Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 6

Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 6
mennsku, en einmitt Eisenhower, sem liefir dvalið langdvölum í Evrópu og liaft þar ábyrgðarmeiri mannaforráð en nokkur ann- ar einn maður. Skilji hann ekki þýðingu Vestur-Evrópu fyrir framtíð mannkynsins, þá má fullyrða að það geri enginn Bandaríkja- maður. En eins og áður hefir verið sagt hlaut Eis- enhower að verða kjörinn forseti Bandaríkj- anna vegna þess, að nú fara í hönd þeir tím- ar að öllurn þjóðlöndum (nema íslandi) verð- ur stjómað af hershöfðingjum. Þessu hefir \-crið spáð h rir þúsundum ára og það er eitt þeirra tákna, sem vér getum haft um það, að vér lifum nú á tímabili aldaskiptanna. Ný- lega hefir hershöfðingi tekið völd í Egipta- landi og annar í írak, og nýlega eru urn garð gcngnar kosningar í Grikklandi og kjörinn var þar Papagos hershöfðingi með miklurn atkvæðamun. Brátt líður að kosningum í Frakklandi og er ekki að efa að þar kemur til valda annað- hvort De Gaulle eða einhver annar af hers- höfðingjum Frakka. Missi Churshills við, en hann er fyrst og fremst hermaður — mun Eden ekki verða eftirmaður hans heldur Alexander marskálk- ur af Tunis, sem allt bendir til að korni mjög við sögu í næstu heimsstyrjöld ásarnt Mont- gomery hershöfðingja. í kosningabaráttunni hét Eisenhower því, að fyrsta verk sitt, ef hann vrði kjörinn skyldi verða það að fara til Kóreu til þess að hann gæti af eigin sjón og raun kynnst ástandinu þar og hernaðaraðstöðunni allri. Hann efndi þetta loforð og er nú á heim- leið þaðan þegar þetta er ritað. Fvrir kosn- ingarnar lýsti hann því einnig yfir, að vrði hann forseti mundi hann leita ráða og að- stoðar hins afburðasnjalla herforingja Mac Arthurs, sem rekinn var frá herstjórn i Kóreu og landstjóm í Japan að undirlagi Rússa en fyrir milligöngu brezkra verkamanna- flokksráðherra, sem hallast að Titoisnra. Nú hefir Eisenhower einnig snúið sér til Mac Arthurs með tilmælum um að þeir ræðist við um Kóreustyrjöldina, og hvernig hklegt er að henni mætti ljúka. Það mun upplýst áður en langt um líður að brott- rekstur Mac Arthurs var eitthvert stórfelld- asta stjórnmálabragð, sem um getur, og ættu menn að fylgjast vel með því sem nú gerist þegar Mac Arthur tekur að konra við sögu á ný. Þegar á fyrsta ári Dagrenningar — 1946 — birtist í ritinu grein um þessi efni, sem heitir: „Afnám konungsríkjanna“ (3. hefti). Þar er sýnt fram á hvemig spádómur Haggai spámanns, um afnám konungsríkjanna, ein- rnitt nú er að rætast, og hvernig herforingj- arnir eða þeir „sem aka stríðsvögnunum“ eiga að koma á eftir konungunum og taka við völdum þeirra. Þetta hefir nú verið að gerazt síðan 1914 er „afnám konungsríkjanna“ liófst með fyrstu heimsstyrjöldinni. Verður þetta nú ekki rakið frekar hér að þessu sinni, en mönnum aðeins á það bent að taka cftir því hverjir það verða, sem komast til valda í hin- urn ýmsu ríkjum nú á næstunni. 4. nóvembcr 1952 varð rnikill og örlaga- ríkur dagur fyrir Bandaríkjamenn. Þjóðin gerði sitt til að rísa gegn spilliöflum konnn- únismans og hún sigraði þrátt fyrir allar þær tilraunir, sem gerðar voru til að villa henni sýn. Hér var áreiðanlega æðri hönd að verki. Það er \rert að veita því athygli, að fyrsti maður á forsetastóli Bandaríkjanna, og sá sem grundvallaði þetta mesta ríki hins nýja tírna, — var hershöfðingi — yfirhershöfðingi þeirra frelsissamtaka, sem losuðu Bandaríki Ameríku undan kúgun og ásælni stórvelda þeirra tíma. Sá maður var Georg Was- hington. Nú sest annar hershöfðingi á veldis- stól Bandaríkjanna — yfirhershöfðingi þeirra 4 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.