frá Minneapolis í Bandaríkjunum:
„/. J. Kaliszewsky forstjóri f\-rirtækisins
„General Mills Balloon Experimental Proj-
ect“, í Minnesota, sem framleiðir loftbelgi
og rannsóknartæki til háloftsathugana, hefir
skýrt svo frá, að hann hafi hinn 10. október
síðastliðinn fyrst komið auga á þessi furðu-
fvrirbæri í loftinu, og fullyrðir hann að um
einhvers konar geimför sé hér að ræða.
Dag þenna var hann á lofti í tilraunaloft-
DAGRENNING 23