Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 19

Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 19
Marta svaraði: „Þeir, sem trúa, geta allt,“ og í fararbroddi þeirra, sem höfðu hug- rekki til að fylgja henni, hélt hún þangað sem dýrið hafðist við, gerði rnerki krossins, leysti belti sitt og batt það um háls dýrsins. Síðan sagði hún mönnunum að vinna á því. 41. kapitulinn fjallar um líf heilagrar Mörtu í Tarascon og er á þessa leið: Þegar öllum eitruðum skriðdýrum hafði þannig verið bægt frá Tarascon, nreð Guðs krafti, tók heilög Marta sér þar bústað og breytti þessu svæði, sem áður hafði verið illa þokkað og hættulegt, í fagurt og unaðslegt umhverfi. Hún byggði sér þar bænahús, sem hún gerði sér rneira far um að fvlla með göfgi og fögrum dyggðum heldur en kræsingum og óþörfum innanstokksmunum. Þarna bjó hún alein í sjö ár og lifði allan þann tíma á jurtarótum, grösurn og ávöxtum. Hvað hana sjálfa snerti taldi hún rangt að borða oftar en einu sinni á dag, en um vini sína og nágranna hafði hún aðra skoðun. Hún áleit að daglegar föstur án ölmusugjafa rnundu aðeins valda sér þjáningu og verða þeirn erfitt, er hjá sér dveldu. Ilún var ávalt minnug sinnar görnlu gestrisni. Fátæklingar voru tíðir gestir hjá henni, og hún miðlaði þeim stórmannlega af öllu, senr hún hafði. Hún bauð hinum snauðu ávallt að matazt með sér, og þótt hún neytti jurta sjálf, gaf hún hinum kjöt eins og þeir þurftu, af þeim brjóstgæðum, umhyggju og ástúð, sem einkenndi alla hennar háttu. Ilún gerði þetta af einlægri löngun og þrá ... rninnug þess, að Hann, sem svo oft hafði verið gestur hennar fyrr á árum, meðan Hann dvaldi á jörðunni, og oft þjáðist af hungri og þorsta, þurfti nú ekki lengur á þessari stundlegu að- stoð að halda, en þráði, eigi að síður enn, að vera huggaður og nærður, með hjálp við hina snauðu. Og þessi þjónusta Krists mundi, að Hann sagði eitt sinn við þau: „svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“ Og eins og hún hafði áður þjónað yfirmeist- ara kirkjunnar, þannig, helgaði hún sig nú þjónustu við söfnuð hennar og sýndi öllum söniu ást og umhyggju. Og vegna þess að Guð elskar þann, sem gleðst af að gefa, sá hann svo urn, að forða- búr hennar varð eins og óþrjótandi upp- spretta, þótt hún tæmdi það daglega af rausn sinni. Þeir trúuðu, sem sáu, hve hún gladdist af að gefa, voru þess örlátari við hana, og án þess að hún hugsaði nokkuð fyrir því sjálf, gat hún alltaf gefið af gnægð. Föt hennar voru óvönduð. í sjö ár átti hún aðeins tvær flíkur (saccus og cilicium), sem hún batt að sér með belti úr hrosshári. Hún gekk berfætt og á höfðinu bar hún hettu úr úlfaldaull. Trjágreinar og laufblöð, sem hún breiddi brekán yfir, var rúm hennar, og koddinn var steinn. Andi hennar þráði ekkert nerna Guð, og oft lá hún á bæn alla nóttina og sameinaðist honum. Og Flann, sem áður hafði í auðmýkt sinni gengið um híbýli hennar, tilbað hún nú, krjúpandi við hásæti Ilans á himnum. * Hún ferðaðist oft til næstu borga og þorpa, boðaði fólkinu trú á Frelsarann og hvarf síðan aftur í einveruna með fréttir um að rnargir nýir félagar hefðu bæzt í hóp hinna trúuðu. í 42. kapítulanum er sagt frá því, að hcilög Marta hafi vakið upp frá dauðurn ungan mann, sem drukknaði í Rhon þegar hann var að synda yfir ána til þess að fara á predikunar- samkomu hjá henni. í 43. kapítulanum segir frá því, er hús heilagrar Mörtu var vígt til kirkju: Maximinus biskup, verndari heilagrar Maríu Magdalenu og lífsstjómandi hennar, kom frá heimkynnum sínum í Narbonnaise DAGRENN I NG 17

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.