Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 23

Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 23
an og dvalið höfðu hjá henni til hinsta dags. Það voru: Permenas, Germanus, Sost- lienes og Efaphras, sem hafði verið með Trophimusi, biskupi í Arles, Marcella, þjónusta hennar og Euchodia og Syntex. Þessi sjö helguðu útfararathöfn heilagrar Mörtu þrjá daga, ásamt aragrúa af fólki, sem kom úr öllum áttum, vakti yfir hinum heilaga líkama til þriðja dags, vegsamaði Guð og upp- ljómaði umhverfið með kertaljósum í kirkj- unni, lömpum í húsunum og eldum í nálæg- um skógum. JARÐARFÖR MÖRTU. 49. kapítuli: Á sunnudeginum var gerð gröf fyrir líkama heilagrar Mörtu í kirkjunni, sem áður var vígð, og á þriðju stundu daginn, sem kallaður er dagur Drottins, komu allir sarnan til þess að veita líkama heilagrar Mörtu verðuga greftrun. Þetta var að kvöldi hins 1. ágúst. Á sörnu stundu skeði það í bænum Petra- goricus (Perigueux) í Aquitaine, að Frontin- us prestur féll í svefn í sæti sínu þcgar hann ætlaði að fara að syngja messu, og Kristur birtist honum og sagði við hann: „Kom þú, sonur minn, og efndu það sem þú lofaðir, að þjóna við greftrun Mörtu, sem vcitti mér beina.“ Á sarna augnabliki birtust þeir báðir Frelsarinn og Frontinus með bók í hönd í kirkjunni i Tarascon tóku sér stöðu, Kristur við höfuð heilagrar Mörtu, en Frontinus við fætur hennar, og létu hana tveir einir niður í gröfina, öllurn viðstöddum til óumræðilegr- ar undrunar. Þegar athöfninni var lokið hurfu þeir eins og þeir komu. Surnir þeirra, sem verið höfðu hjá heilagri Mörtu, fóru aftur austur, svo sem Efaphras, Marsella og Svntika, sem grafin er í Filippi og postulinn ritar um. Parmenas, fullur trúar, og fyrir náð Guðs fundinn þess verðugur, að hljóta kórónu píslarvottsins, og Gennanus og Euchodia. Þau ásanrt Clement og öðrum, aðstoðuðu postulana „og standa nöfn þcirra í lífsins bók“ (Filippibr. 4, 2—3). Frá dánardegi heilagrar Mörtu hafa ótelj- andi kraftaverk gerst í kirkju hennar. Blindir, heyrnarlausir, haltir, mállausir, lamaðir, sótt- veikir, líkþráir og djöfulóðir hafa fengið þar lækningu og fulla heilsu. Hlöðver konungur Frakka og Teftóna, fyrsti kristni konungurinn, komst við, þegar hann heyrði hve mörg og stórkostleg krafta- verk gerðust við skrín lieilagrar Mörtu. Hann tók sér því ferð á hendur til Tarascon. Jafn- skjótt og hann hafði snert gröfina læknaðist hann af illkynjuðum nýrnasjúkdómi, sem hafði þjáð hann mikið. Til þakklætis og minningar um þessa miklu lækningu gaf Hlöðver konungur Guði landsvæði unrhverf- is kirkjuna, með borgum, þorpum og skógum og innsiglaði gjafabréfið með hring sínum. Allar þessar eignir á kirkja heilagrar Mörtu cnn í dag. Fyrir þjófnaði, rán, saurgun helgra dóma og ljúgvitni var refsað hér samstundis og ægilega, eftir réttlátum dómi Guðs og Drottni Kristi til dýrðar. ÆFILOK MAXIMINUSAR. 50. kapítuli: Hingað til hefir aðeins verið skýrt frá trúarlífi og dýrðlegum dauða heilagr- ar Mörtu, virðulegrar þjónustu Guðs sonar, og verður nú látið staðar numið um það efni. Þeir dásanrlegu hlutir, sem gerðust eftir að hún var dáin, fyrir meðalgöngu hennar og áhrif, sem og heilagt líf og píning bróður hennar, blessaðs Lazarusar, biskups og píslar- votts, er efni í aðra bók. Hér verður aðeins getið stuttlega urn kraftaverk þau, sem gerð- ust fyrir tilverknað heilagrar Maríu Magda- lenu, sem úh'alin var af Guði, og aðeins laus- lega sagt frá dauða hins heilaga Maximinusar. Samkvæmt opinberun Heilags Anda vissi hann að brottför sín úr þessum heimi væri í nánd og að nú biðu sín launin að loknu dagsverki. Hann skipaði því svo fyrir, að útför DAGRENN I NG 21

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.