Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 34

Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 34
Hver er ráðning gátunnai? Þetta er spurning sem allur heimurinn ber nú fram. Fáir munu liafa svarað þessari spurningu betur en ritstjóri ameríska tímaritsins „King- dom Digest“, Dr. J. A. Lovell. Hann svarar henni á þessa leið: „Sýnir þær, sem menn nú sjá svo oft í himingeimnum og nefna „fljúgandi diska“, má, að minni hyggju, flokka í þrent. Þær eru: í. .Loftbelgir og ýmiskonar hernaðartæki, sem verið er að gera tilraunir með í hernaðarskyni eða við vísindarannsóknir. 2. Geimför frá öðrurn hnöttum, þar sem íbúarnir hafa náð svo langt í „flug- tækni“, að þeirn er orðið kleift að fara rnilli hnatta. 3. Sýnir af yfirnáttúrJegum uppruna, er birtast nú á undan „degi eyðileggingar- innar“ sem „tákn á himni“, eins og boðað er í Heilagri Ritningu. Það er ekki ólíklegt að hér sé rétt til get- ið. Að vísu er það svo, ef um geimför er að ræða, að þeir „menn“ sem þar eru innan- borðs eru að líkindum svo mjög frábrugðnir mönnum þessarar jarðar að lítið yrði sam- eiginlegt með okkur og þcim, þó við liitt- umst. Sennilegt er, að flest þeirra fyrirbæra, sem ekki verða færð til fyrsta flokksins, tilheyri þriðja flokknum, hinum yfirnáttúrlegu fyrir- bærurn, sem boða mannkyninu „endir veraldar“. * í sambandi við þessa atburði er mönnum rétt að rifja upp spádóm Krists urn endalok- in. Ilann sagði, eins og kunnugt er, rnjög nákvæmlega fyrir hver mundu verða „tákn- in“ þegar líða tæki að endalokunum. Eitt af því, sem hann þar segir fyrir er einmitt þetta, að þá rnuni verða „tákn niikil af hinmi“. (Lúk. 21. 11.). Þessi spádómur Frelsarans er mannkyninu gefinn einmitt til þess, að það þurfi ekki að ganga í myrkri á hi'num mestu tímamótum í sögu þess. Tímamótum, þegar hin gamla skipan — hinn gamli heimur — Hin dular- fulla Babýlon — fellur um koll með „ógur- legum gný, og hin nýja skipan — liinn nýi heimur — Hin nýja Jerúsalem — fæðist með stórkostlegum fæðingarhríðum. Allar kristnar þjóðir, — þótt þær séu aðeins nafnkristnar — eru „lærisveinar" Krists, en alveg sérstaklega erurn vér, sem eru af ísraels stofni komnir — Engilsaxar, austan hafs og vestan, Norðurlandabúar, Hollendingar, Belgíumenn, Vestur-Þjóðverjar, Gyðingar, Frakkar og afkomendur þessara þjóða hvar sem er í heiminum — lærisveinar Hans, og ber því öllurn öðrum fremur að gæta að leið- sögn Ilans. Hann hefir sagt oss nákvæmlega hver verði „táknin“ við þessi tímamót. „Daginn og stundina", segir Hann, „veit enginn, hvorki englar á himnum né Mannssonurinn.“ Og þótt vér séum að reyna að finna það út, eða a. m. k. að reyna að komast sem næst því ár- tali sem umskiptin verða, vita það allir mæta vel, að öllum slíkum útreikningum getur skeikað, sérstaklega á þann veg, að þeir at- burðir gerist ekki, sem vér bjuggumst við, heldur aðrir atburðir, sem oss hafði tæpast eða alls ekki órað fyrir. Þess vegna er oss heillavænlegast að fara í þessu sem öðru eftir leiðsögn Freslarans og brjóta ekki svo rnjög heilann um „daginn né stundina“, en athuga því nánar þau „tákn“, sem Hann sagði oss að mundu óhjákvæmi- lega verða undanfari „endalokanna“. Ég hefi rakið þetta nokkuð í 30. hefti Dagrenningar, í grein sem nefnist „Spádóm- ar Frelsarans“ og ráðlegg ég þeim, sem hafa það hefti undir höndum, að lesa þá grein enn einu sinni með vakandi athygli. í öllum þremur samstofna Guðspjöllun- 32 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.