Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 18

Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 18
dæmi um fagurt afturhvarf, iðrandi mönn- um um örugga von um fyrirgefningu, þeim trúuðu um elskuríka sanrúð og öllu kristnu fólki sönnun fyrir guðlegri miskunn. Hún benti stundum á augu sín: að tár þeirra hefðu þvegið fætur frelsarans og að þau hefðu séð hann fyrst, þegar hann reis upp frá dauðum. Hún benti á hár sitt, sem hafði þerrað heilagar fætur hans, og varir sínar, sem höfðu kysst þær, ekki aðeins rneð- an hann lifði hér, heldur jafnvel eftir dauða lians og upprisu, og hendur sínar, sem hófðu snert fætur hans og smurt þær. En hví skvldi ég vera að telja upp fleira af þessum hlutum hér? Jesús sagði sjálfur: „En sannlega segi ég vður, hvar sem fagn- aðarerindið verður boðað um allan heiminn, mun þess getið verða, sem hún gerði, til minningar um hana.“ (Mark. 14, 9.) HEILÖG MARTA. 39. kapítuli: Hin blessaða Marta boðaði, ásamt félögum sínum, fagnaðarerindi Frels- arans fólkinu í borgunum Avignon og Arles og í borgum og þorpum í nágrenni llhon, í Vienne héraði. Hún bar einkum vitni um allt, sem hún liafði séð meðan hún var samtíða Drottni vorum — um allt, sem hún hafði heyrt og lært af hans eigin munni, þeg ar hann var að kenna, um það, senr hann liafði opinberað um himnesk máttarvöld, og jafnframt gerði hún sjálf ýms undur (eða kraftaverk). Henni var gefinn sá máttur, að geta, þegar nauðsyn krefði, með bænum eða tákni hins helga kross, hreinsað líkþráa, lækn- að lialta og lamaða, uppvakið dauða, gefið blindum sýn, daufum lieym, dumbum mál og yfirleitt hjálpað öllum, sem á einhvern hátt voru þjáðir. Samskonar kraftur var veittur heilagri Maríu. Hún gerði kraftarærk með undursam- legum hætti, þegar þess þurfti með, annað- hvort til þess að staðfesta sannleiksgikli orða sinna eða örva trúarþel áheyrenda sinna. Ilcilög María og heilög Marta voru báðar gæddar miklum yndisþokka, tígulega vaxnar og töluðu svo fagurt og áhrifamikið mál, að það gagntók alla. Það kom varla fyrir, að nokkur, sem hlustaði á prédikanir þeirra, færi þaðan vantrúaður eða án þess að vikna, og það var eins og þær gætu með yfirbragði sínu einu saman kveikt eldheita ást til Krists í hjörtum manna og fyllt þá sannri iðrun. Þær voru hófsanrar í mat og drykk og not- uðu fábreyttan búning, og eftir að jarðnesk- um samvistum Maríu og Lausnarans lauk, hirti hún raunar of lítið um að sjá sér fyrir fötum og fæði. En hinar göfugu konur, sem bjuggu með henni og elskuðu hana, gættu þess að hún hefði það, sem hún þurfti. Af þessari ástæðu hefir (sennilega) orðið til sú munnmælasaga, að hún hafi dag hvem vcrið hafin til hæða af englum, sem liafi veitt henni himneskar velgjörðir. í dulræn- um skilningi getur þctta staðist (en öðru- vísi ekki). Einnig er til sú saga, að eftir himnaför Frelsarans hafi hún flúið út á eyði- mörk Arabíu og búið þar ein og klæðlaus í helli nokkrum, en þangað hafi prestur einn vitjað hennar, og hafi hún þá heimtað af honum skrúða hans. Þessar sögur og aðrar af sama tagi eru eintómur uppspuni og soðn- ar upp úr ævintýrasögnum um iðrandi synd- arann frá Egvptalandi. * I 40. kapítula er frásögn um drekann — einhverja krókódílstegund — sem sást um þetta leyti á bökkum Rhon, rétt hjá Tarascon, og fólkið óttaðist ákaflega. Sagt er að menn hafi spurt, hvers vegna Messías sá, sem heilög Marta boðaði, sýndi ekki vald sitt með því að ráða niðurlögum þessa óargadýrs, ef það vald væri eins ótak- markað og hún vildi vera láta. 16 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.