Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.12.1952, Blaðsíða 10
HVEJR VAK MABANUS? Rabanus — Hrabanus — Maurus var erkibiskup í Mainz. F. 776 í Mainz, d. 856 í Winkel í Rínarlöndum. Rabanus er talinn hafa verið með lærðustu mönnum síns tíma. Hann varð 804 kennari við klausturskólann í Fuida og hóf þann skóla til slíks vegs, að hann þótti á hans dögum virðulegasti skóii Frakklands. Rabanus var skáld og fræðimaður. Hann ritaði m. a. fjölda kennslubóka. Eftir að hafa verið 20 ár (822—842) ábóti í Fulda í Hessen- Nassau í Þýzkalandi hætti hann því starfi til þess að helga sig að öllu lcyti fræðiiðkun- um og vísindastörfum. Fimm árum síðar var hann gerður að erkihiskpui í Mainz og gegndi því starfi til dauðadags. Vegna missættis við ábótann í Fulda hvarf Rabanus frá skólan- um um sinn og fór þá pílagrímsför til Palestínu. Rit það, um Maríu Magdalenu og Mörtu frá Betaniu, sem sagt er frá í eftirfarandi grein, er talið vera samið af Rabanusi þess- um, og er það þvi, eins og menn sjá, samið nokkru áður en byggð Islands hófst. — Svo gamalt cr það. Rétt er og að hafa það í huga, að höfundurinn er kunnugur á þeim slóð- um, sem hann lýsir, bæði í Frakklandi og í Palestínu, af för sinni þangað. Merkilegt at- riði í fi-ásögn þessari er það, að hann telur Mörtu frá Bethaniu hafa haft með sér frá Jcrúsalem píslarsögu Jesú skrifaða á hebresku. Vafalaust er að Rabanus hefir haft að- gang að margvíslegum fróðleik um þessa atburði, sem nú er giataður eða talinn þjóðsagnir einar, sem ekkert sé leggjandi upp úr. Menn skyldu þó varast slíka dóma, því þótt eitt og annað sé oft missagt í hinum gömlu sögnum er nálega ávalt rétt skýrt frá aðalatriðum. Að sjálfsögðu ber frásögn Rabanusar nokkurn keim katólskunnar, en á hans dögum hafði katólsku kirkjunni þó ekki tekist með öllu að útrýma áhrifum frumkristninnar, sem postul- ar Krists og fylgjendur þeirra fluttu til Vestur-Evrópu á fyrstu og annari öld eftir Krist. Greinilegt er af frásögn Rabanusar, að hann er undir mjög sterkum áhrifum frumkristn- innar. Athyglisvert er nafnið á þessum lærdómsmanni. Hann er nefndur Rabanus eða Hrabanus, en það er hið norræna nafn Hrafn fært til latnesks máls. Bendir það til þess að hann hafi verið af norrænum eða skoskum uppruna. Það er og athyglisvert, að næsti ábóti í Fulda á undan honum hét Egill, svo tengslin milli þessa forna menntaseturs og hins norræna kyn- stofns eru augljós. Bonifatius, sem kallaður hefir verið „postuli Þýzkalands“, stofnaði klaustrið í Fulda árið 744 og bein hans hvíla þar. Hlutverk hans var ekki fyrst og fremst að „kristna“ Þýzkaland, heldur að útrýma áhrifum frumkristninnar þar og hinna keltnesku trúboða, sem komu frá Bretandseyjum. Mcrkilegt er, að í alfræðiorðabók Salmonsens er komist svo að orði, að á 10. öld hafi verið nauðsynlegt að kveðja skoska munka til klausturs- ins í Fulda „til þess að bæta þar klausturagann“. Benda nöfn ábótanna Hrafns og Egils ótvírætt til þess að þeir hafi verið úr hópi þess- ara norrænu eða skozku manna. Frásögn Rabanusar, sem hér birtist, er einn kaflinn í bók J. W. Taylors: „The Coming of The Saints“ er fyrst kom út í Bretlandi 1906 og síðan hefir nokkrum sinnum verið endurprentuð. I þeirri bók reynir höfundurinn að rekja feril þess fólks, sem kemur mest við frásagnir Nýja testamentisins og fylgdi Kristi að málum, en dreifðist eftir dauða hans út um löndin. S DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.