Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 9
að „Norðrið breyti sjálfu sér í fjórfalda ein- ingu.“---------Verður það vart á annan veg skilið en þann, að fjögur af Norðurlöndun- um geri nieð sér þetta væntanlega bandalag. Þá vaknar spurningin: Verður þetta banda- lag Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finn- lands eða verður þar ísland í Finnlands stað?“ Og því næst segir: „Þeirri spuringu verður að sjálfsögðu ekki svarað hér, en allar likur finnst mér benda til þess, að um Finn- land sé að ræða en ekki ísland.“ Nú er það augljóst, að þessi tilgáta var röng. Finnland verður ekki eitt þessara fjögra Norðurlandaríkja heldur verður það ísland. Þá segir einnig í þessari sömu grein frá 1946: „Mér sýnist því, að búast megi við að bandalag Norðurlandanna verði með öðrum hætti en áður hefir þekkst og þá að líkind- um þannig, að sameiginleg löggjöf, réttarfar og ríkisborgararéttur yrði í lög leiddur í þess- um fjórum ríkjum Norðurlanda og varnar- bandalag þeirra kæmi svo sem einskonar af- leiðing þeirra aðgerða." Nú er augljóst, að þróunin stefnir ákveð- ið í þessa átt. Síðan 1945 hefir samvinna Norðurlanda tekið á sig fastara og ákveðnara form en áður var, og þess liefir jafnframt gætt greinilega, að Finnland hefir meir og meir orðið að vera utan við þetta samstarf í ýmsum greinum, en ísland hefir aftur á móti orðið þar því virkari þátttakandi. „Norðrið“ í spádóminum er því augljóslega Danmörk, Svíþjóð, Noregur og ísland. Hér er ekki unnt að rekja þetta samstarf, en merkasta stig þess til þessa dags er hið norræna þing, sem nú er ákveðið að komi saman 13. febrúar 1953. Sóvietríkin líta þessa norrænu samvinnu ákaflega illu auga, og það er áreiðanlega ekki tilviljun, að hótun Rússa, um að þeir litu á það sem „ögrun við Sóvietríkin“, ef erlend- um flugvélum vrðu leyfð afnot af flugvöll- um í Danmörku, barst Danastjóm um svip- að leyti og ákveðið var, að Danir hefðu for- göngu urn að kalla sarnan undirbúnings- nefndina, til að ákveða samkomulag Norður- landaráðsins. Þetta er, að dómi Dagrenningar, enn eitt tákn þess, að skamrnt sé að bíða þeirra ör- lagaríku atburða, sem í Völuspá greinir, og þess þurfi ekki að bíða í mörg ár, eftir að Norðurlandaráðið hefir verið stofnað, að „Hry'mur aki austan“. JARÐSKJÁLFTINN í SÍBERÍU. Síðari hluta dags hinn 4. nóv. s. 1. varð vart gífurlegs jarðskjálfta á jarðskjálftamæla víðsvegar um heim. Jarðskjálftamælirinn í Californíuháskólanum í Pasadena sýndi mik- inn jarðskjálfta sem stóð yfir í 25 mínútur. Talið er að jarðskjálfti þessi hafi verið jafn mikill og sá sem lagði San Fransiskoborg í rústir árið 1906 og eigi minni en Bakersfield jarðskjálftinn í fyrra. Jarðskjálftamælar á Ítalíu sýndu einnig jarð- skjálfta þennan og jarðskjálftafræðingar þar telja að eyðileggingin, þar sem hann átti sér stað, hljóti að hafa verið stórkostleg. Enn hefir lítið fréttst urn eyðileggingar af jarðskjálfta þessum, en talið er að hann muni hafa verið í Síberíu eða hafinu norður af Japan. Flóðbylgju varð vart þar, en evði- legging af völdum hennar varð ekki mikil. Jarðskjálftans varð einnig vart á íslandi. DAGRENNING 7

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.