Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 27

Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 27
fræðingar, kennarar, flugmenn og veðurfræð- ingar. Þetta sást á austanverðu Sjálandi, austan línu frá Vordingborg og Hróarskeldu, frá Nakskov, Árósum, Grenaa, Sunderborg, Fjóni og Skáni í Svíþjóð. Lýsingar á fyrirbærinu eru nokkuð mis- munandi. Það kom úr vestri og brunaði í austur. Surnir áttuðu sig ekki á öðru en því, að hluturinn var glóandi, en aðrir segja, að þetta hafi verið sem skjöldur, reistur á rönd, aflangur, breiðari að framan en nrjókkaði aftur. Nokkrir telja þetta þó hafa verið kringlu, og stöku rnenn segja, að hann hafi verið eins og vindill í laginu. Allir eru sam- mála um, að halinn, sem hann dró á eftir sér, hafi verið viðlíka langur og hluturinn sjálfur eða vel það. Liturinn var Ijós, belgur- inn sjálfur nær hvítur, halinn gulleitari eða jafnvel blá-grænleitur að sögn sumra. Svo að segja allir telja, að þessi hlutur hafi svifið í lofti nær jörðu en tunglið, en þó heldur verkfræðingur einn því fram, að hann haíi verið f/ær jörðu en tunglið og horfið snöggvast bak við það. Nokkrir telja, að hann hafi breytt stefnu og fjarlægzt jörðina rnjög óðfluga. Allir eru sammála um, að hraðinn hafi verið óskaplegur. —“ Það sem nú hefir \-erið sagt og rakið sýnir ljóslega, að þessi furðufyrirbæri eru orðin svo algeng og hafa nú þcgar verið rannsökuð af svo mörgum mönnurn, sem hafa skilvrði til að dæma um þau, að alveg er ógerlegt lengur að halda því fram, að þau séu hugarburður einn eða missýningar. Því til stuðnings skal hér enn birt greinar- kom, sem tekið er úr blaðinu „New York Post“ 26. sept. s. 1. og send er frá Washing- ton. Höfundur greinarinnar heitir Robert S. Allen og nefnist hún „Sendiboðar frá Marz“: „Flugherinn hefir í höndum skýrslu urn fljúgandi diska, sem gerir rnann algerlega agndofa. I skýrslu þessari, sem gerð var af þekktum vísindamönnum og sérfræðingum flugliersins, er sú skoðun látin í ljós, að sum- ir þessara dularfullu fljúgandi hluta séu raun- verulegir og eigi uppruna sinn utan jarðar- innar. í skýrslu flughersins er einnig tvær aðrar niðurstöður að finna: í nokkrum tilfellum hafa þessir fljúgandi hlutir, sem sézt hafa, verið í raun og veru levnileg bandarísk flugskevti, sem verið var að reyna. Rússar eru undrandi og óttaslegnir yfir þessurn fljúgandi diskum og grunar nrjög að þeir séu ný bandarísk vopn. Kremlverjar hafa nú á döfinni fjórar mismunandi rannsóknir á því, lirærs konar fyrirbæri þetta séu og hver sé uppruni þeirra. Rannsókn flughersins byggist á meira en 1800 vitnisburðum sjónan'Otta á s. 1. fimm árum. í skýrslunni er lögð áherzla á það mikla atriði, að fullkomnustu og ýtarlegustu vitn- isburðirnir komu frá kjarnorkustöðvum, her- stöðvum og rannsóknarstöðvum. Rannsóknina framkvæmir tæknilega rannsóknarstöðin á Wright Patterson flug- vellinum í Dayton. Fjöldi afburða vísinda- manna \-crja þar öllum tíma sínum til rann- sókna á skýrslum um fljúgandi hluti. Starf- semi þeirra fer svo leynt að flugherinn leyfir ekki að nöfn þeirra séu birt. í raun og veru mundi enginn þeirra, sem er tengdur þessari starfsemi eða skýrslunni leyfa að nafn hans væri notað í þessu sam- bandi. Samt sem áður eru yfirmenn flughersins að hugsa um að birta einstaka hluta skýrsl- unnar. Það sem fyrst og fremst heldur aftur af þeim er óttinn við það, að hinar áhrifa- miklu niðurstöður geti valdið óþarflega nrik- illi hræðslu meðal almennings. Hátt settur foringi í flughernum hefir lýst DAGRENN I NG 25

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.