Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 35
um er spásögnin urn „tíma enclalokanna"
og þau „tákn“, sem verði þeinr samfara. Þar
segir m. a. að greinilegustu táknin rnuni
verða þessi:
„Þjóð mun rísa gegn þjóð og konungsríki
gegn konungsríki. Miklir landskjálftar munu
verða og á ýmsum stöðum hallæri og drep-
sóttir, og verða munu voðafyrirburðir (stór-
slys) og tákn niikil af himni.“
Þó vér hugleiðum ekkert annað úr þess-
um stórkostlegasta spádómi Biblíunnar en
þetta, sem nú var nefnt, og minnumst þess
um leið, að Kristur sagði að þessir atburðir
mundu ná um heim allan, þetta nrundi
„koma yfir aíía þá, sem búa á öJJu yfirborði
;arðar,“ þá er það eitt nægilegt íhugunarefni.
Minnumst þess, að þegar þessi orð voru
sögð var aðeins lítill liluti „af öllu yfirborði
jarðar“ þekktur og kannaður, en í dag er varla
til sá staður á vfirborði jarðar, sem ekki er
þekktur og kannaður.
Og nú sjáum vér, að „þjóð rís gegn þjóð“,
og liallæri og drepsóttir hafa gengið ytir
rneiri og stórfelldari en nokkru sinni fyrr.
Fyrir dyrum sýnist haJíæri um mikinn hlutn
heims nú á næstunni. Og liver er sá nú, sem
neitar þessum furðufyrirbærum, hinum
„fljúgandi diskum? Eru þeir ekki greinileg-
asta „tákn af hinmi“, sem mannkyn jarðar-
innar hefir nokkru sinni séð? Þeir liafa sézt
um öll lönd, og það eru lrundruð og jafnvel
þúsundir manna, sem hafa séð þá. Flest blöð
hafa skýrt frá þessum furðulegu táknum og
enginn veit uppruna þeirra né getur skýrt
nema lítinn liluta allra þessara mörgu og
nrerkilegu fyrirbæra.
En Kristur sagði oss einnig livað gera bæri,
þegar þetta „tæki að konra fram.“ Hann
sagði að vér skyldum ekki hræðast, því þetta
hlyti fyrst að korna, en samt væru þá enda-
lokin enn ekki kornin.
En Hann sagði oss einnig annað. Hann
sagði oss að vaka og vera viðbúin. „Þannig
skuluð þér og vita, að þegar þér sjáið þetta
fram korna, er Guðríki í nánd.“
Er þá ástæða til að kvíða? Eigum vér að
kvíða komu Guðsríkis? Hvílík lrugsunarvilla.
Nei, Kristur sagði einnig:
„En þegar þetta tekur að korna fram, þá
réttið úr yður og lyftið upp liöfðum vðar,
því Jausn yðar er í nánd.“ (Lúk. 21. 28).
Ennþá lröldum vér dauðahaldi í liina
gömlu skipan — hina hrynjandi Babvlon, og
viljum ekki sjá tákn hins nýja tíma.
Það er þetta, sem gerir oss svo erfitt fvrir.
Vor eigin blekking er svo fullkomin, að vér
látum oss ekki einu sinni segjast þótt vér sjá-
um „tákn af liimni.“ Heimskuvísindin, sem
vér liöfum gert að hjáguði — hinum rnikla
Mólok vorrar aldar — blinda oss svo og af-
vcgaleiða, að vér erum þess alls ómegnug
að skilja hin æðri rök vorrar eigin tilveru. \7ér
höfurn snúið sannleikanum í lýgi og villu, og
fari svo fram hlýtur refsidómur Drottins að
ná til vær. Nú liafa íslendingar eins og aðr-
ar þjóðir séð þessi miklu tákn af himni, og
oss ber, sem Benjamínsættkvísl hins nýja
ísraels, að veita þeirn fullkomna atlivgli, því
þau eru bending til vor — mjög greinileg
bending — urn að vér eigurn að snúa burt
frá villu vorri, og leita styrks og máttar hjá
Guði vorurn og Frelsara.
Vér eigurn öllum öðrum þjóðum frarnar
að vaka og vera viðbúnir. Vér eigum að hætta
að elta „Guði annara þjóða,“ eins og vér ger-
um nú, og ganga þann veg, sem leiðtogi
vor og Frelsari bendir svo greinilega á. Hin
íslenzka þjóð — Benjamín nútímans — þarf
að vakna og sameinast á trúarlegum grund-
velli.
Þá hefir hún skilið þau tákn, sem sést hafa.
DAGRENN I NG 33